Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 110
 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR78 sport@frettabladid.is VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Það er óhætt að lofa gríðarlegri spennu í kappakstrinum í Abu Dhabi um helgina enda eiga Fernando Alonso, Mark Webber, Sebastian Vettel og Lewis Hamilton allir möguleika á meistaratitli ökuþóra. Búðu þig undir stóra daginn með því að lesa Formúlu 1 fréttir á visir.is. Sjáðu brautarlýsingu, tölfræði og fleira á kappakstur.is. Misstu ekki af Formúlunni um helgina. Það verður barist til síðasta bensíndropa! ÚRSLITASTUND Í FORMÚLUNNI TÍMATÖKUR HEFJAST Í DAG KL. 12:45 KAPPAKSTURINN Á MORGUN KL. 12:30HVER EKUR TIL SIGURS UM HELGINA?Fíton/ S Í A Iceland Express karla KR-Njarðvík 92-69 (50-40) Stig KR: Pavel Ermolinskij 35 (13 frák.), Marcus Walker 19, Brynjar Þór Björnss. 12 , Finnur Atli Magnúss. 10 (9 frák.), Fannar Ólafss. 9, Hreggvið ur Magnúss. 5, Ólafur Már Ægisson 2. Stig Njarðvík: Guðmundur Jónsson 22, Chris topher Smith 22, Rúnar Ingi Erlingsson 6, Friðrik E. Stefánsson 5, Egill Jónasson 4, Jóhann Árni Ólafsson 3, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Kristján Rúnar Sigurðsson 2, Lárus Jónsson 2. Stjarnan-Tindastóll 88-89 (46-42) Stigahæstir: Justin Shouse 23, Jovan Zdra vevski 18, Fannar Freyr Helgason 16, Guðjón Lárusson 10 - Sean Cunningham 19 (8 stoðs.), Friðrik Hreinsson 17, Dragoljub Kitanovic 15, Loftur Páll Eiríksson 14, Helgi Rafn Viggósson 10 Sænski körfuboltinn Sundsvall-Södertälje 83-89 Hlynur Bæringsson 16 stig (15 frák., 7 stoðs) og Jakob Örn Sigurðarson 6 stig fyrir Sundsvall. Solna-Örebro 85-78 Logi Gunnarsson skoraði 24 stig fyrir Solna. N1 deild kvenna í handb. Haukar-Fylkir 20-25 (8-12) Markahæstar: Þórunn Friðriksdóttir 7, Hekla Hannesdóttir 3, Viktoria Valdimarsdóttir 3, Þórdís Helgadóttir 2, Katarína Bamruk 2 - Sunna María Einarsdóttir 5, Tinna Soffía Traustadóttir 5, Sigríður Hauksdóttir 4, Elín Helga Jónsdóttir 4, Arna Erlingsdóttir 4, Nataly Sæunn Valencia 3. HK-Stjarnan 36-46 (18-19) Markahæstar: Elísa Ósk Viðarsdóttir 8, Brynja Magnúsdóttir 8, Elín Anna Baldursdóttir 6, Elva Björg Arnarsdóttir 4, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Tinna Rögnvaldsdóttir 2 - Þorgerður Anna Atla- dóttir 10, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 8, Sólveig Lára Kjærnested 7, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 6, Hildur Harðardóttir 5, Elísabet Gunnarsdóttir 5, Þórhildur Gunnarsdóttir 2,. ÚRSLITN Í GÆR SUND Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH vann í gær tvær greinar á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug. Fyrst synti hún á á 1:02,22 mínútum í 100 m fjórsundi og svo á 2:27,69 mínútum í úrslitunum í 200 metra bringusundi. Ragnheiður Ragnarsdóttir setti eina Íslandsmetið en það hafa verið sett níu aldursflokkamet á mótinu þar af á Fjölnismaðurinn Kristinn Þórarinsson sjö. - óój Íslandsmeistarar í gær 100 metra fjórsund Karlar Kolbeinn Hrafnkelsson, SH Konur Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH 100 metra skriðsund Karlar Orri Freyr Guðmundsson, SH Konur Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR 200 metra flugsund Karlar Anton Sveinn McKee, Ægir Konur Salome Jónsdóttir, ÍA 200 metra bringusund Karlar Jakob Jóhann Sveinsson, Ægir Konur Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH 50 metra baksund Karlar Kolbeinn Hrafnkelsson, SH Konur Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH ÍM í 25 metra laug í gær: Hrafnhildur vann tvö gull TVÖ GULL Á 40 MÍNÚTUM Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI RAGNHEIÐUR RAGNARSDÓTTIR, sundkona úr KR, setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 100 metra skriðsundi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í Laugardalslauginni í gær. Ragnheiður náði sjötta besta tímanum í Evrópu á árinu þegar hún kom í mark á 54,65 sekúndum. Ragnheiður átti gamla metið einnig en hún synti á 54,76 sekúndum fyrir ári síðan. KÖRFUBOLTI KR-ingar fóru upp í 3. sæti Iceland Express-deildar karla eftir 23 stiga sigur á Njarð- vík, 92-69, í DHL-höllinni í gærkvöldi. KR-liðið fór upp að hlið Stjörnunnar sem tapaði óvænt 88-89 á heimavelli fyrir botnliði Tindastóls. KR-ingar voru sterkari allan leikinn og héldu góðu forskoti fyrri hálfleikinn og þrátt fyrir góðan kafla Njarðvíkur í seinni hálfleik setti KR í gírinn og endaði á að tryggja sér 23-stiga sigur. „Það er mjög gott að vera kominn aftur á sigurbraut og mér fannst enn þá betra hvernig við spiluðum leikinn, við spiluðum körfubolta eins og við viljum spila körfubolta,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR. „Alltaf þegar við spiluðum okkar leik fannst mér ganga vel, við spilum inn á körfuna og þá náum við þessum mun upp. Við skjótum fimm þriggja stiga skotum í röð og þá ná þeir að minnka muninn en við tókum leikhlé og löguðum leik okkar,“ sagði Hrafn. „Þetta var kaflaskipt, það voru margir léleg- ir kaflar og einn sem var ágætur,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur. „Við byrj- um seinni hálfleikinn vel og leyfum þeim varla að skora fyrstu 7 mínúturnar en svo ná þeir tveimur körfum og þá hættum við. KR-ingar spiluðu mjög vel eftir það en það var meira að við hættum að spila okkar leik” Pavel Ermolinskij átti frábæran leik hjá KR en hann var með 35 stig og 13 fráköst. Stjörnumenn misstu niður átta stiga forskot á síðustu þremur mínútunum og urðu fyrsta úrvals- deildarliðið til þess að tapa fyrir Tindastól í vetur. Friðrik Hreinsson skoraði sigurkörfuna þegar 3,2 sekúndur voru eftir og það er ljóst að nýir leik- menn eru búnir að kveikja neistann í liðinu. - kpt, -óój KR aftur á sigurbrautina KR-ingar unnu 23 stiga sigur á Njarðvík í DHL-höllinni í gær. Pavel Ermolinskij fór á kostum og skoraði 35 stig. Friðrik Hreinsson tryggði Tindastól fyrsta sigur sinn í deildinni með þriggja stiga körfu þremur sekúndum fyrir leikslok. 35 STIG OG 13 FRÁKÖST Pavel Ermolinskij átti flottan leik með KR í öruggum sigri á Njarðvík í DHL-höllinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.