Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 24
24 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Síðastliðna daga hafa transfitu-sýrur í matvælum og áhrif þeirra á heilsu neytenda verið mikið til umræðu í kjölfar mælinga danska læknisins Steen Stender á magni transfitusýra í matvælum hérlendis. Að öðrum ólöstuðum er líklega hægt að segja að Stender sé sá sem hvað ötulast hefur unnið að því að vekja almenning til vitund- ar um áhrif neyslu á transfitusýr- um á heilsu manna. Í byrjun tíunda áratugarins komu fyrstu upplýsing- ar um skaðleg áhrif transfitusýra á heilsu fólks og Stender, þá for- maður manneldisráðs í Danmörku, beitti sér fyrir því að transfitusýr- ur væru bannaðar í matvælum þar í landi, með lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi. Það var þó ekki fyrr en áratug síðar að markmiðið náðist og Danir settu reglugerð sem bann- aði matvæli sem innihéldu hærra magn af transfitusýrum en sem nemur tveimur grömmum í hverj- um 100 grömmum af fitu, þá fyrst- ir þjóða. Transfitusýrur eru ákveðin gerð harðrar/hertrar fitu sem getur verið í matvælum frá náttúrunn- ar hendi en mun algengara er að transfitusýrur hafi myndast við meðhöndlun eða vinnslu fitu eða við mög háan hita í steikingu. Algeng- ast er að transfitusýrur myndist þegar ómettuð fita er hert að hluta, til að hún henti betur til matvæla- iðnaðar. Ástæða þess að þessi herta fita varð svo vinsæl í matvælaiðn- aðinum var sú að þær eru einfald- ar og ódýrar í framleiðslu og notk- un, gefa matvælum eftirsóknarvert bragð og útlit og endast lengi. Sem dæmi má nefna að þessi fita hent- aði vel til djúpsteikingar þar sem hægt var að nota sömu fituna oft áður en henni var fargað. Það eru því helst mat- væli s.s. djúpsteiktur skyndibiti, kex, kökur, örbylgjupopp o.s.frv. sem mest hætta er á að innihaldi óhóflegt magn af transfitusýrum og áhyggjuefni að þetta eru einmitt matvæli sem gjarnan eru vinsæl hjá yngri kynslóðinni. Hér á landi hefur neysla á transfitusýrum minnkað til muna frá því að fyrst voru gerðar mæling- ar á slíku en þrátt fyrir það neyttu Íslendingar að meðaltali 3,5 g af transfitusýrum á dag, samkvæmt landskönnun 2002. Samsvaraði það um 1,4% af orkuinntöku en Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin setur sem viðmið að neysla á transfitusýrum sé minni en 1% af orkuinntöku og fari ekki yfir tvö grömm á dag. Rannsóknir hafa sýnt fram á að neysla á transfitusýrum eykur líkur á hjarta og æðasjúkdómum meira en neysla annarrar harðrar fitu en við neyslu á transfitusýr- um hækkar hlutfall óæskilegrar blóðfitu (slæmt kólesteról) og jafn- framt lækkar hlutfall jákvæðrar blóðfitu (gott kólesteról). Talið er að fimm grömm af transfitusýrum geti aukið hættu á hjarta og æða- sjúkdómum um 25%. Eins og fram kemur hér að ofan voru Danir fyrstir til að banna transfitusýrur í matvælum en nú hafa fleiri fylgt í kjölfarið s.s. Sviss og Austurríki sem hafa einn- ig farið þessa leið. Ýmis fylki í Bandaríkjunum hafa sett reglur um trans- fitusýrur í matvælum. New York og Kaliforn- ía hafa gengið lengst og bannað að matvæli sem innihalda transfitusýrur séu notuð við matseld á veitingastöðum. Aukinn þrýstingur er af hálfu neytenda víða um heim að ráðamenn grípi til sams konar aðgerða en þar takast væntanlega á sjónarmið neytenda og hagsmunasjónarmið iðn- aðarins sem telja slíkt íþyngjandi. Það er þó svo að í flestum tilfell- um er hægt að skipta fitu sem inni- heldur transfitusýrur út fyrir aðra æskilegri fitu eins og berlega sést hjá þeim matvælaframleiðendum sem nú þegar hafa brugðist við og bjóða transfitu-frí matvæli. Það má því segja að barátta Stender og samstarfsmanna hans fyrir betri lýðheilsu sé farin að skila sér víða og á þar líklega vel við hin margnotaða líking um litlu þúfuna og þunga hlassið. Það ber því að fagna því að hér á landi skuli nú hafa verið tekið af skarið varð- andi þetta mál og skref tekið í átt til betri lýðheilsu. Í flestum tilfellum er hægt að skipta fitu sem inniheld- ur transfitu- sýrur út Borgfirðingar vöknuðu upp við vondan draum í síðastliðinni viku þegar tilkynning kom í fjöl- miðlum um að það merka skóla- starf sem haldið hefur verið uppi á Bifröst síðan 1955 yrði skor- ið niður við trog. Að vísu voru framtíðaráform Bifrastar áfram- haldandi starfræksla frumgreina- deildar og námskeiðahalds en allt háskólanám yrði flutt til Reykja- víkur. Fyrir rúmum 15 árum tók Kenn- araháskólinn við merkri arfleifð húsmæðraskólans að Varmalandi með sams konar áform í huga. Sú starfsemi komst varla af stað að heitið gæti og fjaraði fljótt út. Þá gefur saga sameininga hérlend- is ekki tilefni til bjartsýni fyrir hönd Bifrastar ef sameining af þessu tagi yrði ofan á. Bent skal á að Borgfirðingar hafa mikla reynslu af því að horfa á eftir fyr- irtækjum sínum fluttum á brott undanfarið í nafni hagræðingar, án þess að sýnt hafi verið fram á að hún hafi náðst í öllum tilfell- um. Þar má nefna nokkra fram- haldsskóla, stórt mjólkursamlag, sláturhús, kjötvinnslu og fjölda opinberra starfa svo eitthvað sé nefnt. Á dögunum kom forsætisráð- herra í fjölmiðla og boðaði aðgerð- ir til nýsköpunar um land allt. Viku seinna tók menntamálaráð- herra vel í ofangreindar samein- ingarhugmyndir Bifrastar og HR. Stofnun háskóla í Bifröst er senni- lega eitt merkilegasta framtak í nýsköpun á landsbyggðinni síðast- liðin ár. Ef háskólar eru vel tengd- ir atvinnulífinu hafa þeir tilhneig- ingu til að ýta undir nýsköpun. Almennt er talið heillavænlegast að efla nýsköpun og samþættingu atvinnulífs og skóla í gegnum þró- unarsetur sem eru aðallega studd af raungreinum, eðlisfræði, verk- fræði, tölvunarfræði, viðskipta- fræði og listgreinum. Á þessu lík- ani byggja alkunn þróunarsetur eins og í Silicon Valley í Banda- ríkjunum og í Finnlandi. Að vísu hefði mátt gera miklu betur í þessum efnum varðandi Bifröst en ef háskólanámið fer er þessi möguleiki algerlega úr sög- unni. Ekki yrði hægt að hrinda í framkvæmd einni af þremur atkvæðamestu tillögum sóknar- áætlunar 20/20 sem stjórnvöld hafa fyrir landshlutann og gekk út á að stórefla samstarf atvinnu- lífs og skóla í gegnum þróunarset- ur og iðngarða. Nú er vinsælt að leita fyrir- mynda á Norðurlöndunum. Háskólum er dreift þar, gagn- gert til að efla grunngerð alls landsins. Finnar náðu að spyrna sér með nýsköpun út úr sinni kreppu í gegnum menntakerf- ið. Danir sameinuðu sex háskóla árið 2007 í Syd-Dansk Universit- et og einn þeirra var staðsettur í Kaupmannahöfn. Það var gert án þess hrófla við starfstöðvun- um í Esbjerg, Óðinsvéum, Sönd- erborg, Slagelse og Kolding. Það er greinilegt að háskólanum er ætlað að standa vörð um háskóla- starf utan höfuðborgarsvæðis þeirra Dana. Hvers vegna stuðla stjórnvöld ekki að því að sameina háskóla á landsbyggðinni hérlend- is í þeim tilgangi að hagræða, og jafnframt efla hverja starfstöð, í stað þess að leggja þær niður? Sameining háskóla Háskólar Vífill Karlsson hagfræðingur Skref í átt að betri heilsu Transfitusýrur Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Veruleg fækkun hefur orðið á umferðaróhöppum hjá Strætó bs. á umliðnum árum. Sérstakt forvarnarverkefni Strætó í sam- starfi við VÍS á sinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur en það hófst í byrjun árs 2008 og er enn í gangi. Markmið þess er að fækka slysum og stuðla að auknu öryggi vegfar- enda. Þótt árangurinn fram til þessa sé upp- örvandi fyrir Strætó ætlum við engu að síður að gera enn betur. Öryggisdagar Strætó og VÍS eru liður í for- varnarverkefninu. Þeir hófust mánudaginn 18. október síðastliðinn og munu standa yfir í sex vikur, til sunnudags 28. nóvember. Með Öryggisdögum er forvarnar- verkefnið útvíkkað, því allir þátt- takendur í umferðinni eru hvatt- ir til að sýna aðgát, tillitssemi og ábyrga hegðun á götum úti og taka þannig þátt í því með okkur að auka öryggi allra í umferðinni. Mikið í húfi Tölur frá Umferðarstofu sýna að nú fer í hönd sá árstími sem alla jafna er hvað erfiðastur í umferð- inni. Það má vissulega aldrei slaka á þegar kemur að umferðaröryggi, en þegar veturinn gengur í garð þurfum við að vera sérstaklega á varðbergi, sýna fyllstu aðgát og tillitssemi. Það er mikið í húfi. Reynsla okkar hjá Strætó sýnir að það er hægt að fækka óhöppum í umferðinni ef ráðist er í verkefn- ið með skipulögðum hætti. Á árinu 2006 voru tjón Strætó í umferð- inni 304 talsins og fækkaði í 297 árið eftir. Árið 2008 hófst for- varnarstarfið með VÍS og árang- urinn lét ekki á sér standa, því slysum fækkaði í 268. Stóra stökkið kom svo 2009, því fjöldi tjóna hjá Strætó fór þá niður í 197. Frá 2006 til 2009 fækkaði tjónum því um 35% og munar um minna, hvort sem litið er til slysa á fólki eða eignatjóni. En við erum ekki hætt og ætlum að gera enn betur. Það sem af er þessu ári gefur vonir um að það muni takast. Við sem störfum hjá Strætó höfum sýnt gott fordæmi í umferðinni – og vagn- stjórarnir okkar eiga heiður skil- inn fyrir árangurinn síðustu ár. En ef við getum náð jafn góðum árangri og raun ber vitni þá geta aðrir það einnig. Til þess eru ein- mitt Öryggisdagarnir – að hvetja alla vegfarendur til að sýna aðgát, tillitssemi og ábyrga hegðun, ekki bara fram til 28. nóvember, held- ur alla daga ársins. Alltaf. Þannig næst árangur Við hjá Strætó ætlum að sýna gott fordæmi í umferðinni. Ertu með? Strætó ætlar að gera enn betur Strætó Reynir Jónsson framkvæmdastjóri Strætó Stofnun háskóla í Bifröst er senni- lega eitt merkilegasta framtak í nýsköpun á landsbyggðinni síðastlið- in ár. Nú fer í hönd sá árstími sem alla jafna er hvað erfiðastur í umferðinni. G æ ð i H r e i n l e i k i V i r k n i Þú færð NOW fæðubótarefnin í verslunum um allt land G Ú S T A V S S O N B J Ö R G V I N P Á L L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.