Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2010, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 25.11.2010, Qupperneq 28
28 25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR Þeir sem vinna að jafnréttis-málum vilja að við Íslending- ar séum í fararbroddi á því sviði. Fyrir skömmu var ennfremur greint frá því að hvergi í heimin- um væri meira kynjajafnrétti en á Íslandi. Er það svo? Einn mikilvægasti þáttur jafn- réttismála eru forsjár- og umgengn- ismál en þar er Ísland að jafnaði 15-20 árum á eftir nágrannalönd- unum. Ég ætla að nefna nokkrar staðreyndir í því samhengi. Í fyrsta lagi er athyglisvert að skoða þróun forsjár á Íslandi síð- ustu áratugi. Þar kemur fram að sameiginleg forsjá er orðin lang- algengust en það segir þó lítið því öll félagsleg réttindi miðast ein- göngu við lögheimili barns þó það dvelji til jafns hjá báðum foreldr- um. Þannig skapast ójafnvægi milli foreldra því velferðarkerfið styður eingöngu við lögheimilið en tekur ekkert mið af umgengni barnsins við hitt foreldrið. • Tölur frá Tryggingastofnun benda líka til að lögheimili sé í um 95% tilfella hjá móður. • Um 95% meðlagsgreiðenda eru karlar skv. tölum frá Trygginga- stofnun. Þarna er augljós kynbundinn munur sem rýrir og gengisfellir hlutverk feðra. Í Noregi er félagslegur stuðn- ingur velferðarkerfisins jafnari þar sem barnameðlög miðast við tekjur og umgengni. Hvers vegna ætti slíkt ekki að vera hægt hér? Sé litið nánar á tölur um forsjá og sé hún þá ekki sameiginleg, kemur eftirfarandi í ljós: • Í áratugi hefur forsjá verið í vel yfir 90% tilfella hjá móður eftir lögskilnað eða sambúðarslit sé hún ekki sameiginleg. Þannig var hlut- fallið 92-94% hjá móður á árunum 2001-2008, svipað hlutfall og fyrir 30-40 árum (www.hagstofa.is). Þannig endurspeglast yfir- burðastaða mæðra og er óhætt er að segja að á vettvangi forsjár- og umgengnismála á Íslandi ríkir mæðraveldi. Í öðru lagi er enn ekki hægt dæma í sameiginlega forsjá á Íslandi jafnvel þó það séu bestu hagsmunir barns og foreldrar séu jafnhæfir. • Ísland er eina ríkið á Norðurlöndunum þar sem sameiginleg for- sjá er ekki mögulegur valkostur fyrir dómara jafnvel þó hann telji það bestu hagsmuni barns- ins. Þannig er hægt að þvinga forsjá af hæfu foreldri í kjölfar skilnað- ar og með því rýrnar for- eldrahlutverk þess. Það er því jafnvel ákjósan- legt fyrir annað foreldr- ið að neita sameiginlegri forsjá á hnefanum með hefð og líkur að vopni. Hafi dóm- ari þriðja valkostinn standa báðir foreldrar jafnfætis og sáttalíkur og samstarfsvilji eykst til muna. Þetta er reynslan erlendis. Það er nefnilega fjöldi af hæfum for- eldrum sem eru forsjárlausir gegn vilja sínum því sameiginleg forsjá er ekki valkostur fyrir dómi. Síðast en ekki síst vil ég nefna til- hæfulausar tálmanir og foreldraf- irringu sem fyrirfinnst hér á landi og það er fjarstæða og í raun veru- leikafirring að halda gagnstæðu fram. Það er alvarlegt að árið 2010 komist foreldrar upp með að svipta börn hinu foreldri sínu með til- hæfulausum tálmunum. Þarna er ég að tala um tilhæfulausar tálm- anir sem brjóta gegn úrskurðum yfirvalda um umgengni enda hafi yfirvöld þá ekki talið umgengni ógna velferð barnsins. Úrræði í slíkum málum eru mun skilvirk- ari erlendis og þarf sannarlega að bæta úr þeim hér á landi. Það hljóta allir að vera sammála um það að foreldri sem að mati fagaðila beitir ástæðulausum tálmunum, virðir að vettugi úrskurði og sviptir þannig barn öðru foreldri sínu telst varla hæft foreldri. Þannig ætti t.d. að vera hægt að svipta það forsjá en slík úrræði eru til staðar erlendis – Hvers vegna ættu þau ekki að vera til staðar hér? Fyrir tveimur áratug- um stóð þjóðin agndofa yfir málefnum Sophiu Hansen. Barnsfaðir hennar komst upp með ástæðulausar tálmanir árum saman. Sambæri- leg mál eiga sér stað á Íslandi árið 2010. • Það er brýnt að hafa í huga að tilhæfulaus- ar tálmanir bitna fyrst og fremst á börnunum sjálfum og skaða þau fyrir lífstíð. Það er mik- ilvægt réttlætismál að skilgreina tilhæfulaus- ar tálmanir sem andlegt ofbeldi. Núverandi stjórnvöld kenna sig við norræna velferð og jafnrétti. Það er einmitt á Norð- urlöndum sem þessum málum er betur háttað – stjórnvöld ættu að taka mið að því. Allir eru sammála um að báðir foreldrar eru jafnmik- ilvægir börnum sínum óháð búsetu en núverandi kerfi lítur framhjá því og rýrir foreldrahlutverk ann- ars foreldrisins með sjálfvirkum hætti. Allir eru sammála um að það er úreltur hugsunarháttur að annað foreldrið eigi að víkja til hliðar og vera eins konar áhorfandi að lífi barna sinna en slíkt gerist þó á Íslandi árið 2010. Ef við viljum kenna okkur við raunverulegt jafnrétti og vera í fararbroddi í jafnréttismálum þurfum við foreldrajafnrétti. Það er grunnurinn að raunverulegu jafnrétti. Þá fyrst getur Ísland staðið undir nafni sem fyrirmynd í jafnréttismálum. Ísland – fyrirmynd í jafnrétti? Jafnréttismál Karvel Aðalsteinn Jónsson félagsfræðingur og í stjórn Félags um foreldrajafnrétti Ísland er eina ríkið á Norð- urlöndunum þar sem sameiginleg forsjá er ekki mögulegur valkostur fyr- ir dómara Nýútkomin sjáfsævisaga Tony Blair, A Journey, er eins og vænta mátti mikill og merkileg- ur fróðleikur frá ötulum forsæt- isráðherra sem var við völd í heil- an áratug. Af mörgu er að taka. Í afar ítarlegri frásögn hans af ákvörðuninni um þátttöku í stríð- inu gegn Írak segir í þeirri hreinskilni sem auðkennir skrifin, að hin meintu gereyð- ingarvopn hafi aldrei verið fyrir hendi og aðgerðaáætlun eftir að hernaðarátökum lyki var í molum. Engu að síður er því afdrátt- arlaust haldið fram að Saddam Hussein yrði að víkja. Stefnumarkanir hans til endurlífgun- ar flokksins í New Labour-and- anum svokallaða voru vissulega heilladrjúgar en formennskan var ekki alltaf neitt sældarbrauð. Spurningatími forsætisráðherra í þinginu eru pólitískar stórskylm- ingar og fjölmiðlar, gula press- an og jafnvel stórblöðin og BBC, oft vægðarlausir. George Brown er árum saman að reyna að bola Blair frá og reynist svo lítt hæfur til forystuhlutverks eða „unsuit- ed to the modern type of political scrutiny in which characters are minutely dissected“ eins þarna segir. Kaflinn um dauða Díönu prinsessu hrífur lesandann með á vettvang þeirrar miklu þjóðar- sorgar. Afar athyglisvert var að kynn- ast Evrópuumsvifum ríkisstjórn- ar Blairs og hversu hann helgaði sig hlutverki forsætisráðherrans í þátttöku ákvarðana ESB. Náið vinfengi og virðing verður milli leiðtoganna þótt hart sé stundum deilt. Hann segir í bókarlok að í Evrópusamstarfinu blasi nú við skeið ákvarðana og ekki það þras um stofnanir og ferli sem ESB hafi stöðugt haldið uppi fram að samþykkt Lissabon-sáttmálans. Nú sé tími stefnuákvarðana ef Evrópa ætlar að skipa sér þann sess sem henni ber í samstarfi við Bandaríkin og Kína. Þar hafi fimm atriði grundvallarþýðingu og ekki megi bíða. Þau eru að meginmáli: Í fyrsta lagi þurfi að nýta efna- hagskreppuna til hins ítrasta til að endurskoða hið félagslega módel, samhæfa stefnur í fjármálum og peningamálum og koma á auknu frjálsræði í innri markaðnum. Í öðru lagi þurfi að móta sam- eiginlega evrópska varnarstefnu til að taka á nýrri ógn upp- reisna og hryðju- verka. Í þriðja lagi myndi það vera Evrópu til geypimikils efnahags- legs ávinnings að móta sameiginlega stefnu á sviði orkumála. Í fjórða lagi blas- ir við ógn við gæslu sameiginlegra evr- ópskra landamæra vegna ólöglegra fólksflutninga og skipulegrar glæpastarfsemi. Þetta kallar á hagnýta samvinnu um löggjöf og starfsemi löggæslu en jafnframt þurfi að bægja frá útlendingahatri. Í fimmta lagi er Evrópulönd- um það brýn nauðsyn að stór- auka gæði og samstarf háskóla þeirra sem áður fyrr voru leið- andi stofnanir í heiminum. Tala þeirra í Evrópu sem eru meðal hinna fimmtíu eða hundrað bestu ber skammarlegt vitni um getu- leysi til að nútímavæða. En það er líka spaugilega hlið- in. Á einum leiðtogafundi ESB var Bush Bandaríkjaforseti gest- ur en þegar hann kom var forset- inn, Verhofstadt forsætisráðherra Belgíu, að flytja ræðu um orkumál og nauðsyn þess að hækka gjöld á fljótandi eldsneyti í Bandaríkj- unum. Bensíneyðsla þeirra væri stór hluti vandans. Bush heyrir þetta, líkar illa og spyr vin sinn Tony: Who is this guy? Hann fær að vita það og segir undrandi: Eru nú Belgar farnir að stjórna Evrópu? Tony Blair og Evrópa Evrópa Einar Benediktsson fyrrverandi sendiherra Hann segir í bókarlok að í Evrópusam- starfinu blasi nú við skeið ákvarðana Fyrr í þessum mánuði birtist lágstemmd frétt í fjölmiðlum þess efnis að lögreglustjóri hefði beðið Björgvin Björgvinsson að taka aftur við fyrra starfi sem yfirmaður kynferðisafbrotadeild- ar lögreglunnar, en hann sagði af sér í ágúst sl. vegna ummæla í DV sem erfitt var að túlka á annan hátt en að hann telji kynferðisofbeldis- glæpi ekki síður vera á ábyrgð þol- enda en gerenda, sbr. eftirfarandi ummæli: „Oftar en ekki eru þessi mál tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkom- andi sem er útsettur fyrir því að lenda í einhverjum vandræðum.“ Í þessu sambandi vil ég taka fram að ég held ekki að Björgvin Björgvinsson sé slæmur rann- sóknarlögreglumaður, raunar má vel vera að hann sé einn af okkar allra hæfustu í þeim hópi. Eins held ég ekki að ríkissaksóknari noti óvandaðar aðferðir og fari ekki að lögum í meðferð kynferð- isofbeldismála. Ég trúi því meira að segja að hann vilji vanda sig eins vel hann getur. Staðreyndin er þó sú að það blasir við stór óbrú- uð gjá á milli meintra brota í kyn- ferðisofbeldismálum og úrlausna í dómskerfinu, en þar virðist hvorki rannsóknarhæfni Björgvins né vandaðar starfsaðferðir ríkissak- sóknara geta bætt úr. Mikill minni- hluti þeirra sem verða fyrir kyn- ferðisofbeldi leggur fram kæru. Í málum þar sem kæra er lögð fram er hlutfall niðurfelldra nauðgunar- mála gríðarlega hátt, en árið 2009 var hlutfall niðurfelldra mála 66%. Sakfellt var í sjö málum, en um 240 manns leituðu á neyðarmóttöku og til Stígamóta vegna nauðgana á árinu 2009. Það gleymist oft í þessari umræðu að lög eru mannanna verk og endurspegla þau gildi og valda- tengsl sem eru ríkjandi hverju sinni. Í meistararitgerð Önnu Bentínu Hermansen kynjafræð- ings, sem kynnt var í þættinum Friðhelgi í Ríkisútvarpinu þriðju- daginn 16. nóvember og fjallar um langtímaáhrif kynferðisofbeld- is á konur, dregur Anna Bentína þá ályktun að lagaleg staða kynj- anna sé ójöfn. Samkvæmt úttekt Önnu Bentínu er upplifun fórnar- lamba kynferðisofbeldis af dóms- kerfinu sú að þau séu tortryggð og kerfið sé í raun sniðið að ger- endum. Ofan á kynferðisofbeldið sjálft bætist iðulega sektarkennd og skömm hjá þolendum ofbeldis- ins sem er borin uppi af viðhorfum innan samfélagsins og dómskerfis- ins þar sem ábyrgðinni er velt yfir á þolandann. Mikilvægt skref til þess að vinna gegn kynferðisofbeldi er einmitt að ráðast gegn slíkum viðhorfum. Þau viðhorf að brotaþolar beri á einhvern hátt ábyrgð á ofbeldinu, bjóði hættunni heim með áfengis- neyslu, gáleysislegu framferði og gjálífislegum klæðaburði o.s.frv. er enn ríkjandi og endurspeglast því miður í ummælum Björgvins. Að sjálfsögðu er mikilvægt að vara fólk, og þá sérstaklega ungt fólk, við hættum sem geta fylgt neyslu áfeng- is og annarra fíkniefna, en ummæli Björgvins ganga lengra. Þau styrkja einmitt þessar skaðlegu hugmyndir um ábyrgð brotaþola. Þau fara yfir það strik sem yfirmaður kynferðis- afbrotadeildar má ekki fara yfir ef hann á að viðhalda því trausti sem nauðsynlegt er að ríki milli hans og þeirra sem verða fyrir kynferð- isofbeldi. Hér er í raun um „prins- ip“ mál að ræða sem varðar grund- vallarafstöðu lögregluyfirvalda til þeirra sem þeim ber að vernda og vinna fyrir. Mér fannst Björgvin sýna samfélagslega ábyrgð með því að segja af sér starfi yfirmanns kynferðisafbrotadeildar í ágúst sl. Endurráðning Björgvins nú sýnir fram á vinnubrögð innan lögregl- unnar sem ég tel að ekki sé hægt að sætta sig við. Athugasemd vegna endurráðn- ingar hjá kynferðisbrotadeild Kynferðisbrot Ragnheiður Hrafnkelsdóttir kaupmaður og myndlistarmaður Er upplifun fórnarlamba kynferðis- ofbeldis af dómskerfinu sú að þau séu tortryggð og kerfið sé í raun sniðið að gerendum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.