Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2010, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 25.11.2010, Qupperneq 4
4 25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR ALÞINGI Sex þingsályktunartillögur um rannsóknir hafa verið lagðar fram á Alþingi síðan það kom saman 1. október. Snúa þær að einkavæðingu bankanna, Icesave, Íbúðalánasjóði, starfsháttum í ráðuneytum, athöfnum þingmanna í bús- áhaldabyltingunni og stuðningnum við innrásina í Írak. Tillögurnar eru misjafnlega á vegi staddar; sumum hefur verið vísað til nefndar en aðrar eru óræddar. Alþingi samþykkti í lok september þingsályktun um viðbrögð þess við skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis. Í henni segir að á vegum Alþingis eigi að rannsaka starf- semi lífeyrissjóða og fall sparisjóða auk stjórnsýsluúttektar á Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands. Flytja þarf sérstök þingmál um hverja rannsókn og úttekt. Það hefur ekki verið gert. bjorn@frettabladid.is Alþingismenn vilja að efnt verði til fjölda rannsókna Tillögur að sex rannsóknum liggja fyrir Alþingi. Þingið samþykkti í september að stofna beri til þriggja rannsókna og úttekta. Þingmál til að uppfylla samþykktina hafa ekki enn verið flutt. UNDIR UMRÆÐUM Ekkert bólar á sérstökum þingmálum um rannsóknir á grundvelli samþykktar þingsins frá því í lok september. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Icesave Sérstök rannsóknarnefnd rannsaki embættisfærslur og ákvarðanir stjórnvalda og samskipti þeirra við bresk og hollensk stjórnvöld vegna inn- stæðna í útibúum Landsbank- ans á EES. Fyrsti flutningsmaður er Sigurður Kári Kristjánsson Sjálfstæðisflokki og meðflutn- ingsmenn eru aðrir þingmenn flokksins. Einkavæðing bankanna Einkavæðing og sala hluta- bréfa í Landsbankanum og Búnaðarbankanum og tengd málefni verði rannsökuð. Forseti Alþingis skipi þriggja manna nefnd sjálfstæðra aðila til verksins. Hún hafi sömu heimildir til skýrslutöku og gagnaöflunar og rannsóknar- nefnd Alþingis hafði. Fyrsti flutningsmaður er Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylk- ingarinnar. Aðrir þingmenn flokksins, utan ráðherra, eru meðflytjendur. Íbúðalánasjóður Rannsókn verði gerð á starfsemi Íbúðalánasjóðs frá aðdraganda breytinga á fjármögnun og lánareglum hans sem hrint var í fram- kvæmd 2004. Í kjölfarið verði stefna og starfsemi sjóðsins endurskoðuð. Fyrsti flutningsmaður er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingunni. Þrír samflokks- menn hennar eru á málinu, auk tveggja úr Sjálfstæðisflokki og einum úr Hreyfingunni. Íraksmálið Alþingi kjósi nefnd fimm þingmanna til að rannsaka aðdraganda og ástæður þess að ríkisstjórnin lýsti yfir stuðn- ingi við innrásina í Írak 2003. Nefndin fái vald samkvæmt ákvæði stjórnarskráinnar um rannsóknarnefndir þingsins. Allir þingmenn VG og Sam- fylkingarinnar, utan ráðherra, eru flutningsmenn að málinu, auk þingflokks Hreyfingarinnar og tveggja þingmanna Fram- sóknarflokksins, þeirra Eyglóar Harðardóttur og Höskuldar Þór- hallssonar. Árni Þór Sigurðsson VG er fyrsti flutningsmaður. Starfshættir í ráðuneytum Þriggja manna nefnd rannsaki starfshætti forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis og við- skiptaráðuneytis frá ársbyrjun 2007 til loka september 2010. Rannsóknin beinist að ákvörðunum og atburðum sem tengjast falli bankanna. Þingmenn Hreyfingarinnar flytja málið. Búsáhaldabyltingin Nefnd þriggja sérfræðinga á sviði sakamálaréttarfars, refsi- réttar og stjórnskipunaréttar rannsaki hvort athafnir ein- stakra þingmanna í búsáhalda- byltingunni hafi brotið í bága við lög, og leggi eftir atvikum mat á hvort þeir hafi bakað sér refsiábyrgð. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Fram- sóknarflokksins, er fyrsti flutningsmaður og með honum á málinu eru tveir samflokks- menn hans. Rannsóknirnar sem þingmenn hafa lagt til að ráðist verði í AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is STJÓRNMÁL Félag atvinnurekenda geldur var- hug við frumvarpi fjármálaráðherra um að heimilt verði að bjóða út innkaup í útlöndum. Í grein- argerð þess er vísað til áhuga heilbrigðisráðuneyt- isins og Landspítala á að kanna möguleika á sameig- inlegum lyfjaútboðum með hinum Norðurlöndunum. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að með frumvarpinu sé opnað fyrir mjög almenna heimild til að útfæra opin- ber innkaup í samvinnu við erlendar innkaupa- stofnanir. Það þýði að þau færist úr landi. „Þetta veldur okkur áhyggjum. Það eru til fyrirtæki sem hafa um helming tekna sinna af viðskiptum við ríkið og svona opin heim- ild getur haft mikil neikvæð áhrif á þau, sem gæti leitt til fækkunar starfa,“ segir Almar. Frumvarpið geri ráð fyrir að um viðskiptin gildi lög viðkomandi ríkis. Íslenskri löggjöf sé því vikið til hliðar. Þá hafi fáir íslenskir aðil- ar tök á að taka þátt í sameiginlegum útboð- um ríkja og margir dæmist því úr leik. Markmið frumvarpsins virðist fyrst og fremst vera að lækka lyfjakostnað. Í kostnað- armati fjármálaráðuneytisins segir að hvert prósent í lækkuðu innkaupsverði ségreindra heilbrigðisvara nemi 100 milljóna útgjalda- lækkun. Almar kveðst vitaskuld bera virðingu fyrir því markmiði en hugsa þurfi málið til enda. Þó sparast kunni við sjálf innkaupin geti auk- inn kostnaður, til dæmis, vegna byrgðahalds og flutninga lagst ofan á. Ekki sé vikið að heildaráhrifum í kostnaðarmatinu. - bþs GENGIÐ 24.11.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,3942 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,55 115,09 180,37 181,25 152,41 153,27 20,44 20,56 18,723 18,833 16,351 16,447 1,3739 1,3819 176,38 177,44 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Fyrirsögn fréttar af húsnæðismálum Héraðsdóms Reykjavíkur í blaðinu í gær var röng eins og sjá mátti af efni fréttarinnar. LEIÐRÉTTING Reykjavík Akureyri 20% afsláttur af völdum rjúpnaveiðivörum.Síðustu dagarnir. RJÚPUNNI Ekki missa af ellingsen.is SAMGÖNGUR Kristján Ólafsson, bóndi á Seljalandi, segir að land- eigendur við fljótið telji að fyrir- hugaður flutningur Markarfljóts til austurs vegna áhrifa á Land- eyjahöfn muni hafa mikil áhrif á svæðinu. Í viðtali við eyjar.net segir Kristján að á frostavetrum hafi fljótið sprengt sér leið aust- ur. „Nú er verið að hjálpa til við það af mannavöldum. Þetta eru náttúruhamfarir.“ Kristján segir að fólk hafi orðið að flýja bæi sína á árum áður vegna þessa. „Þarna er tekin skyndiákvörðun, það þarf að skoða afleiðingarnar miklu betur.“ - shá Bændur við Markarfljót: Tilfærsla fljóts- ins varhugaverð LANDEYJAHÖFN Hugmyndin er að beina Markarfljóti til austurs vegna vandræða við höfnina. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 8° 1° 0° 3° 3° 0° 0° 23° 5° 15° 7° 28° -8° 2° 12° -2°Á MORGUN 3-8 m/s. Hvassara SA-til. LAUGARDAGUR Norðlæg eða breytileg átt. 0 -3 -4 0 -4 0 -3 1 -2 4 -6 6 8 6 6 4 8 8 10 5 4 6 -2 -3 -3 -4 -5 -3 -5 -6 -5 -5 SVALT Í VEÐRI Þessa dagana er heldur svalt í veðri. Í bjartviðri kólnar oft töluvert enda streymir varmi óhindraður frá jörðunni þegar ský- in skortir. Á morg- un og laugardaginn má búast við tölu- verðu frosti. Yfi rleitt verður bjart S-til en þungbúnara og stöku él N- og A-til. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður Herir enn í viðbragðsstöðu Herir Kóreuríkjanna eru enn í við- bragðsstöðu og bandarískt flugmóð- urskip er á leiðinni þangað ásamt fylgdarskipum. Bandaríska flotadeild- in mun hefja æfingar með suður- kóreska flotanum. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði enn í dag að Bandaríkin myndu standa við skuldbindingar sínar um að verja Suður-Kóreu fyrir öllum árásum. KÓREURÍKIN Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að heimilt verði að bjóða út innkaup í útlöndum: Innflytjendur óttast um hag sinn ALMAR GUÐMUNDSSON Það eru til fyrirtæki sem hafa um helming tekna sinna af við- skiptum við ríkið og svona opin heimild getur haft mikil neikvæð áhrif á þau. ALMAR GUÐMUNDSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI FÉLAGS ATVINNUREKENDA.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.