Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 10
10 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR ATHAFNAVIKA: Frumkvöðlar í sviðsljósið NÝSKÖPUN Alþjóðlega athafnavikan hefst á mánudaginn og stendur til laugardagsins kemur. Um 50 aðil- ar taka þátt í viðburðum vikunn- ar sem munu eiga sér stað um land allt. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis, segir framtak- ið afar mikilvægt fyrir þau fjöl- mörgu fyrirtæki sem séu að stíga sín fyrstu skref og það gefi frum- kvöðlastarfsemi nauðsynlega vít- amínsprautu. „Þetta er mjög jákvætt í allri nei- kvæðninni,“ segir Guðbjörg Edda. „Þetta sýnir að fólk getur feng- ið mörgu áorkað í dag þrátt fyrir árferðið og vilji er í raun allt sem þarf.“ Guðbjörg Edda segir margt jákvætt hafa átt sér stað hvað varðar stuðning við sprotafyrir- tæki á síðustu árum, en alltaf megi gera betur. Mikil gróska sé í frum- kvöðlastarfsemi í landinu og nauð- synlegt sé að styðja við þennan hluta markaðarins til þess að fyrir- tækin nái að dafna og festa rætur. „Fjármagnið hefur alltaf verið erfitt og það er sennilega enn þá erfiðara núna,“ segir hún. „Ef hægt væri að koma á föstu styrkjakerfi til þess að styðja við þau fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref á markaðnum myndi það breyta miklu.“ Jónas Björgvin Antonsson, fram- kvæmdastjóri Gogogic, tekur undir orð Guðbjargar Eddu og segir Athafnavikuna mikilvæga áminn- ingu um að möguleikarnir til sköp- unar í samfélaginu séu margir. „Þetta minnir fólk á að það er þetta „eitthvað annað“ sem er til,“ segir Jónas. „Það felst fyrst og fremst í því að einhver þarna úti tekur sig til og ákveður að gera eitthvað annað.“ Jónas segir að stóra skrefið í átt til nýsköpunnar sé að taka ákvörð- unina og láta verða af hlutunum og það sé ekki nóg að tala bara við eldhúsborðið. Hann segir umhverf- ið á Íslandi vera jákvætt til frum- kvöðlastarfssemi. „Það á að hrósa því sem vel er gert. Eins að það er auðvelt að hefj- ast handa og það er svakalega mik- ilvægt,“ segir Jónas. „Auðvitað tekst ekki allt en það er athafna- semin sem er svo mikilvæg. Það orkar allt tvímælis þá gert er. Maður getur aldrei horft í baksýn- isspegilinn og sagt: Þetta voru klár- lega mistök.“ sunna@frettabladid.is Ekki nóg að tala við eldhúsborðið Athafnavikan hefst á mánudag og stendur til laugardags. Yfir 50 aðilar taka þátt í framtakinu. Mjög jákvætt í allri neikvæðninni, segir forstjóri Actavis. Minnir fólk á að það er „eitthvað annað til“, segir framkvæmdastjóri Gogogic. FRAMKVÆMDASTJÓRI GOGOGIC Jónas Björgvin Antonsson segir Athafnavikuna minna á að möguleikarnir til sköpunar séu margir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Actavis Saga lyfjafyrirtækisins Actavis á Íslandi nær allt aftur til ársins 1956 þegar Pharmaco, forveri Actavis, var stofnað. Pharmaco var í upphafi innkaupa- samband en strax árið 1960 var hafin framleiðsla á lyfjum hjá fyrirtækinu. Nú starfa um 700 manns hjá lyfjafyrirtækinu Actavis og stærstu markaðir þess er Bandaríkin og Þýskaland. Actavis stendur nú í stórræðum og er fyrirtækið að leggja lokahönd á stækkun verksmiðjunnar í Hafnarfirði um helming. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdunum fyrir lok þessa árs og hefur stækkunin kallað á um 50 aukastörf. Gogogic Tölvuleikjafyrirtækið Gogogic var stofnað af Jónasi Björgvin Antonssyni, Sig- urði Eggert Gunnarssyni og Guðmundi Bjargmundssyni árið 2006. Þeir vildu koma á fót nýrri framleiðslu í tölvuleikjaiðnaði og hófu starfsemina á því að framleiða meðal annars hugbúnað, vefsíður og tölvuleiki. Gogogic fékk stóran styrk frá tölvuleikjasamtökum Norðurlanda í fyrra og nú vinna um 40 manns hjá fyrirtækinu. Saga tveggja fyrirtækja Actavis prentar út og gefur öllum gestum og þátttökuaðilum Athafnavikunn- ar litla bók sem ætluð er til þess að skrá niður hugmyndir og hjálpa fólki að koma þeim í framkvæmd. Bókin er smá í sniðum og er prentuð í tugum þúsunda eintaka. Allir bæjarstjórar landsins, ráðherrar, formenn stjórnmálaflokka, athafna- fólk og fjölmiðlamenn munu fá Athafnateygjuna afhenta í upphafi Alþjóð- legu athafnavikunnar á Íslandi. Það er í þeirra höndum að koma teygjunni áfram og er markmiðið að sem flestir Íslendingar fái teygju í komandi viku. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fær fyrstu teygjuna afhenta við setningar- hátíð Athafnavikunnar á mánudaginn í Nauthóli klukkan 17. Nánari upplýsingar um Athafnateygjuna má finna á www.athafnateygja.is Bækur og armbönd til athafna Screwpull 40% 40% 30% 20% 20% 20% 20% 20% 20% 20% 20% 20% 20% 30% Klingjum inn jólin Öll gjafavara og smávara á 20-40% afslætti. Aðeins um helgina. Flott hönnun, fágað handbragð. Skeifan 8: Laugardag: 11-15 Sunnudag: 13-18 Kringlan: Laugardag: 10-18 Sunnudag: 13-18 FORSTJÓRI ACTAVIS Guðbjörg Edda Eggertsdóttir segir framtakið afar jákvætt í allri neikvæðninni sem ríkir í samfélag- inu í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.