Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 16
16 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Fyrstu svör forsætisráðherra við sérfræðingaáliti um húsnæðisskuldirnar voru þau að allir kostir sem þar eru nefndir kæmu til greina. Eftir því að dæma gætu Samfylking, Framsóknarflokkur, vinstri armur VG og Hreyfingin myndað meiri- hluta um almenna afskrift skulda í samræmi við fyrirheit forsætis- og dómsmálaráðherra frá í október. Málið er þó ekki svo einfalt því fjármálaráðherra var varfærinn í yfirlýsingum. Sama má segja um varaformann Sjálfstæðisflokksins. Það er í samræmi við þá blönduðu leið sem efnahagstillögur flokks- ins gera ráð fyrir. Eftir fyrsta sam- ráðsfund dró for- sætisráðherra síðan í land varð- andi almennar afskriftir. Næsta skref er að ríkisstjórn- in leggi fram til- lögu og leiti eftir breiðum stuðn- ingi við hana. Mikilvægt er að sú lausn verði ekki slitin úr tengsl- um við efnahagsmarkmiðin í heild eins og þau eru sett fram í AGS- áætluninni. Einar K. Guðfinns- son tók stöðu AGS-áætlunarinnar til umræðu í fyrirspurnartíma á Alþingi í byrjun vikunnar. Af því tilefni staðfesti forsætisráðherra að ríkisstjórnin hefði samþykkt gild- andi áætlun í byrjun ágúst. Aftur á móti upplýsti Lilja Mósesdóttir að vinstri armur VG vildi rjúfa sam- starfið frá næstu mánaðamótum. Þetta sýnir að ríkisstjórnin hefur ekki meirihluta í eigin röðum fyrir grundvelli efnahagsstefnunnar sem endurnýjaður var með sérstakri samþykkt í ríkisstjórninni fyrir þremur mánuðum. Þess vegna vill ríkisstjórnin samstarf við stjórnar- andstöðuna. Það samstarf er hins vegar marklaust nema það taki til markmiða AGS-áætlunarinnar í heild. Misvísandi viðbrögð Forsætisráðherra hefur mætt gagnrýni á aðgerð-ir í þágu heimilanna og á fjárlagafrumvarpið með endurteknum yfirlýsingum um breytingar á AGS-áætluninni sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst. Þau ummæli hljóta að hafa verið djúpt hugsuð því að öll frávik geta haft afdrifaríkar afleiðingar og hafa reyndar þegar gert það. Til marks þar um má nefna að Seðlabankinn upplýsti í síðustu viku að sá örlitli hagvöxtur sem í vændum er muni alfarið byggjast á einkaneyslu. Verðmætasköpun atvinnulífsins leggur þar ekkert til. Sveigjanleiki krónunnar hefur ekki dugað til að auka verðmæta- sköpun. Með öðrum orðum: Krón- an er hvorki lausn til bráðabirgða né lengri tíma. Þetta þýðir áfram- haldandi skuldasöfnun með venju- legum þrýstingi á krónuna. Stöðugleikinn í gengi krónunnar síðustu mánuði byggir í einu og öllu á höftunum og fjárhagslegri aðstoð AGS. Tilslökun í ríkisfjármálum gæti veikt þessa stöðu og kallað nýjan skuldavanda yfir heimilin. Markmiðið um að hverfa frá höft- unum ræðst einnig af árangri í rík- isfjármálum og reyndar er óvíst hvort það næst. Samstarfsverkefni efnahagsráð- herra með bönkunum og atvinnu- lífinu um skuldahreinsun lítilla og meðalstórra fyrirtækja byggir á festu í peningamálum og ríkisfjár- málum. Þá ráðast lánsfjármögu- leikar orkufyrirtækjanna til nýrra framkvæmda einnig í ríkum mæli af stöðu ríkissjóðs. Stöðugleiki á vinnumarkaði velt- ur svo á stöðugleika krónunnar. Víst er að frávik frá markmiðum AGS í ríkisfjármálum færa landið fjær því að geta gerst aðili að evr- ópska myntbandalaginu. Þessi dæmi sýna að ekki er unnt að taka eitt viðfangsefni út úr heild- arsamhenginu. Ganga verður út frá því að forsætisráðherra hafi á sam- ráðsfundunum kynnt hugmyndir sínar um endurmat og þessa stöðu í heild sinni fyrir stjórnarandstöðu- flokkunum. Ella væri samráðið leikaraskapur. Það merkilega er að ekkert af þessum þýðingarmiklu upplýsingum skuli hafa lekið út. Áhrif á önnur markmið Kjarni málsins er sá að allar leiðir til að leysa skuldavanda heimil-anna með frávikum frá efnahagsmarkmiðum AGS-áætl- unarinnar, sem ríkisstjórnin sam- þykkti í ágúst, búa til meiri vanda og hættu á nýju gengisfalli og skuldaflóði. Óþol þjóðarinnar er afleiðing af því að ríkisstjórnin hefur ekki nægan skilning í eigin þingliði fyrir þessu sjónarmiði og virðist ráðvillt af þeim sökum. Þennan hnút má hins vegar leysa ef samráði verður breytt í samninga. Fjármálaráðherra vill fylgja áætlun AGS í ríkisfjármálum. Verkurinn er að hann hefur ekki þingmeirihluta fyrir þeim áform- um óbreyttum. Formaður Sjálf- stæðisflokksins vill orkunýtingu, erlenda fjárfestingu, skattaráð- stafanir til að örva atvinnulífið og sáttaniðurstöðuna í sjávarútvegi en hefur ekki þingmeirihluta fyrir þeim sjónarmiðum. Utanríkisráð- herra vill nýja mynt en hefur ekki þingmeirihluta til að ljúka samn- ingum við Evrópusambandið. Ef þessir þrír áhrifaríku for- ystumenn Alþingis væru reiðu- búnir til að styðja málefni hver annars væri Íslandi borgið. Eng- inn veit hvort vilji þeirra stend- ur til þess. Hitt er ljóst að ekkert slíkt getur gerst nema á grund- velli jafnra áhrifa og jafnrar ábyrgðar. Steingrímur, Bjarni, Össur Þ rátt fyrir alla grænu, endurnýjanlegu orkuna sem við erum svo dugleg að segja útlendingum frá er Ísland í hópi þeirra landa sem losa mest af gróðurhúsaloftteg- undum á mann og brenna mestri olíu. Ástæðnanna er að leita bæði í aðstæðum okkar og lífsstíl. Við rekum óvenjulega stóran fiskiskipaflota, eigum mörg farskip og millilandaflugvélar. Færri þjóðir eiga stærri eða eyðslu- samari bílaflota miðað við mann- fjölda og við ökum langar vega- lengir í strjálbýlu landi. Veðrið hefur svo kannski eitthvað með það að gera að við gerum minna af því að ganga, hjóla og taka strætó en margar frænd- og nágrannaþjóðir. Þótt útblástur frá Íslandi vegi kannski ekki þungt í heildarlosun heimsbyggðarinnar, ber hvert ríki – og raunar hver einstaklingur – sína ábyrgð á loftslagsbreytingum af manna- völdum. Ábyrgð hvers Íslendings er býsna mikil. Í nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum eru sett metnaðarfull markmið um að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda á næstu árum og áratugum. Ríkisstjórnin hyggst meðal annars leggja á kolefnisgjald, sem beini orkunotkun frá jarðefna- eldsneyti og yfir í vistvænni orkugjafa. Þá hefur hún samþykkt frumvarp um breytingu á álagningu vörugjalds á bifreiðar, sem mun taka mið af útblæstri og hvetur fólk til að kaupa sparneytna, vistvæna bíla. Ennfremur verða allt að hundrað þúsund krónur af vörugjaldi eldri bíla, sem breytt verður í metanbíla, endurgreitt. Þannig er ætlunin að flýta metanvæðingu bílaflotans. Stefnt er að því að finna fiskiskipaflotanum nýja orkugjafa og tilraunir eru hafnar með vinnslu lífeldsneytis fyrir skipavélar, svo dæmi séu nefnd. Í umræðum um loftslagsmál er oft látið í veðri vaka að aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þýði hömlur á hag- vöxt og minni lífsgæði. Þetta var lengi viðkvæðið hjá bandarískum stjórnvöldum, sem töldu að hömlur á losun myndu koma niður á atvinnulífi Bandaríkjamanna, til dæmis bílaiðnaðinum, og að kjör almennings kynnu að skerðast við það að þurfa að kaupa sér neyzlu- grennri bíla og eyða minna rafmagni í loftkælingu. Viðhorfin vestra eru reyndar byrjuð að breytast. Margir átta sig á því að nauðsyn þess að draga saman útblástur eiturlofttegunda er drifkraftur þróunar og nýsköpunar, sem skapar hagvöxt. Það sama á að sjálfsögðu við hér. Ríkisstjórnin hyggst nú styðja við rannsóknir og nýsköpun í loftslagsmálum í auknum mæli. Mörg sprotafyrirtæki vinna að orkusparandi og vistvænni tækni. Hún getur skapað störf og orðið útflutningsvara, rétt eins og þekking Íslendinga á sviði jarðhita. Verkefnisstjórnin, sem gerði aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar, telur að óvíða séu meiri möguleikar til bindingar kolefnis úr loftinu með skógrækt og landgræðslu en hér á landi. Í þeim verkefnum, sem eru hluti af áætluninni, felast líka tækifæri til að auka land- gæði Íslands og þar með lífsgæði þjóðarinnar. Í loftslagsmálunum höfum við flest að vinna og litlu að tapa. Við eigum að axla þá ábyrgð, sem okkur ber. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda getur haldizt í hendur við hagvöxt og bætt lífsgæði. Mikil ábyrgð Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.