Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 2
2 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Pétur, eruð þið alveg kexrugl- aðir? „Nei, við erum bara að reyna að koma Sæmundi í sparifötin.“ Pétur Marteinsson og viðskiptafélagar hans eru að standsetja gistiheimili í gömlu kexverksmiðju Frón við Skúlagötu. LÖGREGLUMÁL Tuttugu og þriggja ára karlmaður sem réðst á unga stúlku í Laugardal í síðasta mán- uði hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæslu- varðhald til 10. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Varðhaldið er á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn var handtekinn í fyrradag og hús- leit gerð heima hjá honum. Þar fundust gögn sem tengdu hann við verknaðinn. Hann játaði í kjölfar- ið að hafa ráðist á sextán ára stúlku á göngustíg í Reykjavík. Málið vakti þá mikinn óhug enda átti árásin sér stað um miðjan dag. Stúlkan hlaut slæma áverka á höfði og komst við illan leik upp á Suðurlands- braut þar sem vegfarandi kom henni til aðstoðar og hringdi á sjúkrabíl. Maðurinn og stúlkan munu ekki hafa þekkst samkvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins. Árásin var fólskuleg og algjörlega fyrirvara- og tilefnislaus. Maðurinn hefur borið við minnisleysi vegna fíkniefnaneyslu í skýrslutökum hjá lögreglu. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hefur verið kærður til Hæstaréttar. - jss Maður sem réðist á sextán ára stúlku handtekinn og úrskurðaður í varðhald: Játaði árás á stúlku í Laugardal BAK VIÐ LÁS OG SLÁ Árásarmaðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi. DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega þrítuga íslenska konu fyrir fimmtíu milljóna króna fjárdrátt úr sjóðum sendiráðs Íslands í Vín. Konunni er gefið að sök að hafa á tímabilinu frá 2. mars til 6. okt- óber 2009 dregið sér samtals 336 þúsund evrur, jafnvirði um 50 milljóna króna, af reikningi sendi- ráðsins sem hún hafði prókúru fyrir. Hámarksrefsing fyrir fjárdrátt er sex ára fangelsi, en konan er jafnframt ákærð fyrir brot á 138. grein almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, sem kveður á um að heimilt sé að þyngja refs- inguna um helming misnoti opin- ber starfsmaður stöðu sína til að brjóta af sér. Utanríkisráðuneytið krefur kon- una um endurgreiðslu á fjármun- unum, auk vaxta. - sh Kona ákærð fyrir fjárdrátt: Stal milljónum af sendiráðinu DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært pilt undir tvítugu fyrir brot sem hann framdi á Reyðar- firði í mars á þessu ári. Pilturinn er meðal annars ákærður fyrir að hafa ekið ölvaður og sviptur ökuréttindum. Síðan að hafa kýlt lögreglumann í bifreið á leið á lög- reglustöðina á Eskifirði. Ekki lét pilturinn þar staðar numið því hann er einnig ákærður fyrir að hafa kýlt lögreglumann og lögreglukonu í andlitið þegar komið var út úr bílnum. Lögreglu- maðurinn skall í götuna við högg- ið. Þá sparkaði maðurinn í aftur- rúðu lögreglubílsins með þeim afleiðingum að hún brotnaði. - jss Piltur undir tvítugu ákærður: Sló lögreglu- mann í götuna STJÓRNMÁL „Ég mun þrýsta á for- seta að fá þetta á dagskrá sem fyrst,“ segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, í kjöl- far birtingar utanríkisráðuneyt- isins á skjölum er varða stuðning Íslands við innrásina í Írak 2003. Árni Þór er frummælandi þingsályktunartillögu 30 þing- manna úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum um að kosin verði nefnd sem rannsaki aðdrag- anda ákvörðunar um stuðning Íslands við innrásina. Samkvæmt tillögunni á nefndin að fá í hendur öll gögn stjórnvalda og heimild til að krefja málsaðila svara. - bþs Þingsályktun um rannsókn: Íraksrannsókn komi á dagskrá RANNSÓKN Tillaga 30 þingmanna gengur út á að stofnuð verði rannsóknar- nefnd um Íraksmálið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Karlmaður á fimmtugs- aldri hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi og sviptingu ökuréttar ævilangt. Hann var sakfelldur fyrir margvísleg brot, einkum fíkniefnabrot. Maðurinn var fyrst dæmdur í skilorðsbundið fangelsi 1983 fyrir hegningar- og umferðar- lagabrot. Síðan þá hefur hann verið dæmdur sextán sinnum í fangelsi í samtals 147 mánuði fyrir ýmis brot, auk sekta. Síðast var hann dæmdur í tíu mánaða fangelsi 20. maí 2009. - jss Síbrotamaður í fangelsi: 147 mánaða fangelsisdómar VIÐSKIPTI Jóhannes Jónsson, löng- um kenndur við Bónus, gekk í gær frá kaupum á helmingshlut í níu verslunum SMS í Færeyjum, þar af fimm Bónus- búðum. Verðmæti hlutarins nemur 450 milljón- um króna og keypti Jóhann- es hann í félagi við erlenda fjár- festa ásamt því að taka lán fyrir hlut sínum. „Maður þurfti að fá lán, ég átti ekki fyrir þessu, því miður,“ segir Jóhannes. Hann vildi í gær ekki gefa upp hverjir meðfjárfest- ar hans eru, segir það verða gert þegar gengið verður endanlega frá viðskiptunum og skipting eign- arhluta liggur fyrir. - jab Jóhannes kaupir í Færeyjum: Eignast aftur hluta af Bónus JÓHANNES JÓNSSON SEÚL, AP Ekki náðist sátt meðal leiðtoga G20 ríkjanna svokölluðu, tuttugu stærstu hagkerfa heims, um hug- myndir Bandaríkjamanna um að þrýsta á Kínverja að þeir sjái til þess að kínverska júanið styrkist. Leiðtogar ríkjanna funduðu í gær og fyrradag í Seúl í Suður-Kóreu um stöðu alþjóðahagkerfisins. Umræður um ójafnvægi í alþjóðaviðskiptum voru áberandi en margir hafa áhyggjur af þeim gríðar- lega mun sem er á viðskiptaafgangi ríkja á borð við Kína og Þýskalands og viðskiptahalla ríkja svo sem Bandaríkjanna. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem gefin var út í lok fundarins og bæði Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, og Hu Jintao, forseti Kína, skrifuðu undir, kom fram áheit um að berjast gegn verndarstefnu auk þess sem búa skyldi til viðmiðunarreglur um við- skiptajöfnuð ríkja. Væru þær reglur hugsaðar sem grundvöllur umræðna um ójafnvægi í alþjóðavið- skiptum. Bandaríkjamenn höfðu í aðdraganda fundarins gagnrýnt kínversk stjórnvöld fyrir að halda gengi kínverska júansins óeðlilega lágu og þar með veita kínverskum fyrirtækjum samkeppnisforskot sem bandarísk fyrirtæki gætu ekki keppt við. Sterkara júan myndi þýða lækkun á viðskiptahalla Bandaríkj- anna við Kína en spár benda til þess að hallinn verði 238 milljarðar dollara á þessu ári og hefur hann aldrei verið hærri. - mþl Leiðtogar 20 stærstu hagkerfa heims funduðu í Seúl í Suður-Kóreu: G20 ríkin ósammála um aðgerðir SEÚL Í GÆR Barack Obama ásamt Lee Myung-bak, forseta Suður-Kóreu, og Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Sautján ára piltur sem býr í Skipalóni í Hafnarfirði þarf að flytja út af heimili sínu þar sem blokkin sem hann býr í er eingöngu ætluð fyrir fimmtíu ára og eldri. Faðir piltsins keypti íbúðina í apríl á þessu ári af Íslandsbanka sem eignast hafði fjölda óseldra íbúða í húsinu skömmu áður. Hann leigði sautján ára syni sínum íbúð- ina. Pilturinn flutti síðan inn ásamt 51 árs móður sinni. Aðrir íbúar hússins hafa ekki sætt sig við veru piltsins í blokk- inni og óskaði húsfélagið strax eftir því við föður hans að hann sæi til þess að drengurinn flytti út. Faðirinn vildi ekki verða við því og fór málið þá fyrir Kærunefnd húsamála. Fyrir kærunefndinni vísaði hús- félagið til þess að kvöð væri á hús- eigninni um að þar mættu aðeins þeir búa sem væru fimmtíu ára og eldri. Faðirinn sagði að í kvöðum á eigninni væri talað um að húsið væri „sérstaklega ætlað“ fimmtíu ára og eldri en að þess væri hvergi getið að íbúarnir „skuli“ vera eldri en fimmtíu ára. Hann vísaði einnig til ákvæðis í stjórnarskrá um frið- helgi eignarréttarins. Kærunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að óheimilt sé að leigja eða lána íbúðir í húsinu til einstakl- inga sem séu yngri en fimmtíu ára. Kvöðin um aldursmörkin hafi legið skýrt fyrir. „Tilgangur kvaða sem þessara er að tryggja sérstaklega næði og ákveðið sambýlismunstur og í því skyni undir gangast kaup- endur skerðingu á afnota- og ráð- stöfunarrétti sínum,“ segir kæru- nefndin. Álit kærunefndarinnar er ekki bindandi fyrir aðila málsins. Guð- mundur Þór Bjarnason, lögmað- ur húsfélagsins, segir húsfélagið nú eiga þann möguleika að vísa í ákvæði fjöleignarhúsalaga. „Þar eru ákvæði um úrræði húsfélags- ins við brotum umráðamanna eða eigenda. Þetta gæti hugsanlega flokkast undir slíkt brot og þá væri hægt að beita þeim ákvæð- um. En síðan eru það einfaldlega almennir dómstólar,“ útskýrir Guðmundur. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins stefnir þó ekki í að deil- an gangi lengra. Innan seilingar mun vera sátt sem gengur út á að mæðg inin flytji úr íbúðinni. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta mál það fyrsta sinnar teg- undar sem upp hefur komið. gar@frettabladid.is Amast við táningi í húsi 50 ára og eldri Kærunefnd húsamála segir að manni sem á íbúð í fjölbýlishúsi fyrir fimmtíu ára og eldri sé óheimilt að leigja 17 ára syni íbúðina. Álit kærunefndarinnar er ekki bindandi en sonurinn hyggst þó flytja áður en til kemur til kasta dómstóla. SKIPALÓN 16-20 Fjölbýlishús ætlað fyrir fimmtíu ára og eldri. Maður einn keypti íbúð í húsinu og í henni býr barnsmóðir hans og sautján ára sonur þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SPURNING DAGSINS – Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.