Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 80
48 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR S tutt spjall finnska verð- launaskáldsins Sofi Oks an- en og fréttakonunnar Lindu Blöndal, sem fram fór á afhendingu norrænu bókmenntaverðlaunanna í Lista- safni Íslands í síðustu viku og var útvarpað í Sídegisútvarpi Rásar 2, vakti talsverða athygli, en þær lentu í orðaskaki þegar Oksanen mislíkaði spurningar Lindu. Útvarpskonan hafði vart hafið viðtalið þegar skáldið greip fram í fyrir henni, sagði spurningar henn- ar vera of almenns eðlis. Því næst sagðist Linda hafa heyrt að verð- launabók Oksanen væri persónu- leg og spurði hvort sú væri raunin. Hófu þá leikar að æsast. Oksanen sagði allar bækur sínar vera per- sónulegar og hún skildi ekki hvað Linda ætti við. Hún væri rithöf- undur og spurningin væri fáránleg. Hvatti hún fréttakonuna svo til að bera fram gáfulegri spurningar. Linda brást ókvæða við og spurði hvort nauðsynlegt væri að hafa gráðu í bókmenntafræði til að geta talað við Oksanen. Mikið lengra varð viðtalið ekki en vakti mikla athygli eins og fyrr segir. Meðal annars spunnust deilur um framkomu Oksanen á netinu og skáldið Eiríkur Örn Norðdahl skrif- aði pistil á vefritið Smuguna þar sem hann bar blak af kollega sínum, auglýsti meðal annars eftir dálitl- um metnaði í menningarumfjöllun á Íslandi og sagði fyrir löngu kom- inn tíma til þess að einhver væri svolítið dónalegur við okkur. Þetta viðtal er þó fráleitt eina til- fellið um hanaslag milli fjölmiðla- fólks og viðmælenda á Íslandi, eins og eftirtalin dæmi sem valin voru af handahófi sýna glögglega. „Ekki spyrja eins og kjáni“ Orðaskak skáldkonunnar Sofi Oksanen og Lindu Blöndal í Síðdegisútvarpi Rásar 2 vakti athygli í síð- ustu viku. Af því tilefni tók Kjartan Guðmundsson saman nokkur tilfelli þar sem kastast hefur í kekki milli fjölmiðlafólks og viðmælenda hér á landi. VERÐLAUNASKÁLD Sofi Oksanen var alúðin uppmáluð þegar hún áritaði eintök af bók sinni fyrir kaupendur í heimsókn sinni hér á landi. Útvarpsviðtal Lindu Blöndal á RÚV við skáldið vakti öllu meiri athygli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON T il eru dæmi um að spyrillinn reiðist við- mælandanum en ekki öfugt og láti hann finna til tevatnsins. Það gerð- ist til dæmis í frægu við- tali Egils Helgasonar við Jón Ásgeir Jóhannesson í október 2008. Þetta var aðeins örfáum dögum eftir að bankarnir hrundu og óhætt er að segja að Egill hafi þjarmað rækilega að Jón Ásgeiri í þætti sínum, en hann spurði meðal annars hvort Jón Ásgeir gæti hugsað sér að vinna á lyftara í Bónus. „Ég reiddist bara fyrir hönd þjóðarinnar,“ sagði Egill um viðtalið eftir á. ■ REIDDIST FYRIR HÖND ÞJÓÐARINNAR Forsætisráðherrann fyrrverandi, Geir Haarde, þótti nokkuð viðskotaillur á köflum í viðtölum fyrir og eftir hrunið, sem þarf kannski ekki að koma svo mjög á óvart miðað við aðstæður. Frægt varð þegar G. Pétur Matthíasson, fyrrum fréttamaður á RÚV, birti á bloggsíðu sinni í nóvember 2008 bút úr viðtali við Geir frá því í janúar 2007 sem aldrei hafði áður komið fyrir sjónir almennings. Í viðtalinu spurði G. Pétur um stöðu íslensku krón- unnar og mögulega upptöku evru. Geir fyrtist við og spurði fréttamanninn meðal annars hvort hann ætl- aði sér að spyrja spurninga eða vera með málflutn- ing. Þegar G. Pétur hélt sínu striki var forsætisráð- herranum hins vegar nóg boðið. „Ætlar þú að rífast við mig hérna drengur?,“ sagði Geir hvass og í kjöl- farið fylgdu nokkrar deilur þeirra í milli varðandi það hvort forsætisráðherra bæri yfirleitt að svara þeim spurningum fréttamanna sem honum hugnaðist ekki. Þegar G. Pétur birti svo myndbrotið rétt eftir hrun krafðist Páll Magnússon, útvarpsstjóri RÚV, þess að hann skilaði spólunum með myndbandinu og bæðist formlega afsökunar. G. Pétur neitaði því, en bað þó þjóðina að fyrirgefa sér það að hafa ekki birt viðtalið fyrr. Nokkru áður en téð viðtal G. Péturs við Geir birtist á netinu, í júní 2008, hafði Sindri Sindrason, þá frétta- maður Markaðarins á Stöð 2, innt forsætisráðherrann eftir aðgerðum í efnahagsmálum fyrir utan Stjórn- arráðshúsið. „Jæja, hvar eru peningarnir sem eiga að komast inn í landið?,“ spurði Sindri og Geir svar- aði því til að hann yrði að hafa samband við sig fyrir fram. Sindri sagði þá að þjóðin biði eftir einhverj- um aðgerðum og hvort Geir gæti ekki gefið honum „smá komment“. „Ég vildi gjarnan gera það, Sindri, ef þú hagaðir þér ekki svona dónalega,“ svaraði þá Geir áður en hann lokaði skrifstofuhurðinni á nefið á Sindra. Þá er skemmst að minnast þess þegar Geir kallaði Helga Seljan, fréttamann RÚV, „fífl og dóna“ á blaða- mannafundi í Iðnó nokkrum dögum eftir hrun, en það gerði hann reyndar óvart, hann vissi ekki að enn var kveikt á hljóðnemanum. ■ „ÆTLAR ÞÚ AÐ RÍFAST VIÐ MIG HÉRNA DRENGUR?“ Margar mætar sögur hafa verið sagðar af því þegar Bítillinn Ringo Starr heimsótti Ísland í fyrsta sinn um verslunar- mannahelgina árið 1984 og steig meðal annars á svið með meðlimum Stuðmanna og fleirum í Atlavík. Einna minnisstæðast við þá heim- sókn er þó þegar Ringo lenti ásamt eiginkonu sinni, Bar- böru Bach, á Reykjavíkur- flugvelli við komuna til lands- ins, steig út úr flugvélinni og fékk umsvifalaust hljóðnema í andlitið. „How do you like Ice- land,“ spurði Sig- ríður Árnadóttir, fréttamaður RÚV. „I just got off the plane, don‘t be crazy!“ var svar trymbilsins, sem útlagðist sem „Ég er nýstiginn út úr flugvélinni, ekki spyrja eins og kjáni,“ í ógleymanlegri snörun blaðamanns NT daginn eftir. Vilja sumir meina að spurning Sigríðar hafi orðið kveikjan að því ástar- sambandi sem þjóðin hefur síðan átt í við þennan frasa. Ringo tók þó fjölmiðlamönnum ólíkt betur en fyrrum samherji hans í Bítlunum, Paul McCartney, þegar sá síðarnefndi kíkti í stutta heimsókn sumarið 2000 ásamt eiginkonunni Heather Mills, leit meðal annars við í Perlunni og fór ferða sinna á bílaleigu- bíl. Blaðamenn og ljósmyndarar eltu Bítilinn á rönd- um og uppskáru reiði hans fyrir vikið, en Paul gætti þess þó að skammirnar næðust ekki neins staðar á band. ■ HOW DO YOU LIKE ICELAND? Nokkuð algengt er að íþróttafréttaritarar fái við-mælendur upp á móti sér í viðtölum, enda blóð- hitinn oft í hámarki í sportinu. Því fékk Adolf Ingi Erlingsson hjá RÚV að kynnast þegar hann tók Ólaf Stefánsson, fyrirliða íslenska landsliðsins, tali eftir að liðið hafði glutrað unnum leik gegn Austurríki niður í jafntefli á EM í janúar síðastliðnum. Adolf Ingi var ekki par sáttur við frammistöðu Ólafs í leiknum og spurði því hvort eitthvað sérstakt væri að plaga hann. Ekki stóð á svarinu: „Þú verður nú að horfa aðeins á leikinn ef þú ætlar að segja þetta. Ég held ég sé með sjö mörk úr níu skotum eða eitthvað, ég veit ekki hvað þú vilt frá mér, kannski viltu tíu mörk úr níu skot- um?,“ spurði fyrirliðinn pirraður. Ekki er síður eftirminnilegt viðtal sem Adolf Ingi átti við Aron Levý Stefánsson, íshokkímarkmann Skautafélags Reykjavíkur, eftir tapleik liðsins árið 2008. Viðtalið er fáanlegt á YouTube-vefnum þar sem tæplega 80.000 manns hafa barið það augum, en það er á þessa leið: Adolf Ingi: „Ég er ekki með tölu á skotunum sem þú varðir, fékkst á þig tólf, menn geta nú ekki verið mjög ánægðir eftir svona dag, er það?“ Aron Levý (með steinrunninn svip): „Er ég bros- andi?“ Adolf Ingi (hlæjandi): „Nei, það ertu svo sannarlega ekki. En hérna, þú, ja, ert ert í landsliðinu og...Þú slóst mig algjörlega út með þessu svari, ég verð að segja alveg eins og er. En gangi þér vel bara!“ Aron Levý: „Takk fyrir.“ (Skautar í burtu). ■ ADOLF INGI Á HÁLUM ÍS Fyrrum rokkstjarnan Birgir Örn Steinarsson, eða Biggi Maus eins og hann er gjarnan kallaður, starfaði um hríð sem blaðamaður á Fréttablaðinu. Sumarið 2004 rædddi hann við tvær af þekktustu tónlistarstjörnum samtím- ans, Lou Reed og James Brown. Urðu nokkrir hnökrar á samræðum þeirra og tók blaðamaðurinn fram að Reed væri fyrsti viðmælandinn sem hefði tekið sig á taugum í viðtali. Engu að síður birti hann orðrétt hvað þeim fór á milli og mega þessi viðtöl því teljast með þeim hreinskiln- ari í íslenskri fjölmiðlasögu, eins og dæmin sýna: ■ „HVAÐA HLJÓMSVEIT ERTU AÐ TALA UM?“ James Brown: „Halló, hvað segir þú gott?“ spyr James Brown mig, með sterkum suðurríkjahreim sem gerir það erfitt að skilja hann. „Ég segi nú bara allt gott,“ svara ég hálf hlæjandi með mínum harða harðfisksmál- rómi.” „Hvað get ég eiginlega gert fyrir þig, góði herra?“ „Tja, mig langaði nú bara að spyrja þig nokkra spurninga ef ég mætti. Hvar ertu staddur í heiminum?“ „Fyrirgefðu?“ „Hvar ertu staddur?“ „Ég er heima. Í Suðurríkjun- um.“ „Ég sá viðtal við þig fyrir svona tíu árum síðan þar sem þú talaðir um að hipphoppið væri komið undan þér.” „Hvað segirðu?“ segir James hálfmuldrandi. „Ég var í raun að spyrja hvort þér fyndist hipphoppið vera frá þínum rótum?“ „Ég skil bara ekki hvað þú segir.“ „Fyrirgefðu, ég skal reyna aftur. Finnst þér að hipphopp- tónlist skuldi þér eitthvað?“ „Hvaða hljómsveit ertu að tala um?“ „Enga hljómsveit, bara hipp- hopptónlist yfir höfuð.“ „Já, hipphopp!”“hrópar James upp yfir sig. „Þú segir þetta ekki rétt!“ „Hvað segirðu?“ „Þú talar ekki mjög góða ensku.“ Lou Reed: Segðu mér frá The Raven. „Ertu með tvöfalda diskinn eða smáskífuna?“ Ég hef hvorugan diskinn fengið. „Þannig að þú hefur ekki heyrt þetta?“ Nei, það hef ég ekki gert. „Þannig að þú ætlar að spyrja mig spurninga um eitt- hvað sem þú hefur ekki heyrt?“ spyr hann og hljómar hneykslaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.