Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 8
8 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR 1. Hverju heldur eðlisfræðingur- inn Páll Theodórsson fram í nýrri Skírnisgrein? 2. Hver hefur tekið við stjórn kyn- ferðisafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu? 3. Hver er talsmaður Wikileaks? SVÖR 1. Að landnám Íslands hafi hafist löngu fyrir 870. 2. Björgvin Björgvinsson, yfirlögregluþjónn. 3. Kristinn Hrafnsson, blaðamaður. SVÍÞJÓÐ Peter Mangs, 38 ára Svíi sem er grunaður um eitt morð og nokkrar skotárásir í Malmö und- anfarið ár, óttast að innflytjend- ur muni yfirtaka sænskt sam- félag, er haft eftir föður hans í netútgáfu sænska blaðsins Afton- bladet. Mangs er jafnframt grun- aður um morð sem framin voru í nágrenni borgarinnar árið 2003. Sænsk lögregluyfirvöld gefa takmarkaðar upplýsingar um Mangs sem var handtekinn fyrir viku. Aldur hans hefur verið staðfestur en myndbirtingar fjöl- miðla eru harðlega gagnrýndar þar sem lögregla telur þær tor- velda rannsókn málsins. Mangs neitar sök en samkvæmt sænskum fjölmiðlum hefur lög- reglu tekist að tengja annað af tveimur skotvopnum sem fundust á heimili hans við árásirnar. Eins og komið hefur fram eru árásirnar í öllum tilvikum, nema einu, gegn fólki af erlendum upp- runa. Þá var ungur Svíi skotinn í bíl sínum. Farþegi í bílnum var af erlendum uppruna. Alls eru fimmtán skotárásir til rannsókn- ar. Mangs er grunaður um aðild að átta árásum hið minnsta. Árásirnar hófust í októb- er. Síðan þá hefur verið ráðist á fólk fyrirvaralaust við dag- legar athafnir. Eitt fórnarlamb var skotið í gegnum rúðu á lík- amsræktarstöð. Aðrir hafa verið skotnir við strætóbiðstöðvar og í bílum sínum. Ráðist hefur verið á fólk við bænastaði múslíma. Í síð- asta mánuði flúði árásarmaður- inn á reiðhjóli eftir átök við fórn- arlamb sitt; hárgreiðslumann frá Íran. Morðin árið 2003 eiga margt sammerkt með skotárásunum í Malmö undanfarna mánuði. Mennirnir, sem voru 66 ára og 23 ára, tengdust ekki á neinn hátt og voru skotnir í og við heimili sín. Báðir voru skotnir með 9 milli- metra skammbyssu. Hins vegar var eldri maðurinn rændur ólíkt þeim yngri sem fannst með seðla- veski sitt á sér. Haustið 1991 fór maður að nafni John Ausonius um Stokk- hólm og Uppsali og skaut ellefu, myrti einn og særði hina alvar- lega. Í fyrstu notaði hann riffil með leysigeislamiði og var kall- aður Lasermaðurinn. Fjölmiðlar hafa notað svipaða nafngift vegna árásanna nú, enda svipar þessum tveimur málum mjög saman. Skotárásirnar hafa haldið íbúum Malmö í heljargreipum á undanförnum mánuðum. Um 290 þúsund manns búa á svæðinu. Einn af hverjum þremur er af erlendum uppruna og er aðskiln- aður þjóðarbrota, sem talin eru vera um 170 í borginni, mikill. svavar@frettabladid.is Óttast yfirtöku inn- flytjenda í Svíþjóð Peter Mangs, sem er í haldi lögreglu vegna skotárása á fólk af erlendum upp- runa í Malmö, óttast að innflytjendur yfirtaki sænskt samfélag. Þetta er haft eftir föður hans í fjölmiðlum. Mangs heldur staðfastlega fram sakleysi sínu. PETER MANGS Fjölmiðlar hafa greint frá því að Mangs sé með Aspergerheilkenni sem flokkast með einhverfu. MYND/AFP MALMÖ Í SUMAR Árásirnar hafa haldið borginni í heljargreipum frá því í október í fyrra. RÍKISREKSTUR Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, telur að forstöðu- menn ríkisstofnana ráði yfir öllum tækjum sem þurfi til að tryggja góða stjórnsýslu. Í Fréttablaðinu í fyrradag sagði frá könnun Ríkisendurskoðunar sem bendir til að fáir forstöðu- menn telji lög og reglur um starfs- mannamál stuðla að skilvirkni í ríkisrekstri. Um 40 prósent for- stöðumannanna telja sig geta bætt þjónustu með því að segja upp hluta starfsmanna og ráða nýja starfsmenn í þeirra stað. Aðeins um helmingur forstöðu- manna beitir þó reglubundnu frammistöðu- mati við starfs- mannastjórnun. Fæstir þeirra hafa sagt upp starfsfólki eftir þeim lögbundnu leiðum sem þeir hafa. Helstu ástæður þess eru sagðar hversu flóknar þær leiðir eru. „Það sem skín í gegn er að for- stöðumenn eru ekki að nýta þær leiðir sem eru þegar til staðar til þess að reka sem besta stjórn- sýslu,“ segir Elín Björg um þessar niðurstöður. „Mér finnst það mjög athyglisvert.“ Elín Björg vísar því á bug að neikvæð viðhorf opinberra starfs- manna til starfsmannalaga tor- veldi ríkisrekstur og vekur athygli á því að innan við helmingur for- stöðumanna lætur fara fram form- legt frammistöðumat. „Það er eitthvað sem þeir þurfa að skoða. Auðvitað vilja allir fara vel með og skila góðu dagsverki.“ - pg Formaður BSRB um könnun Ríkisendurskoðunar meðal forstjóra ríkisstofnana: Nýta sér ekki tiltækar leiðir ELÍN BJÖRG JÓNSDÓTTIR SANDGERÐI Gamla heilsugæslan í Sandgerði hefur nú verið aug- lýst til leigu sem verslunar- og þjónusturými. Húsnæðið er á annarri hæð Vörðunnar við Mið- nestorg. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Samkvæmt vef Víkurfrétta kostaði það bæjarsjóð Sandgerð- isbæjar um tuttugu milljónir króna að innrétta heilsugæslu- stöðina á sínum tíma. Rétt áður en heimilislæknarn- ir áttu að flytja inn afþakkaði heilbrigðisráðuneytið húsnæðið. Varðan fær nýtt hlutverk: Leigja út gömlu heilsugæsluna VEISTU SVARIÐ? Grænumörk 10 - 810 Hveragerði Sími: 483 0300 - www.hnlfi.is - heilsu@hnlfi.is Heilsustofnun NLFÍ Heilsuborg - Faxafeni 14 - 108 Reykjavík Sími: 560 1010 - heilsuborg@heilsuborg.is Streituskóli HNLFÍ og Heilsuborgar hefst með fyrirlestrum, fimmtudaginn 18. og laugardaginn 20. nóvember í húsnæði Heilsuborgar, Faxafeni 14, 108 Reykjavík. Skjöldur og sverð gegn streitu Skráning fer fram í afgreiðslu Heilsuborgar eða í síma 560 1010. Verð fyrir námskeiðið er kr. 55.000. Fimmtudagur 18. nóvember Kl.17.00-18.00 „Streita og slökun“ Magna Fríður Birnir hjúkrunarforstjóri HNLFÍ Kl.18.00-18.45 „Hversu langt á að ganga í hollustunni“ Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor í næringarfræði við HÍ Kl. 18.45-19.00 Kaffihlé Kl. 19.00 – 20.00 „Ég sef illa“, hvað er til ráða? Bryndís Benediktsdóttir dósent við læknadeild HÍ Sérfræðingur í heimilislækningum og svefnsjúkdómum Laugardagur 20. nóvember Kl. 9.00-10.00 „Hreyfing og Streitulosun“ Guðrún Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari HNLFÍ Kl. 10.00-11.00 „Streita og slökun.“ Magna Fríður Birnir, Hjúkrunarforstjóri HNLFÍ Kl. 11.00-11.20 Kaffihlé Kl. 11.20 -13.00 „Að meta eigin streitu og streituvalda“ Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur og verkefnisstjóri á HNLFÍ Dagskrá Streituskóli HNLFÍ og Heilsuborgar Innifalið í Streituskóla er: andlegt sem líkamlegt og gefur ráðleggingar um æskilegar leiðir til að halda góðri heilsu og fyrirbyggja heilsubrest. líkamsgreiningartæki þar sem skoðuð er samsetning líkamans. Grunnbrennsla og hæfi- leg orkunotkun er reiknuð út. Ráðleggingar um mataræði og heilsueflingu eru gefin. heilsu. Ráðleggingar um æskilegar leiðir til að takast á við streituvalda og streitu- einkenni. Unnið að gerð einstaklingshæfðar meðferðaráætlunar og árangur meðferðar metinn eftir 8 vikur. – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 21 65 1 1/ 10 ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 1 6 2 6 0 9 /1 0 Þjónustan er veitt virka daga frá kl. 8 til 17. Veitum ýmsa sérhæfða þjónustu, m.a. ráðgjöf við val og notkun á vörum fyrir sykursjúka. Láttu okkur mæla blóðsykurinn. Hjúkrunarþjónusta í Lyfju Lágmúla Tilkynning hef opnað eftir hlé. Sálfræðistofu Ernu Sigríðar Jóhansdóttur Býð upp á hugræna atferlismeðferð við kvíða,óöryggi,depurð og fælni. Sorgar – áfallameðferð Slökun og sjálfsstyrking Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 821-1413 eða 5641064 Mail ernajoh@simnet.is Erna Sigríður Jóhannsdóttir Sálfræðingur Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.