Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 88
 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR56 timamot@frettabladid.is 56 Svokallað brjóstaball verður hald- ið í Iðnó í kvöld. Heiti dansiballsins er dregið af því að ágóðinn fer allur í styrktarsjóð vegna rannsókna hér á landi á brjóstakrabbameini. Það er grasrótarfélagið Göngum saman sem stendur að ballinu í Iðnó. Þar er aðalsprautan hún Gunnhildur Óskarsdóttir, dósent við HÍ. „Við höfum hingað til aflað fjár með styrktargöng- um og söluvarningi en fannst skemmti- legt að brydda upp á einhverju nýju,“ segir hún. „Það er fallegt haustþema að halda fínt dansiball þar sem fólk mætir prúðbúið og dansar svo af hjartans lyst undir tónum frá fínustu hljóðfæraleik- urum sem allir gefa vinnu sína. Hljóm- sveitin Melchior byrjar samkvæmið á sínum ómþýðu tónsmíðum, þá stígur gullaldarrokkbandið Fimm á Richter á svið og síðan mun Andrea Jóns taka við kyndlinum og sjá um að halda fólki á gólfinu.“ Gunnhildur afhenti nýlega, fyrir hönd félagsins Göngum saman, styrki að upphæð alls fimm milljónir króna. Þeir voru veittir í minningu um Krist- björgu Marteinsdóttur en hún lést af völdum brjóstakrabbameins 11. nóvem- ber í fyrra, tæplega 45 ára gömul. Styrkina hlutu Bylgja Hilmarsdóttir doktorsnemi, Guðrún Birna Jónsdótt- ir meistaranemi, dr. Helgi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir, og dr. Rósa Björk Barkardóttir prófessor, vegna rannsókna sinna á brjóstakrabbameini. „Verkefnin sem þetta fólk er að vinna að eru öll þörf og við í félaginu Göng- um saman viljum leggja þeim lið og eiga þátt í því að varða leiðina í átt að lækningu. Það skiptir svo miklu máli,“ segir Gunnhildur. Hún bætir við að félagið hafi á síð- ustu þremur árum veitt samtals 17 milljónir í grunnrannsóknir hér á landi á þeim vágesti sem brjóstakrabbinn er. Göngum saman byggir starf sitt á þátttöku almennings í styrktargöng- um og einnig frjálsum framlögum, að sögn Gunnhildar. Nú gefst fólki gott tækifæri til þess að sýna stuðning sinn við félagið í verki og skemmta sér í leiðinni með því að koma í hið fornfræga samkomuhús Iðnó við Tjörnina og dansa fyrir góðan málstað. „Við vonum bara að fólk mæti á dansskónum, blandi geði við aðra og skemmti sér,“ segir Gunnhildur og bætir við. „Það styrkir verðugt mál- efni í leiðinni.“ gun@frettabladid.is FÉLAGIÐ GÖNGUM SAMAN: HELDUR BRJÓSTABALL Í IÐNÓ Í KVÖLD Dansað fyrir góðan málstað GUNNHILDUR Í HÓPI HLJÓÐFÆRALEIKARA Karl Roth úr Melchior, Gunnhildur, Steingrímur Guðmundsson, Hróðmar Sigurbjörnsson og Kristín Jóhannesdóttir, líka úr Melchior ásamt þremur félögum úr Fimm á Richter, þeim Benedikt Elfari, Guðjóni Hilmarssyni og Þórhalli Andréssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SR. SOLVEIG LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR er 56 ára í dag. „Hvort sem við skynjum lífsreynslu okkar bjarta eða dimma á þessari stundu, þá er hún, þrátt fyrir allt, mikill fjársjóður.“ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún H. Ólöf Ólafsdóttir Benitez Svölutjörn 48, Reykjanesbæ, lést á Garðvangi 9. nóvember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 18. nóvember kl. 13.00. Robert E. Benitez Stefán Karl Jónsson Helga Róbertsdóttir Sigríður E. Jónsdóttir Ólafur Reynir Snorrason Friðrik Jónsson Árni Jónssson Christine Jónsson Clara Louisa B. Róbertsdóttir Christina Moore John Moore Kimberly A. Lynch Matthew Lynch barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Kristófers Þorgeirssonar Dvalarheimilis aldraðra, Borgarnesi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk dvalarheimilisins fyrir einstaka umönnun. Ólína Jóhanna Gísladóttir Björg Hólmfríður Kristófersdóttir Þórður B. Bachmann Gísli Kristófersson Þóra Ragnarsdóttir Þorgeir Kristófersson Inga Pétursdóttir Einar Kári Kristófersson Kolbrún Karlsdóttir afa- og langafabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðborgar Siggeirsdóttur Kirkjulundi 8 (áður Álfhólsvegi 28a). Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Holtsbúðar Garðabæ fyrir frábæra umönnun og nærgætni í veikindum Guðborgar á undanförnum árum. Rannver Stefán Sveinsson Sigurjón Sveinn Rannversson Fjóla Finnsdóttir Guðrún Magnea Rannversdóttir Snorri Snorrason Katla Björk Rannversdóttir Kristján Albert Eiríksson Birna Mjöll Rannversdóttir Arnfinnur Daníelsson barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðmundu H. Bjarnadóttur frá Dalsmynni á Kjalarnesi, Hringbraut 50, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Grund við Hringbraut og starfsfólki á deild B-2 á Landspítalanum í Fossvogi, fyrir góða umönnun og þægilegt viðmót. Álfdís Ingvarsdóttir Sigurbergur Hauksson Þorsteinn Ingvarsson Sombat Prasarn Gréta Ingvarsdóttir Jón Björnsson Ólafur Ingvarsson Hulda Stefánsdóttir Atli Ingvarsson Lilja Hallbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts Kristmundar Guðmundssonar. Sérstakar þakkir fær starfsfólk E-deildar sjúkrahúss Akraness. Salvör Ragnarsdóttir Rósa Kristmundsdóttir Óskar John Bates Friðbjörg Kristmundsdóttir G. Birkir Sveinsson Anna Kristmundsdóttir Bryndís, Ása Björg og Salvör Valgeirsdætur, Bjarki og Hjalti Guðlaugssynir, Marta Ottósdóttir. Valgeir Rafn, Halla Salvör og Birkir Orri. Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Eddu Snorradóttur frá Þórshöfn, Núpalind 4, Kópavogi. Þorkell Guðfinnsson Snorri Hafsteinn Þorkelsson Björg Skúladóttir Guðfinnur Helgi Þorkelsson Jóhanna Þorkelsdóttir Edda Björg Snorradóttir Elín Salka Snorradóttir Guðrún Helga Guðfinnsdóttir Þorkell Máni Guðfinnsson Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs manns míns, föður okkar, bróður og afa, Hauks Kristjánssonar fyrrum tæknifræðings, Aragötu 12, 101 Reykjavík. Hildur Hafstað Sigríður Helga Hauksdóttir Hafrún Hauksdóttir Áslaug Kristjánsdóttir Petra Kristjánsdóttir Erlingur Kristjánsson Vilhjálmur Kristjánsson og barnabörn Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.