Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 52
 13. nóvember 2010 LAUGAR-2 Sonur Birgittu og Benedikts Einarssonar er Víkingur Brynj- ar sem senn sér hylla undir eins og hálfs árs afmæli sitt. „Móður- hlutverkið er það besta í heimi og ekki til nógu falleg lýsingarorð yfir tilfinninguna. Þótt vinir hafi sagt mér hversu yndislegt það er að verða foreldri er engin leið að lýsa því; maður verður bara að leyfa því að koma á óvart,“ segir Birgitta sem glöð vildi fagna meira barnaláni. „En það er erfitt að plana barn- eignir því börn eru svo mikil kraftaverk og ekki á færi neins að gefa út yfirlýsingar um að ætla að eignast svo og svo mörg börn. Vonandi gefur Guð mér fleiri börn og ef hann gerir það verð ég ofsalega glöð því barnalán er aldrei sjálfgefið,“ segir Birgitta af skynsemi. Dagar Birgittu einkennast af annríki því hún vinnur að örþátt- unum Fyrstu skrefin á mbl.is. „Þar heimsæki ég barnafjöl- skyldur og kynni mér alls kyns fróðleik um börn og uppeldi. Ég ákvað að slá til því mér finnst gaman að prófa nýja hluti og tak- ast á við framandi áskoranir svo maður festist ekki í því sama,“ segir Birgitta sem einnig kennir söng í Kvikmyndaskóla Íslands og leggur stund á söngkennaranám í Kaupmannahöfn, þaðan sem hún útskrifast næsta vor. „Í náminu hef ég tileinkað mér complete vocal-tækni og hlakka til að fá alþjóðleg kennararétt- indi sem gera mér kleift að starfa um allan heim. Tónlist verður alltaf ríkjandi í mínu lífi og ég vildi óska að ég hefði lært þetta fyrr. Þá hefði ég trúlega slopp- ið við alla þá hæsi sem elti mig á röndum þegar ég vann sem mest í söngnum,“ segir Birgitta sem tekur ekki þátt í jólaslag tónlist- armanna um þessi jól. „Ég reikna ekki með að fara í gang aftur strax. Mér finnst svo yndislegt að vera mamma að ég tími ekki að fara á milljón út um allt. Það var ofsalega skemmti- legur tími þegar frægðarsólin skein hæst og mér finnst ég hepp- in að hafa upplifað það allt, en ég sakna þess ekki döpur í hjarta heldur hugsa til þess hversu mik- ill draumur sá tími var. Þegar maður er kominn með fjölskyldu og í allt annan gír sé ég mig ekki fara í nákvæmlega sama pakk- ann aftur. Ég fæ því ekki fiðring að stíga á sviðið um helgar því hjarta mitt er á öðrum stað núna, þrátt fyrir að ég elski að syngja,“ segir Birgitta sem núorðið getur gengið um göturnar óáreitt. „En mér finnst alltaf jafn æðislegt þegar einhver kemur og spjall- ar vegna þess að hann man eftir mér og hef aldrei litið á það sem ónæði,“ segir hún einlæg og sæl með tilveruna. „Mér finnst dásamlegt að vera gift kona og móðir, en gat ekki ímyndað mér hversu mikla gleði það færði mér. Frá því ég man eftir mér hef ég unnið mikið og sá hlutverk heimavinnandi hús- mæðra sem leiðinlegt starf. Í dag sé ég hvað þær eru heppnar að geta verið heima með börnum því slíkt er ekkert sjálfsagt og maður þarf að eiga fyrir því. Sem hús- móðir á ég sjálf ágætis takta þótt ég baki ekki á hverjum degi, en nú þegar kólnar og skammdegið ríkir finnst mér fátt indælla en að fá bökunarilm í húsið.“ thordis@frettabladid.is Nemendur í fataiðndeild Tækni- skólans standa fyrir tískusýningu í Tjarnarbíói í kvöld en nemendur úr hársnyrtideild og ljósmynda- deild skólans leggja hönd á plóg. „Við erum 33 nemendur úr fataiðndeild sem tökum þátt. Hársnyrtinemarnir sjá svo um greiðslur og ljósmyndanemarnir um myndatökur. Fyrirsæturnar eru síðan margar frá Elite Model Management og munu nemend- ur Airbrush & Makeup School sjá um förðun. Þetta er því umfangs- mikið samstarf sem allir hagnast á enda geta fyrirsæturnar fengið myndir í möppurnar sínar sem og allir hinir,“ segir María Nielsen einn af fjórum skipuleggjendum. Tískusýningin er lokaviðburður- inn á Unglist og er unnin í sam- starfi við Hitt húsið. María lofar fjölbreyttri sýningu en nemend- ur koma ýmist úr kjólasaums- eða klæðskeradeild. „Það verða því bæði kvenmanns- og karl- mannsföt á pöllunum.“ Sýningin hefst klukkan 20 og er aðgangur ókeypis. Umfangsmikið samstarf Uppskeruhátíð fataiðndeildar Tækniskólans er í kvöld og fá nemendur í kjóla- og klæðskeradeild að sýna hvað í þeim býr með dyggri aðstoð nemenda úr öðrum deildum. Pils og toppur eftir Helgu Jóakimsdóttur. Svartur kögur- kjóll eftir Elísa- betu Maren. Stuttbuxur og toppur eftir Björgu Gunnars- dóttur. Slá úr þæfðri ull og blúndu eftir Maríu Nielsen. Skipuleggjendur sýningarinnar lögðu lokahönd á flíkurnar sínar í gær en alls munu 33 fataiðnnemar taka þátt. Frá vinstri: Elísabet Maren Guðjónsdóttir, Helga Jóakims- dóttir, Björg Gunnarsdóttir og María Nielsen. FRÉTTABLAIÐ/GVA Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16 NÝJAR VÖRUR Úlpur – Kápur Hanskar – Hattar – Húfur Stór sending af ullaryfi rhöfnum ULL • VATT • DÚNN Birgitta vinnur að örþáttunum Fyrstu skrefin á mbl.is. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. Húnvetnsk messa verður í Dómkirkjunni á sunnudaginn klukkan 14. Sr. Sveinbjörn Einarsson sóknarprestur á Blönduósi predikar, kór Þingeyrarklaustursprestakalls syngur undir stjórn Sigrúnar Grímsdóttur og Sólveigar S. Einarsdóttur organista. Framhald af forsíðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.