Fréttablaðið - 25.11.2010, Síða 12

Fréttablaðið - 25.11.2010, Síða 12
12 25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR Stígur Helgason stigur@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Bætur til meðferðarheimilisins Árbótar Hugsanlegt er að ríkið hafi bakað sér bótaskyldu með greiðslu 30 milljóna króna bóta til meðferðarheimil- isins Árbótar í Þingeyjar- sýslu. Lögfræðingur Götu- smiðjunnar segir að samið hafi verið við skjólstæðing sinn á allt öðrum forsendum í sumar og ætlar með málið lengra á grundvelli jafn- ræðisreglu stjórnarskrár- innar. Í lok júnímánaðar var þjónustu- samningi Barnaverndarstofu við meðferðarheimilið Götusmiðjuna rift vegna ásakana um að Guðmund- ur Týr Þórarinsson (Mummi) hefði haft í hótunum við börn sem voru í vistun á heimilinu. Hinn 15. júlí var síðan undirritaður samningur um starfslok heimilisins, sem fól í sér að Götusmiðjan fékk tæpar 20 milljónir í bætur frá Barnavernd- arstofu sem auk þess lagði út um 10 milljónir vegna ógreiddra launa starfsfólks Götusmiðjunnar. Gísli Kr. Björnsson, lögfræð- ingur Götusmiðjunnar, telur að óeðlilega hafi verið staðið að lokun Götusmiðjunnar. Meintar hótanir Guðmundar Týs í garð ungmenn- anna hafi til að mynda aldrei verið kærðar til lögreglu þrátt fyrir að þess hafi verið krafist af Guð- mundi Tý sjálfum. Af þeim sökum hafi aldrei verið skorið úr því hvort ásakanirnar hafi átt við rök að styðjast eða ekki. Þetta vekur upp spurningar því 1. ágúst barst yfirlýsing frá Guð- mundi Tý og Braga Guðbrandssyni um að sættir hefðu náðst. Í yfirlýs- ingunni kom fram að samkomu- lagið um starfslok Götusmiðjunn- ar hefði verið gert í góðri sátt og fæli í sér farsælar málalyktir fyrir alla aðila. Gísli segir að forsendan fyrir starfslokasamningnum hafi verið sú að Guðmundur Týr skrif- aði undir þessa yfirlýsingu þótt það hafi verið honum þvert um geð. Gísli segir að í ljósi umfjöllun- ar Fréttablaðsins undanfarna daga af því hvernig staðið hafi verið að samningum um starfslok meðferð- arheimilisins Árbótar hyggist Guð- mundur Týr nú leita réttar síns. Samningurinn við Árbót hafi verið gerður á nákvæmlega sama tíma og verið var að semja um starfs- lok Götusmiðjunnar. Aðferðin við samningana hafi hins vegar verið gjörólík. „Mér finnst þetta óeðlileg stjórn- sýsla af ráðherrunum og Barna- verndarstofu, þó af ólíkum ástæð- um,“ segir Gísli. „Mér finnst óeðlilegt að ráðherrarnir blandi sér inn í annað málið en ekki hitt. Þeir hefðu í rauninni átt að stíga inn í bæði málin vegna þess að það voru sömu aðstæður uppi í mál- unum. Að sama skapi finnst mér óeðlilegt af Braga að klára samn- inginn við okkur vitandi vits að það er verið að gera öðruvísi samning við annan aðila í máli sem er alveg eins. Jafnræðisreglan er því aug- ljóslega ekki virt.“ Gísli segist hafa kallað eftir því að Árni Páll Árnason, þáver- andi félagsmála- ráðherra, gengi í málið. Það hafi verið gert strax í lok júní. Ekkert svar hafi borist þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Spurður hvort Árna Páli hafi verið stætt á því að blanda sér í málið, þar sem Barnaverndarstofa sé sjálfstæð stjórnsýslustofnun segir Gísli: „Af hverju virti hann það þá ekki í máli Árbótar?“ Árni Páll hafi verið farinn að beita sér í máli Árbótar löngu áður en málið hafi formlega verið komið á for- ræði félagsmálaráðuneytisins. „Það var full ástæða fyrir Árna Pál að stíga inn í samningaviðræð- urnar við okkur,“ segir Gísli því samningaviðræðurnar við Barna- verndarstofu hafi lítið gengið. Gísli segir að afgreiðsla stjórn- valda á Árbótarmálinu annars vegar og Götusmiðjumálinu hins vegar endurspegli brotalamir innan stjórnsýslunnar. Í Árbótar- málinu hafi ráðherrar beitt sér mjög ákveðið fyrir því að nið- urstaða næðist en ekki í Götu- smiðjumálinu. Árbót hafi af þeim sökum fengið greiddar hærri bætur því auk þess að fá 48 millj- ónir fyrir að starfa út sex mán- aða uppsagnarfrest hafi heimilið fengið 30 milljónir króna í bætur. Götusmiðjan hafi þurft að hætta strax starfsemi og því ekki fengið greiddan uppsagnarfrest heldur aðeins tæpar 20 milljónir króna í bætur. Á grundvelli alls þessa telur Gísli ljóst að jafnræðisreglan hafi ekki verið virt. Hann geti ekki betur séð en að ríkið hafi bakað sér bótaskyldu með þessari ólíku málsmeðferð. „Eftir helgi munum við skjóta málinu til umboðsmanns Alþing- is og senda öllum þingmönnum erindi þess efnis að mál Götu- smiðjunnar verði tekið upp aftur,“ segir Gísli. „Mér finnst ekkert óeðlilegt við það að Alþingi hlut- ist til um það að réttindi þegnanna séu virt af stjórnsýslunni.“ Gísli segir ekki ákveðið hversu háar bætur Götusmiðjan muni fara fram á verði málið tekið upp á ný. „Eðlilegt er að kröfur Árbótar um fastan útlagðan kostnað séu hafðar til viðmiðunar og líka það að það var maður að hætta starf- semi sem hann hafði sinnt í tólf ár.“ Spurður hvort ekki sé nauðsyn- legt að fara í skaðabótamál fyrir dómstólum til að sækja bætur segir Gísli: „Ef við fáum eins fyr- irgreiðslu hjá þingmönnum og ráðherrum og Árbót fékk þá á þess ekki að þurfa.“ Götusmiðjan vill bætur líkt og Árbót GÖTUSMIÐJAN Leiðir þeirra Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, og Guðmundar Týs Þórarinssonar, fyrrverandi forstöðumanns Götusmiðjunnar, skildu síðastliðið sumar þegar Götusmiðjunni var lokað. Árbótarmálið í hnotskurn Fréttablaðið hefur undanfarna þrjá daga sagt frá því hvernig Árni Páll Árnason, þáverandi félagsmálaráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra ákváðu að greiða eigendum meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu þrjátíu milljónir króna í bætur vegna lokunar heimilisins. Þetta var meðal annars gert þvert gegn vilja Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, og vegna þrýstings frá þingmönnum Norð- austurkjördæmis. Fjármálaráðherra segir að sanngirnissjónarmið hafi ráðið för. Barnaverndarstofa hefur þegar greitt tólf milljónir. Ráðgert er að greiða þær átján milljónir sem eftir standa þegar Alþingi hefur afgreitt fjáraukalög. Þegar Braga var tilkynnt um að til stæði að greiða eigendum Árbótar 30 milljónir í bætur mótmælti hann því enda mat Barnaverndarstofa það svo að uppsagnarákvæðið í samningnum við Árbót hefði verið skýrt og því bæri ekki greiða eigendum Árbótar meira en sex mánaða upp- sagnarfrest. Í bréfi sem blaðið hefur undir höndum segist Bragi ekki telja það „samræmast góðri og vandaðri stjórnsýslu að gengið sé frá málinu án þess að leitað sé sjónarmiða ríkislögmanns um greiðsluskyldu ríkis- sjóðs vegna uppsagnar samningsins”. Ráðherrarnir töldu ekki ástæðu til að leita álits ríkislögmanns. Í Frétta- blaðinu í gær var Árni Páll spurður hvers vegna það hefði ekki verið gert. „Ég er lögfræðingur sjálfur og get alveg lesið hvað stendur í þessu uppsagnarákvæði. Það er ekki ótvírætt - langt frá því.” GÍSLI KR. BJÖRNSSON Torfastaðir fengu þrettán milljónir Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, gerði samning um að greiða rekstraraðilum meðferðarheim- ilisins Torfastaða þrettán milljónir króna í bætur fyrir lokun heimilisins árið 2005, eða tæpa 21 milljón að núvirði. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði jafnframt að fyrir utan Árbót í Aðaldal væru Torfa- staðir eina meðferðarheimilið sem fengið hefði bætur eftir uppsögn þjónustusamnings. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að á þeim tíma var leitað eftir áliti ríkislögmanns á því hvort ríkinu bæri skylda til að greiða eigendum Torfastaða bætur. Niðurstaða hans var sú að þar sem samningnum hefði verið sagt upp með lögmætum hætti bæri að hafna öllum kröfum um bætur. Hjálpum þeim sem verst eru settir Næst þegar þú verslar geturðu keypt nauðsynjar sem ekki þurfa að vera í kæli og gefið þeim sem þurfa á hjálp að halda. Þú skilur vörurnar eftir í merktri kerru við útganginn og Hjálparstarf kirkjunnar kemur aðstoð þinni til skila. Aukapokanum má líka skila beint til okkar. Takk! Þessar verslanir eru með: Krónan – allt höfuðborgarsvæðið Bónus – allt höfuðborgarsvæðið og Akureyri Nettó – Mjódd, Hverafold, Akureyri og Reykjanesbær Kostur – Kópavogur Hagkaup – allt höfuðborgarsvæðið og Akureyri

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.