Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 78
46 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR K lukkan níu á köldum nóvembermorgni mælum við okkur mót á kaffihúsi í Vesturbænum, Gréta Einarsdóttir, Sigrún Einarsdóttir og blaðamaður Frétta- blaðsins. Yfir yljandi kaffibolla hefj- um við samtal um athyglisbrest og ofvirkni, taugaþroskaröskun sem talið er að fimm til tíu prósent barna séu með. „Strákurinn minn var rúmlega fjögurra ára þegar hann greind- ist með athyglisbrest. Þá hafði ég farið með hann til heimilislæknis og beðið hann um greiningu, því ég var farin að hugsa að annaðhvort væri eitthvað að mér eða honum. En það var stórt skref fyrir mig að stíga fram og biðja um greiningu, en eitthvað varð ég að gera, Kaffibolli á borði var ekki öruggur, hann gat verið floginn um koll hvenær sem væri,“ segir Sigrún og bætir við að sonurinn hafi verið greindur með athyglisbrest í kjölfarið. „Ég minn- ist að ég var mjög fordómafull í garð ofvirkni og prísaði mig sæla að hann væri ekki ofvirkur, en reyndar var hann greindur ofvirkur nokkrum árum síðar.“ Gott að tala við Jón Gnarr Sigrún var þá byrjuð að vera virk innan ADHD-samtakanna og stofn- aði í framhaldinu sjálfshjálparhóp fyrir foreldra barna með ADHD. „Í framhaldinu kynntist ég betur reynslusögum foreldra og hvað þeir höfðu verið að glíma við. Ég fór þá líka að heyra sögur fullorðinna, ég tók til dæmis viðtal við Jón Gnarr sem hjálpaði mér að skilja betur mitt eigið líf,“ segir Sigrún sem síðar greindist með ADHD. Þekkingin á fylgifiskum ADHD setti ýmislegt í fortíðinni í samhengi. „Þegar ég var að vinna á kaffihúsi þá réð ég til dæmis ekki við það þegar fór að fjölga gestum, þá fór ég að verða hrædd, gat ekki munað hvort ég væri búin að taka við pöntunum. Í afmæli stóð ég mig að því að kynna mágkonu mína fyrir afa sínum, það semsagt slær allt saman hjá mér þegar ég er komin að streituþrösk- uldinum hjá mér. Þá ræð ég ekki við verkefnin,“ segir Sigrún sem hefur fundið sér farveg í dag í því að hún starfar sem ADHD markþjálfi og vinnur þannig með þeim sem eru ofvirkir og með athyglisbrest. Sömu sögu er að segja af Grétu Jónsdóttur. Hún er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og hefur unnið með mörgum sem eru með ADHD eða eiga börn með ADHD. Hún greind- ist sjálf fyrir þrettán árum. „Það bjargaði lífi mínu á þessum tíma að fá greiningu,“ segir Gréta sem hefur sökkt sér í fræðin í kringum ADHD síðan þá, og upplifað ýmsa fylgifiska greiningarinnar, því öll barna hennar eru með einhver ein- kenni ADHD, og þeirra mest fjórtán ára sonur hennar. 14 ára sonur ekki í skóla „Hann er góður pakki, fjórtán ára og hefur ekki verið í skóla síðan í október í fyrra, það treystir sér eng- inn til að hafa hann.“ Sonur Grétu er með það sem kallast mótþróa- þrjóska og lýsir sér í því að hann er á móti öllu sem stungið er upp á. „Ég kýs reyndar að líta á það sem svo að hann fari sínar eigin leiðir,“ segir Gréta sem segir afar mikil- vægt að einblínt sé á styrkleika og hæfileika í uppeldi og umönnun, og þá ekki síst ADHD-barna. Sonur Grétu datt snemma út af beinu brautinni og hefur afbrotafer- il á bakinu þrátt fyrir ungan aldur, sem ekki er óalgengt meðal barna sem eru með ADHD. „Vandamálin hjá honum byrj- uðu um níu ára aldur, það var alltaf verið að skamma og banna og eins og raunin verður oft með þessi börn þá fá þau bara að heyra neikvæða hluti. Núna er staðan hjá honum þannig að eftir að hafa verið rekinn úr tveimur skólum fær hann fjög- urra tíma kennslu á viku. Hann tók reyndar þátt í sérhæfðu úrræði sem boðið var upp á í Hafnarfirði síðasta vetur en það stóð bara yfir í hálft ár,“ segir Gréta sem segir marga ADHD-krakka enda í jaðarhópum. „Þar fá þau að vera þau sjálf.“ Of mikil áhersla á lyf Bæði Gréta og Sigrún eru gagnrýn- ar á þá áherslu sem er á lyfjagjöf til barna með ofvirkni og athygl- isbrest. „Við erum ekki endilega á móti lyfjum, en viljum bara gjarn- an benda á aðrar lausnir fyrir for- eldra og skólakerfið,“ segir Gréta. „Og margir foreldrar missa kjark- inn og leita þá ekki annarra leiða en lyfja,“ bætir Sigrún við. Til að bæta úr þessu ætla þær að standa fyrir málþingi næsta föstu- dag sem ber heitið: Hvernig getur ADHD-barnið náð stjórn og ein- beitingu án lyfja? sem nánar má fræðast um á heimasíðu þeirra lifdulifinu.is. „Á þeim þremur árum sem ég hef unnið með foreldrum ADHD- barna hef ég ekki hitt neina sem bent hafa á aðra lausn en lyf,“ segir Gréta sem gagnrýnir mjög þá for- dóma sem börn með ADHD þurfa að berjast við. „Við verðum að ein- blína á hæfileika einstaklingsins, ef við finnum þá og eflum og hvetjum einstaklingana þá taka þeir miklum framförum.“ Sigrún tekur undir það og bend- ir á að sonur hennar, sem nú er á unglingsaldri, hafi blómstrað eftir að hann komst að í Norðlingaskóla þar sem einstaklingsmiðuð kennsla og umburðarlyndi hafi gert syni hennar ótrúlega gott. Sveigjanleikinn skiptir máli „Hann fann mjög til vanmáttar síns áður en hann skipti um skóla en þá gekk honum illa bæði félags- lega og námslega. Við foreldrarnir trúðum því að við gætum tekist á við þetta án lyfja og með sálfræð- ingi unnum við með félagslega þátt- inn. Og núna gengur honum líka vel í náminu. Skólinn hreinlega dansar með honum, það er æðislegt,“ segir Sigrún sem nefnir sem dæmi að þar sé ekki amast við því að hann fái að vera með heyrnartól og hlusta á tón- list þegar hann er að vinna, slíkur sveigjanleiki geti skipt miklu máli þegar um sé að ræða börn með ADHD. Vegna þess að bæði Sigrún og Gréta hafa viljað bregðast við ADHD með öðrum hætti en lyfj- um hafa þær litið í kringum sig eftir annars konar úrræðum. Sig- rún hefur breytt um mataræði. „Við erum reyndar svolítið sveigjanleg en reynum að borða hollan og góðan mat. Við höfum haldið einkennum hjá dóttur minni sjö ára í skefjum með mataræðinu,“ segir Sigrún sem ætlar sér að draga á langinn að fá greiningu fyrir dóttur sína. „Ég vil nefnilega horfa á einstaklinginn frekar en ástandið.“ Gréta hefur mikið unnið með aðferð sem kallast hjartanærandi uppeldi, sem snýst um markvissa hvatningu, nokkuð sem hún hefur tröllatrú á. „Það skiptir öllu máli að finna styrkleika og hæfileika ein- staklinganna,“ segja þær að lokum. Við erum ekki endilega á móti lyfj- um, en viljum bara gjarnan benda á aðrar lausnir Hvatningin er mikilvægust GRÉTA OG SIGRÚN Markviss hvatning getur ráðið úrslitum fyrir ADHD-börn segja þær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ➜ Athyglisbrestur og ofvirkni Athyglisbrestur og ofvirkni, oft kallað ADHD í daglegu tali, er taugaþroska- röskun sem kemur yfirleitt fram eða fyrir sjö ára aldur og getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun. Athyglisbrestur og ofvirkni er óháð greind. ADHD er alþjóðleg skammstöfun og stendur fyrir „Attent- ion Deficit Hyperactivity Disorder“ eða athyglisbrest og ofvirkni. ➜ Algengi/tíðni ADHD Nýjar rannsóknir sýna að 5-10 prósent barna og unglinga glíma við ofvirkni. Í hópi barna með ADHD eru þrír drengir á móti hverri einni stúlku. ➜ Hvað veldur ADHD? Orsakir ADHD eru líffræðilegar. Rannsóknir benda til að orsaka sé að leita í truflun í boðefnakerfi heila á stöðum sem gegna mikilvægu hlutverki í stjórn hegðunar. Talið er að erfðir útskýri 75-95 prósent einkenna. ➜ Hvernig lýsa ADHD-einkennin sér? Athyglisbrestur kemur fram í því að barnið eða unglingurinn á erfitt með að einbeita sér að viðfangs- efnum sínum. Hreyfióróleiki lýsir sér þannig að börnin eiga erfitt með að sitja kyrr. Hvatvísi kemur þannig fram að börn eiga erfitt með að bíða, þau grípa fram í og ryðjast inn í leiki og samræður annarra. Heimild: Vefur ADHD-samtakanna, www.adhd.is. HVAÐ ER ADHD? Þær Gréta Einarsdóttir og Sigrún Einarsdóttir greindust báðar með ADHD á fullorðinsárum og segja greininguna hafa verið mikinn létti. Þær eiga einnig börn sem glíma við ofvirkni og at- hyglisbrest en að þeirra mati er of mikil áhersla á lyfjagjöf þegar kemur að úrræðum í glímunni við ADHD. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við þær. Opnunartímar á Skíðasvæðunum í vetur: Virkir dagar: kl. 14.00–21.00 Helgar: kl. 10.00–17.00 Upplýsingasími 530 3000 ÞAÐ ER OPIÐ Í BLÁFJÖLLUM UM HELGINA PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 02 82 0 skidasvaedi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.