Fréttablaðið - 25.11.2010, Page 2

Fréttablaðið - 25.11.2010, Page 2
2 25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR Guðmundur, ertu ekki vanur samba-töktum úr boltanum? „Jú, og þó að það sé aðeins öðruvísi að vera á spariskónum hef ég mikla trú á sjálfum mér í þessu.“ Knattspyrnukempan Guðmundur Benediktsson og fleiri valinkunnir kappar undirbúa nú dansatriði sem sýnt verður á degi Rauða nefsins 3. desember. ÍRLAND, AP Írska stjórnin kynnti í gær aðhaldsaðgerðir í ríkis- fjármálum til næstu fjögurra ára, þær harkalegustu í sögu landsins. Hugmyndin er að lækka útgjöld um tíu milljarða evra og hækka skatta um fimm milljarða evra, þannig að fjárlagahallinn minnki samtals um fimmtán milljarða evra á tímabilinu 2011 til 2014. Meðal annars missa þúsundir ríkisstarfsmanna vinnuna og líf- eyrisgreiðslur og ýmis velferð- arútgjöld verða lækkuð. Á móti verður virðisaukaskattur hækk- aður úr 21 prósenti í 23 prósent en skattur á fyrirtæki verður þó óbreyttur í 12,5 prósentum. Aðhaldsaðgerðir þessar eru í samræmi við þau skilyrði sem Evrópusambandið og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn setja fyrir fjárhagsaðstoð upp á 85 millj- arða evra. „Þetta er vegvísir beint aftur til steinaldar,“ sagði Jack O‘Connor, formaður SIPTU, stærsta verkalýðsfélags landsins, sem ætlar að efna til mótmæla á laugardag. - gb Þúsundir ríkisstarfsmanna missa vinnuna og lífeyrisgreiðslur lækka: Harkalegt aðhald á Írlandi BRIAN COWEN Verkalýðsfélög á Írlandi eru óánægð og ætla að mótmæla á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNLAGAÞING Hópur blindra og sjónskertra telur mannréttindi brotin á sér í aðdraganda og við fram- kvæmd fyrirhugaðra kosninga til stjórnlagaþings. Þeir telja sig ekki sitja við sama borð og ófatlaðir þegar kemur að kynningu frambjóðenda og tilhögun kosninganna. Lögfræðingur þeirra, Ragnar Aðalsteinsson, hefur skrifað Ögmundi Jónassyni, dóms- og mann- réttindamálaráðherra, bréf þar sem þess er farið á leit að réttur þeirra sé virtur. Í bréfinu kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir nauðsynlegri aðstöðu við kosningarnar. Reyndar sé hvergi vikið að réttindum blindra og sjónskertra í lögum um stjórnlagaþing. Hins vegar segir á vef ráðuneytisins að blindum og sjónskertum sé heimilt að hafa með sér aðstoðarmann, en auk þess sé talið nauðsynlegt að kjörstjóri eða annar af hálfu kjör- stjórnar sé viðstaddur þegar seðillinn er fylltur út. Umbjóðendur Ragnars gera þá kröfu að þeir geti kosið í einrúmi í leynilegri kosningu eins og aðrir og það sé ótækt að hópur fatlaðra þurfi að kjósa undir eftirliti hins opinbera. Dómsmálaráðherra sagði í viðtali við Ríkis- útvarpið í gær að stjórnvöld séu bundin af lögum, en í framtíðinni verði fundin lausn sem blindir og sjón- skertir geta sætt sig við. - shá Hópur blindra segir mannréttindi brotin á sér í kosningum til stjórnlagaþings: Blindir kjósa undir eftirliti DYGGUR ÞJÓNN Blindir og sjónskertir telja að mannréttindi séu brotin á sér vegna framkvæmdar kosninga til stjórnlaga- þings. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FISKELDI Norðmenn munu í fyrsta skipti í sögunni ala yfir milljón tonn af fiski. Framleiðsla norsks fiskeldis hefur aukist um níu pró- sent milli ára. Uppistaðan í eldi Norðmanna er lax eða 950 þúsund tonn; 50 þúsund tonn eru framleidd af urriða. Jon Arne Grøttum hjá norska sjávarútvegsráðuneytinu telur að reikna megi með svipuðum vexti í fiskeldi þegar horft er til næstu ára. Þetta mat er byggt á því seiðamagni sem nú þegar hefur verið sett í sjó. Útflutningsverðmæti eldisins nálgast 600 milljarða íslenskra króna á ári. - shá Fiskeldi í Noregi árið 2010: Framleiða yfir milljón tonn HEILBRIGÐISMÁL Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra telur ekki að niðurskurður á heilbrigðis- stofnunum muni valda því að sjúklingar komist seinna undir læknis- hendur en ann- ars hefði verið. Þetta kemur fram í skrif- legu svari ráð- herrans við fyrirspurn þingmannsins Gunnars Braga Sveinssonar. Í svari ráðherra segir að í fjárlagafrumvarpinu sé lögð mikil áhersla á að heilsugæsla verði áfram öflug og mönnun lækna óbreytt í heilsugæslu. Þá sé bráðaþjónusta við lands- menn í föstum skorðum og ekki sé ætlunin að hrófla við henni. Sérhæfðri þjónustu sé aðallega sinnt á tveimur helstu sjúkra- húsum landsins og á því séu ekki fyrirhugaðar breytingar. - shá Heilbrigðisráðherra: Ekki tafir vegna niðurskurðar GUÐBJARTUR HANNESSON STJÓRNSÝSLA Flytja á alla starf- semi Vinnumálastofnunar á höf- uðborgarsvæðinu á einn stað. Hún er nú á fjórum stöðum og skapast af því mikið óhag- ræði, að sögn Gissurar Pét- urssonar for- stjóra. Ríkiskaup hafa auglýst eftir tilboðum í 1.800 fermetra skrifstofu- húsnæði fyrir stofnunina með „óvenju stóru móttökusvæði“. Er gerð krafa um góða staðsetningu miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu með góðu aðgengi og nægum bílastæðum. Flutningarnir hanga saman við sameiningu ráðuneyta en nýju velferðarráðuneyti hefur verið valinn staður í Hafnar- húsinu, þar sem höfuðstöðv- ar Vinnumálastofnunar eru til húsa. - bþs Vinnumálastofnun á einn stað: Víkur fyrir vel- ferðarráðuneyti GISSUR PÉTURSSON MENNTAMÁL Á þeim tæplega sex- tán árum sem liðin eru síðan Evrópusambandið fór að styrkja starfsmenntun og skólaverkefni hér á landi hafa tæplega fimm milljarðar króna að núvirði runnið til ýmiss konar verkefna hér á landi. Árangur starfsins verður gerður upp á afmælishá- tíð í dag. „Stærstu áhrifin af þessu starfi hljóta að vera þau að gefa Íslend- ingum tækifæri til að sækja nám í öðrum Evrópulöndum,“ segir Dóra Stefánsdóttir, verk- efnisstjóri hjá Menntaáætlun Evrópusambandsins. „Íslendingar hafa fengið mögu- leika á því að fá styrki til náms, allt frá því að fara í viku nám- skeið og upp í að vera heilu árin í háskólanámi,“ segir Dóra. Forverar Menntaáætlunarinn- ar, Leonardo da Vinci og Socrat- es áætlanirnar, tóku til starfa árið 1995, en runnu síðar inn í Menntaáætlunina. Alls hafa á fjórtánda þúsund Íslendinga fengið styrki til að fara í nám af ýmsu tagi. Verkefnin sem hlotið hafa styrki hafa verið ótrúlega fjöl- breytt, segir Dóra. Að þeim hefur staðið fólk sem starfar á öllum skólastigum, frá grunnskóla upp í háskóla, auk endurmenntunar og fullorðinsfræðslu. „Það skiptir oft miklu máli fyrir venjulegt fólk að geta feng- ið námsstyrk og fara utan til að læra eitthvað nýtt, sem það gat kannski ekki áður. Þetta hefur opnað á ýmiss konar samskipti og leyft Íslendingum að sjá það sem aðrir eru að gera,“ segir Dóra. brjann@frettabladid.is Fimm milljarðar frá ESB til menntamála Á undanförnum 15 árum hafa á fjórtánda þúsund Íslendinga fengið styrki frá Evrópusambandinu til að fara í starfsþjálfun og nám. Fjölbreytt verkefni styrkt segir verkefnisstjóri. Fyrirmyndarverkefni verða verðlaunuð í Ráðhúsinu í dag. Á afmælishátíð Menntaáætlunarinnar sem fram fer í Ráðhúsi Reykja- víkur í dag verða verkefni sem á einhvern hátt hafa skarað fram úr verðlaunuð. Hér eru nokkur dæmi um verkefni sem hafa verið tilnefnd: ■ Leikskólinn Dvergasteinn tók þátt í brúðuverkefni ásamt öðrum evrópsk- um leikskólum. Hver þátttökuskóli var með brúðu sem fór sem nokkurs konar skiptinemi til leikskóla í öðrum löndum, og deildi svo reynslu sinni með börnunum. ■ Nemendur í Flataskóla í Garðabæ tóku þátt í söngvakeppninni Schoolo- vision og unnu keppnina í ár. Skólar frá yfir þrjátíu löndum tóku þátt og voru sigurvegarar kosnir í beinni útsendingu á netinu. ■ Nemendur í Borgarholtsskóla tóku þátt í samvinnu um nemendaskipti. Nemendur úr skólanum sóttu nám í eistneskum skóla í sex vikur. ■ Unnið var að þróun námsleiða í tölvufærni fatlaðra og aldraðra með hjálp yngri kynslóða hjá Sjálfsbjörgu – Landssambandi fatlaðra. Fimm Evrópu- ríki skiptust á heimsóknum kennara og nemenda. Brúður og söngvakeppni tilnefnd Dreifing menntastyrkja ESB 500 400 300 200 100 0 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 ■ Fullorðinsfræðsla ■ Háskólastig ■ Starfsmenntun ■ Grunn- og framhaldsskólastig SLYS Karlmaður á níræðisaldri slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann á Sæbraut rétt fyrir klukkan tvö í gær. Hann var fluttur meðvitundarlaus á gjör- gæsludeild Landspítalans í Foss- vogi, en var ekki í lífshættu, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu. Maðurinn sem var á leið yfir gangbraut við Holtagarða ók rafskutlu og er talið að hann hafi ekið í veg fyrir bílinn sem var á austurleið. Ökumann bíls- ins sakaði ekki. - shá Alvarlegt slys á Sæbraut: Keyrt á mann sem ók rafskutlu FRAKKLAND Eldri konu í París var bjargað á dögunum en hún hafði setið föst inni á baðherbergi sínu í 20 daga. Baðherbergishurðin læstist og þar sem herbergið er gluggalaust átti hún engin ráð með að láta vita af sér. Nokkrir nágrannar konunnar fóru að lokum að undrast og gerðu viðvart. Slökkviliðsmenn brutust inn í íbúðina og komu að konunni aðframkominni af hungri. Það varð henni til lífs að hafa aðgang að rennandi vatni. Konan mun á batavegi. Eldri konu bjargað í París: Var læst inni á baði 20 daga SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.