Fréttablaðið - 13.11.2010, Page 10
10 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR
ATHAFNAVIKA: Frumkvöðlar í sviðsljósið
NÝSKÖPUN Alþjóðlega athafnavikan
hefst á mánudaginn og stendur til
laugardagsins kemur. Um 50 aðil-
ar taka þátt í viðburðum vikunn-
ar sem munu eiga sér stað um land
allt.
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir,
forstjóri Actavis, segir framtak-
ið afar mikilvægt fyrir þau fjöl-
mörgu fyrirtæki sem séu að stíga
sín fyrstu skref og það gefi frum-
kvöðlastarfsemi nauðsynlega vít-
amínsprautu.
„Þetta er mjög jákvætt í allri nei-
kvæðninni,“ segir Guðbjörg Edda.
„Þetta sýnir að fólk getur feng-
ið mörgu áorkað í dag þrátt fyrir
árferðið og vilji er í raun allt sem
þarf.“
Guðbjörg Edda segir margt
jákvætt hafa átt sér stað hvað
varðar stuðning við sprotafyrir-
tæki á síðustu árum, en alltaf megi
gera betur. Mikil gróska sé í frum-
kvöðlastarfsemi í landinu og nauð-
synlegt sé að styðja við þennan
hluta markaðarins til þess að fyrir-
tækin nái að dafna og festa rætur.
„Fjármagnið hefur alltaf verið
erfitt og það er sennilega enn þá
erfiðara núna,“ segir hún. „Ef hægt
væri að koma á föstu styrkjakerfi
til þess að styðja við þau fyrirtæki
sem eru að stíga sín fyrstu skref
á markaðnum myndi það breyta
miklu.“
Jónas Björgvin Antonsson, fram-
kvæmdastjóri Gogogic, tekur undir
orð Guðbjargar Eddu og segir
Athafnavikuna mikilvæga áminn-
ingu um að möguleikarnir til sköp-
unar í samfélaginu séu margir.
„Þetta minnir fólk á að það er
þetta „eitthvað annað“ sem er til,“
segir Jónas. „Það felst fyrst og
fremst í því að einhver þarna úti
tekur sig til og ákveður að gera
eitthvað annað.“
Jónas segir að stóra skrefið í átt
til nýsköpunnar sé að taka ákvörð-
unina og láta verða af hlutunum
og það sé ekki nóg að tala bara við
eldhúsborðið. Hann segir umhverf-
ið á Íslandi vera jákvætt til frum-
kvöðlastarfssemi.
„Það á að hrósa því sem vel er
gert. Eins að það er auðvelt að hefj-
ast handa og það er svakalega mik-
ilvægt,“ segir Jónas. „Auðvitað
tekst ekki allt en það er athafna-
semin sem er svo mikilvæg. Það
orkar allt tvímælis þá gert er.
Maður getur aldrei horft í baksýn-
isspegilinn og sagt: Þetta voru klár-
lega mistök.“ sunna@frettabladid.is
Ekki nóg að tala við eldhúsborðið
Athafnavikan hefst á mánudag og stendur til laugardags. Yfir 50 aðilar taka þátt í framtakinu. Mjög jákvætt í allri neikvæðninni, segir
forstjóri Actavis. Minnir fólk á að það er „eitthvað annað til“, segir framkvæmdastjóri Gogogic.
FRAMKVÆMDASTJÓRI GOGOGIC Jónas
Björgvin Antonsson segir Athafnavikuna
minna á að möguleikarnir til sköpunar
séu margir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Actavis
Saga lyfjafyrirtækisins Actavis á Íslandi nær allt aftur til ársins 1956 þegar
Pharmaco, forveri Actavis, var stofnað. Pharmaco var í upphafi innkaupa-
samband en strax árið 1960 var hafin framleiðsla á lyfjum hjá fyrirtækinu.
Nú starfa um 700 manns hjá lyfjafyrirtækinu Actavis og stærstu markaðir
þess er Bandaríkin og Þýskaland. Actavis stendur nú í stórræðum og er
fyrirtækið að leggja lokahönd á stækkun verksmiðjunnar í Hafnarfirði um
helming. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdunum fyrir lok þessa árs og
hefur stækkunin kallað á um 50 aukastörf.
Gogogic
Tölvuleikjafyrirtækið Gogogic var stofnað af Jónasi Björgvin Antonssyni, Sig-
urði Eggert Gunnarssyni og Guðmundi Bjargmundssyni árið 2006. Þeir vildu
koma á fót nýrri framleiðslu í tölvuleikjaiðnaði og hófu starfsemina á því
að framleiða meðal annars hugbúnað, vefsíður og tölvuleiki. Gogogic fékk
stóran styrk frá tölvuleikjasamtökum Norðurlanda í fyrra og nú vinna um 40
manns hjá fyrirtækinu.
Saga tveggja fyrirtækja
Actavis prentar út og gefur öllum gestum og þátttökuaðilum Athafnavikunn-
ar litla bók sem ætluð er til þess að skrá niður hugmyndir og hjálpa fólki
að koma þeim í framkvæmd. Bókin er smá í sniðum og er prentuð í tugum
þúsunda eintaka.
Allir bæjarstjórar landsins, ráðherrar, formenn stjórnmálaflokka, athafna-
fólk og fjölmiðlamenn munu fá Athafnateygjuna afhenta í upphafi Alþjóð-
legu athafnavikunnar á Íslandi. Það er í þeirra höndum að koma teygjunni
áfram og er markmiðið að sem flestir Íslendingar fái teygju í komandi viku.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fær fyrstu teygjuna afhenta við setningar-
hátíð Athafnavikunnar á mánudaginn í Nauthóli klukkan 17.
Nánari upplýsingar um Athafnateygjuna má finna á www.athafnateygja.is
Bækur og armbönd til athafna
Screwpull
40% 40% 30% 20% 20% 20% 20% 20% 20% 20%
20% 20% 20% 30%
Klingjum inn jólin
Öll gjafavara og smávara á 20-40% afslætti.
Aðeins um helgina.
Flott hönnun, fágað handbragð.
Skeifan 8:
Laugardag: 11-15
Sunnudag: 13-18
Kringlan:
Laugardag: 10-18
Sunnudag: 13-18
FORSTJÓRI ACTAVIS Guðbjörg Edda
Eggertsdóttir segir framtakið afar jákvætt
í allri neikvæðninni sem ríkir í samfélag-
inu í dag.