Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 96
64 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Sirkus Sóley Sigríður Guðnadóttir Sirkus Ísland NÆSTA VIKA: Nánar á www.tjarnarbio.isUnglist Hjaltalín 18.NÓV. 5.-13.NÓV. FORSÝNING 16.NÓV. 19.-20.NÓV. FRUMSÝNING 17.NÓV.Mojito Nýtt leikverk eftir Jón Atla TÓNLEIKAR ÚTGÁFUTÓNL. SUNNUDAGAR ERU FJÖL- SKYLDUDAGAR Miðasalan er opin virka daga frá kl. 13-15 Sími: 527 2100 www.tjarnarbio.is Tjarnargötu 12 - 101 Reykjavík SUN 14.NÓV. FJÖREGG Barnamenning í Norræna húsinu „... og svo verð ég í Norræna húsinu“ Myndlistasýning Ísaks Óla í anddyri Norræna hússins frá 14. nóvember - 2. janúar Norræna húsið | Sturlugötu 5 | 101 Reykjavík | Sími 551 7030 | www.norraenahusid.is Geislaþræðir heitir fyrsta skáldsaga Sigríðar Péturs- dóttur, kvikmyndafræðings og útvarpskonu, sem kom út á dögunum. Þar er rýnt í samskipti fólks á netinu. Efnið hefur verið Sigríði hugleikið lengi en hún hefur unnið að bókinni í rúmlega áratug. Í Geislaþráðum liggja leiðir fólks saman á netinu. Bókin er skrifuð í formi tölvuskeyta milli ólíkra einstaklinga, til dæmis ófrískrar íslenskrar unglingsstúlku og aldr- aðrar konu frá Ástralíu og feðg- anna Gunnars og Árna Þorkels sem skrifast á yfir hafið. Sigríður fékk hugmyndina að bókinni árið 1999 þegar hún vann að útvarpsþætti sem hét Stafræn ást og fjallaði um fólk sem hafði hist á netinu. „Á þeim tíma var ekki auðvelt að fá fólk til að tala opinberlega um að það hefði hist á netinu,“ rifjar hún upp. „Ég fann samt eitt par, sem var ekki nóg til að halda uppi heilum útvarpsþætti. Í staðinn skrifaði ég sögu upp úr frásögn þeirra sem leikarar lásu og var hluti af þættinum. Það var mjög skemmtilegt og mér fannst hug- myndin bjóða upp á margt fleira. Þannig að verkefnið vatt upp á sig og ég hef verið að skrifa þessa bók undanfarin tíu ár.“ Sigríður hefur pælt mikið í net- inu um árin. „Ég fór í framhaldinu að spá í hvernig venjulegt fólk skrifar sín á milli á vefnum og sökkti mér í tölvupóstarannsóknir. Það vildi líka til að ég var í námi, lærði bæði kvikmyndafræði og frásagn- artækni í nýjum miðlum, þar sem við rannsökuðum samskipti á net- inu frá ýmsum hliðum.“ Þótt nýir miðlar hafi átt hug Sigríðar undanfarin ár, hefur hún ávallt alið með sér þann draum að koma hugmyndum sínum á fram- færi í gömlum miðli, bókinni. „Það blundaði alltaf í mér þrá til að skrifa bók; mig hefur langað það svo lengi sem ég man.“ Með Geislaþráðum hefur draumurinn ræst, ári áður en hún verður fimm- tug. Hvers vegna dróst þetta svona á langinn? „Það kemur ýmislegt til. Fyrst og fremst var það bara skræfu- skapur, mér fannst það sem ég skrifaði aldrei nógu gott. En svo burstast það af manni með árun- um. Svo er það auðvitað brauð- baráttan og baslið. En fyrir átta árum eignaðist ég mann. Þegar tveir eru til að sjá um fjölskyldu hefur maður allt í einu helm- ingi meiri tíma en áður. Það má kannski segja að þetta sé mannin- um mínum og syni mínum, sem nú er orðinn tvítugur, að þakka. Þeir létu mig ekki í friði með þetta og hvöttu mig stanslaust áfram.“ Formið setti líka strik í reikn- inginn; bókin er öll skrifuð í formi bréfa og Sigríður segir það hafa verið töluverða glímu að búa til skýrar persónur án þess að geta lýst þeim. „Ég setti mér líka þá reglu að hafa persónurnar hversdagslegt fólk. Það getur vissulega verið erfitt að búa til slíkar persónur, þannig að þær lifni við í huga les- andans, auk þess sem bréfaform- ið getur verið strembið. En fyrst og fremst var þetta afskaplega skemmtilegt,“ segir Sigríður, sem er þegar byrjuð á skáldsögu. „Ég hugsa að ég verði talsvert fljótari með hana en þessa.“ bergsteinn@frettabladid.is Bandbreiddin á milli okkar SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR Hefur langað að gefa út bók svo lengi sem hún man eftir sér og vann að Geislaþráðun í áratug áður en draumurinn rættist. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 64 menning@frettabladid.is MENNINGARBRÆÐINGUR Meistaranemar í hagnýtri menningarmiðlun við HÍ standa fyrir ráðstefnunni Menningarbræð- ingur í Öskju í dag. Á ráðstefnunni verða flutt 33 erindi, meðal annars um lofgjörð til líkamans, Harry Potter, vörumerkið „Ég“ og baráttu Eyjamanna við náttúruöflin. Ráðstefnan stendur frá klukkan 9 til 17 í dag. Framlag Ríkisútvarpsins til íslenskrar leiklistar verður til umfjöllunar á málþingi sem leik- minjasafn Íslands stendur fyrir í Þjóðminjasafninu í dag. Málþingið ber yfirskriftina Höfum við geng- ið til góðs? og er haldið í tilefni af 80 ára afmæli RÚV. Leikflutningur var vinsæll dag- skrárliður í Ríkisútvarpinu og Sjónvarpinu á árdögum þeirra en dregið hefur úr gerð leikins efnis í sjónvarpi á undanförnum árum. Á málþinginu verða flutt fjögur stutt erindi fræðilegs efnis, og að þeim loknum tvö erindi um stöðu leikins efnis í dagskrá Útvarps og Sjónvarps um þessar mundir. Að þeim loknum verða pallborðsum- ræður með þátttöku Páls Magn- ússonar útvarpsstjóra og Viðars Eggertssonar, verkefnisstjóra leik- listar hjá RÚV. Málþingið hefst klukkan ellefu. Leiklistin og RÚV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.