Fréttablaðið - 13.11.2010, Side 109
LAUGARDAGUR 13. nóvember 2010 77
Íslenska dans-stuttmyndin
Retrograde hefur verið valin á
kvikmyndahátíðina Cinedans í
Amsterdam í Hollandi sem fer
fram 9. til 12. desember. Hátíðin
er ein sú stærsta í Evrópu sem sér-
hæfir sig í dansi. Myndin verður
einnig sýnd á smærri hátíð í Vín-
arborg í lok nóvember.
„Það er mjög mikill heiður að
hafa komist þarna inn. Við erum
rosalega ánægð með þetta,“ segir
leikstjórinn Júlíanna Lára Stein-
grímsdóttir. Myndin varð til sem
hliðarafsprengi af danssýningunni
Aftursnúið sem Menningarfélagið
setti upp hjá Leikfélagi Akureyrar
í vor. Tónlist myndarinnar er eftir
Lydíu Grétarsdóttur og danshöf-
undar voru Ásgeir Helgi Magnús-
son og Inga Maren Rúnarsdóttir.
Júlíanna sá einnig um myndatöku,
klippingu, búninga og sviðsmynd.
„Við erum að spá í sorgarferl-
ið í þessari mynd og hvernig fólk
reynir að komast á réttan kjöl
eftir áfall. Við tökum fyrir fimm
stig sorgarferlisins og vinnum með
það, bæði í sýningunni og svo aftur
í stuttmyndinni,“ segir Júlíanna,
sem gekk til liðs við Menningarfé-
lagið eftir að hafa stundað nám í
London. Retrograde var útskrift-
arverkefni hennar þaðan. - fb
Íslensk dansmynd til Hollands
JÚLÍANNA LÁRA STEINGRÍMSDÓTTIR
Júlíannna leikstýrir dans-stuttmyndinni
Retrograde sem hefur verið valin á
kvikmyndahátíð í Hollandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Jim Carrey hætti við að leika
þybbnu persónuna Curly í kvik-
myndinni Three Stooges sökum
þess að hann óttaðist að þyngdar-
aukningin myndi hafa varanleg
áhrif á heilsu hans. Búið var að
ráða Sean Penn og Benicio del Toro
í myndina en nú er gerð hennar í
miklu uppnámi. Carrey segist hafa
óttast um líf sitt. „Þegar maður er
ungur þá getur maður kannski
leyft sér eitthvað svona. En ekki á
mínum aldri. Ég reyndi að þyngj-
ast og bætti strax á mig nokkrum
kílóum. En ég áttaði mig líka á því
að ég yrði lengi að ná þessum kíló-
um af mér og ég varð smeykur um
að líkaminn myndi ekki þola álag-
ið. Ég myndi bara deyja úr hjarta-
áfalli,“ segir Carrey.
Carrey hræddur
ENGIN AUKAKÍLÓ Jim Carrey var
hræddur um líf sitt og hætti þess vegna
við að bæta á sig nokkrum kílóum fyrir
kvikmyndahlutverk. NORDICPHOTOS/GETTY
Tónlist ★★★
2.0
Tryggvi Hübner
Traustur og til-
gerðarlaus
Tryggvi Hübner er einn af fremstu
gítarleikurum Íslands. Hann
hefur bæði verið í hljómsveitum
eins og Eik og Cabaret og spilað
með Megasi, Bubba, Rúnari Júl
og mörgum fleiri. 2.0 er önnur
sólóplata Tryggva, en sú fyrri Betri
ferð kom út árið 1995. Á 2.0 eru
ellefu lög. Níu fyrstu eru frumsam-
in og án söngs, en þau tvö síðustu
eru blússlagarinn Need Your Love
So Bad sem Sara Blandon syngur
og Free-lagið Wishing Well sem
félagi Tryggva úr Eikinni Sigurður
Sigurðsson syngur. Sigurður var
atkvæðamikill rokksöngvari á
árum áður og var m.a. í hljóm-
sveitunum Tívolí og Íslenskri kjöt-
súpu. Gaman að heyra í honum á
nýjan leik.
2.0 er tilgerðarlaus og vönduð
plata frá flinkum tónlistarmanni.
Tryggvi byrjar plötuna rólega á
klassískum gítar, en færir sig svo
yfir á rafmagnsgítarinn. Tryggvi er
sérstaklega melódískur og lipur
gítarleikari og ætti ekki að valda
aðdáendum sínum vonbrigðum
hér. Vonandi verður styttri bið í
næstu plötu!
Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Gítarsnillingurinn
Tryggvi með melódíska og vand-
aða plötu.
Áströlsku danstónlistarmennirn-
ir í Pendulum stíga á svið á Nasa í
kvöld á vegum Techno.is. Pendul-
um er að fylgja eftir sinni þriðju
plötu, Immersion, sem kom út í
maí. Hljómsveitin átti að koma til
Íslands 8. október síðastliðinn en
þurfi að fresta komu sinni vegna
persónulegra aðstæðna. Þetta
verður í fjórða sinn sem Pendul-
um kemur til Íslands.
Til Íslands í
fjórða sinn
PENDULUM Ástralarnir í Pendulum spila
á Íslandi í fjórða sinn í kvöld.
A L L S K O N A R Í S A M V I N N U V I Ð E N J O Y & 1 0 F I L M S K Y N N A G N A R R
J Ó N G N A R R H E I Ð A K R I S T Í N H E L G A D Ó T T I R Ó T T A R P R O P P É
E I N A R Ö R N B E N E D I K T S S O N Þ O R S T E I N N G U Ð M U D S S O N
F R A M L E I Ð E N D U R S I G V A L D I J . K Á R A S O N & B J Ö R N Ó F E I G S S O N M E Ð F R A M L E I Ð A N D I R A F N R A F N S S O N
H L J Ó Ð H Ö N N U N N I C O L A S L I E B I N G H L J Ó Ð U P P T A K A B O G I R E Y N I S S O N
K V I K M Y N D A T A K A B J Ö R N Ó F E I G S S O N K L I P P I N G S I G V A L D I J . K Á R A S O N L E I K S T J Ó R I G A U K U R Ú L F A R S S O N
F Y R S T A M Y N D I N Í
Sýnd í Sambíóunum