Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 109

Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 109
LAUGARDAGUR 13. nóvember 2010 77 Íslenska dans-stuttmyndin Retrograde hefur verið valin á kvikmyndahátíðina Cinedans í Amsterdam í Hollandi sem fer fram 9. til 12. desember. Hátíðin er ein sú stærsta í Evrópu sem sér- hæfir sig í dansi. Myndin verður einnig sýnd á smærri hátíð í Vín- arborg í lok nóvember. „Það er mjög mikill heiður að hafa komist þarna inn. Við erum rosalega ánægð með þetta,“ segir leikstjórinn Júlíanna Lára Stein- grímsdóttir. Myndin varð til sem hliðarafsprengi af danssýningunni Aftursnúið sem Menningarfélagið setti upp hjá Leikfélagi Akureyrar í vor. Tónlist myndarinnar er eftir Lydíu Grétarsdóttur og danshöf- undar voru Ásgeir Helgi Magnús- son og Inga Maren Rúnarsdóttir. Júlíanna sá einnig um myndatöku, klippingu, búninga og sviðsmynd. „Við erum að spá í sorgarferl- ið í þessari mynd og hvernig fólk reynir að komast á réttan kjöl eftir áfall. Við tökum fyrir fimm stig sorgarferlisins og vinnum með það, bæði í sýningunni og svo aftur í stuttmyndinni,“ segir Júlíanna, sem gekk til liðs við Menningarfé- lagið eftir að hafa stundað nám í London. Retrograde var útskrift- arverkefni hennar þaðan. - fb Íslensk dansmynd til Hollands JÚLÍANNA LÁRA STEINGRÍMSDÓTTIR Júlíannna leikstýrir dans-stuttmyndinni Retrograde sem hefur verið valin á kvikmyndahátíð í Hollandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Jim Carrey hætti við að leika þybbnu persónuna Curly í kvik- myndinni Three Stooges sökum þess að hann óttaðist að þyngdar- aukningin myndi hafa varanleg áhrif á heilsu hans. Búið var að ráða Sean Penn og Benicio del Toro í myndina en nú er gerð hennar í miklu uppnámi. Carrey segist hafa óttast um líf sitt. „Þegar maður er ungur þá getur maður kannski leyft sér eitthvað svona. En ekki á mínum aldri. Ég reyndi að þyngj- ast og bætti strax á mig nokkrum kílóum. En ég áttaði mig líka á því að ég yrði lengi að ná þessum kíló- um af mér og ég varð smeykur um að líkaminn myndi ekki þola álag- ið. Ég myndi bara deyja úr hjarta- áfalli,“ segir Carrey. Carrey hræddur ENGIN AUKAKÍLÓ Jim Carrey var hræddur um líf sitt og hætti þess vegna við að bæta á sig nokkrum kílóum fyrir kvikmyndahlutverk. NORDICPHOTOS/GETTY Tónlist ★★★ 2.0 Tryggvi Hübner Traustur og til- gerðarlaus Tryggvi Hübner er einn af fremstu gítarleikurum Íslands. Hann hefur bæði verið í hljómsveitum eins og Eik og Cabaret og spilað með Megasi, Bubba, Rúnari Júl og mörgum fleiri. 2.0 er önnur sólóplata Tryggva, en sú fyrri Betri ferð kom út árið 1995. Á 2.0 eru ellefu lög. Níu fyrstu eru frumsam- in og án söngs, en þau tvö síðustu eru blússlagarinn Need Your Love So Bad sem Sara Blandon syngur og Free-lagið Wishing Well sem félagi Tryggva úr Eikinni Sigurður Sigurðsson syngur. Sigurður var atkvæðamikill rokksöngvari á árum áður og var m.a. í hljóm- sveitunum Tívolí og Íslenskri kjöt- súpu. Gaman að heyra í honum á nýjan leik. 2.0 er tilgerðarlaus og vönduð plata frá flinkum tónlistarmanni. Tryggvi byrjar plötuna rólega á klassískum gítar, en færir sig svo yfir á rafmagnsgítarinn. Tryggvi er sérstaklega melódískur og lipur gítarleikari og ætti ekki að valda aðdáendum sínum vonbrigðum hér. Vonandi verður styttri bið í næstu plötu! Trausti Júlíusson Niðurstaða: Gítarsnillingurinn Tryggvi með melódíska og vand- aða plötu. Áströlsku danstónlistarmennirn- ir í Pendulum stíga á svið á Nasa í kvöld á vegum Techno.is. Pendul- um er að fylgja eftir sinni þriðju plötu, Immersion, sem kom út í maí. Hljómsveitin átti að koma til Íslands 8. október síðastliðinn en þurfi að fresta komu sinni vegna persónulegra aðstæðna. Þetta verður í fjórða sinn sem Pendul- um kemur til Íslands. Til Íslands í fjórða sinn PENDULUM Ástralarnir í Pendulum spila á Íslandi í fjórða sinn í kvöld. A L L S K O N A R Í S A M V I N N U V I Ð E N J O Y & 1 0 F I L M S K Y N N A G N A R R J Ó N G N A R R H E I Ð A K R I S T Í N H E L G A D Ó T T I R Ó T T A R P R O P P É E I N A R Ö R N B E N E D I K T S S O N Þ O R S T E I N N G U Ð M U D S S O N F R A M L E I Ð E N D U R S I G V A L D I J . K Á R A S O N & B J Ö R N Ó F E I G S S O N M E Ð F R A M L E I Ð A N D I R A F N R A F N S S O N H L J Ó Ð H Ö N N U N N I C O L A S L I E B I N G H L J Ó Ð U P P T A K A B O G I R E Y N I S S O N K V I K M Y N D A T A K A B J Ö R N Ó F E I G S S O N K L I P P I N G S I G V A L D I J . K Á R A S O N L E I K S T J Ó R I G A U K U R Ú L F A R S S O N F Y R S T A M Y N D I N Í Sýnd í Sambíóunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.