Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 46
2 matur a- Kökur Til hátíða- brigða Sætindi Hvunndags/til hátíðabrigða M Með-læti Hollt SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Anton Brink Pennar: Friðrika Benónýsdóttir, Gunnþóra Gunnarsdóttir, Júlía Margrét Alexandersdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Vera Einarsdóttir og Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is HVA, ER MATUR Í JÓLAPAKKANUM? Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar Það er fullt af námskeiðum í boði fyrir fullorðna svo ég miða þessi námskeið við krakka. Hugmyndin er að börn og fullorðnir komi saman og hingað hafa komið heilu fjölskyldurnar. Þá er námskeiðið líka orðið að gæðastund við að búa til eitthvað gott í sameiningu. Svo fara allir heim með fullt af konfekti sem hægt er að nota í jólagjafir en steyptu molarnir verða mjög fallegir,“ segir Guðmundur Finnbogason, heimilisfræðikennari við Laugarnesskóla, en hann hefur ýmist búið uppskriftirnar til eða aðlagað að minnsta konfektgerðarfólkinu. „Konfektgerð er ekki mjög flókin aðgerð í sjálfu sér en hér lærir fólk tækni og aðferðir til að geta svo útfært sínar eigin hugmyndir heima. Námskeiðin koma fólki af stað.“ Guðmundur leggur til mót og hráefni á námskeiðinu en vill minna þá fullorðnu á að koma með svunt- ur. Hvert námskeið tekur um það bil tvo tíma og á þeim tíma gera þáttak- endur fjórar til fimm tegundir af kon- fekti. Námskeiðin eru haldin í Laug- arnesskóla á fimmtudagskvöldum frá klukkan 19 til 21. Skráning fer fram á www.matreidslunamskeid. com - rat Góðir molar í gjöf Guðmundur Finnbogason miðar konfektgerðarnámskeiðin við yngstu bakarana. Hann segir námskeiðin gæðastund fyrir alla fjölskylduna við að búa til eitthvað gott í sameiningu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NÚGGAT OG MARSÍPANFYLLING 200 g gott marsípan 100 g núggat Blandaðu þessu vel saman og bættu út í, til dæmis líkjör eins og Grand Mariner eða Amar- etto. Það má líka nota ávaxta- þykkni eins og appelsínudjús til að fá appelsínubragð. Mik- ilvægt er að smakka stöðugt til að finna rétta bragðið. Það má líka nota hnetur í þessa fyllingu, hakkaðar salthnetur, heslihnetur eða pekanhnetur. KARAMELLUFYLLING 100 g fyllt karamellurjóma- súkkulaði ½ dl rjómi 1-2 tsk. líkjör ef vill. Hitaðu rjómann og súkkulaðið rólega í potti eða örbylgju- ofni. Bættu líkjörnum út í. Látið kólna í skál í ísskáp þar til blandan verður þykk. Settu smá í hvern mola og hjúpaðu með bráðnu súkkulaði. Það má líka búa til litlar kúlur og hjúpa þær í súkkulaði. EINFALDAR KONFEKTMOLAFYLLINGAR TE &KAFFI Konfektmolar eru sniðug og falleg gjöf á jólum. Guðmundur Finnbogason hefur sett saman námskeið þar sem fjölskyldan lærir saman að steypa mola í mót. Nammi namm! Te & kaffi framleiðir allt kaffi sitt sjálft og selur nýristað í búðum til dæmis í kaffihús- inu Te & kaffi á Laugavegi 27 sem er skemmtilegt kaffihús en einnig sælkeraverslun. Þar má fá allt í kringum kaffi en einn- ig ýmsar aðrar vörur á borð við súkkulaði, bakkelsi og sælgæti. Kringum jólin er boðið upp á sívinsælar gjafakörfur sem í eru kaffi og te og konfekt af ýmsum gerðum. Nýlega hefur Te&kaffi hafið sölu á súkkulaðistöngum sem eru búnar til út hágæða belgísku súkkulaði. Stönginni er stungið út í heita mjólk, súkkul- aðið leysist þá upp og verður að alvöru súkkulaðidrykk. Fyrir hver jól gefur Te & kaffi út nýja hátíðablöndu. Kaffi, konfekt og með því Á hverju aðfangadagskvöldi fæ ég ætan og dísætan jólapakka frá húslegri frænku minni undan jóla-trénu, en þeim dugnaðarforki finnst fátt skemmti- legra en að bauka við persónulegar jólagjafir í formi hannyrða og girnilegra eldhústilrauna þegar haustar að. Þetta kemur sér stórvel fyrir mig því ég er bæði óduglegur og klúðurslegur jólabakari og með eindæm- um óskipulögð í öllum jólaundirbúningi, sem útilokar sennilega æta jólapakka frá mér um alla framtíð. Samt dáist ég öðru fremur að útsjónarsömum húsmæðrum og öfunda þær af hugmyndaauðgi, handlagni og snilli- gáfu í eldhúsinu. Í árvissum jólapakka frænku minnar er ávallt veg- legur skammtur af dýrindis mildkrydduðum mömmu- kökum með hnausþykku smjörkremi, heimagert súrsætt chili-chutney og oftar en ekki óvæntur bónus í formi gamaldags, sneisafullrar glerkrúsar af súkkulaðihúð- uðum kókostoppum, handskreyttum kransabitum og heimagerðu úrvalskonfekti. Þessi bragðmikla jólagjöf bjargar jólum í mínu húsi þegar gesti ber óvænt að garði og gleður sannarlega börnin smá, sem elska að seilast eftir smákökubita um hátíðirnar, en reyndar er sonur minn farinn að stóla á þennan gómsæta jólaböggul frænku sinnar, vitandi sem er að mamma hans gerir misheppnaðar og öllu bragð- verri mömmukökur. Nú hyllir undir hátíðirnar með tilheyrandi ára- mótaheitum og mig langar auðvitað að verða betri í öllu. Betri manneskja og duglegri húsmóðir. Tína berjaflóru að hausti til að sjóða í ljúffengt sultu- tau, gera framandi marmelaði úr alls kyns aldin- um, finna sprek til að stinga í karamellugljáð epli, baka enskar jólakökur sem ég staupa með koníaki allt haustið, handgera marsipandrumba og súkk- ulaðitrufflur, og baka kynstrin öll af smákökum og jólatertum, þar sem jólamerkimiðar pakkanna eru úr piparkökum og jólakortin fléttuð heima- tilbúnum hnetukaramellum. Þá þykist ég viss um að skora hærra um jól hjá börn- unum, pabba þeirra og ekki síst sjálfri mér, að ógleymdum þeim sem fengju frá mér hjartans persónulega pakka og dáð- ust svo mjög að innihaldinu. Má ég samt koma með eina tillögu? Gefum þessar matargjafir frekar á aðventunni og njótum þeirra saman á huggulegasta tíma ársins. Kannski bara barnaskapur og vanþakklæti að láta svona, því ég vil síst missa af matargjöfinni glæstu, en það er ekki nærri eins gaman að fá jólagjöf sem aðrir klára og gufar upp í munnum gesta. Ekki einu sinni þótt persónuleg sé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.