Fréttablaðið - 25.11.2010, Side 36

Fréttablaðið - 25.11.2010, Side 36
 25. NÓVEMBER 2010 FIMMTUDAGUR2 ● em kvenna 2010 Nú fögnum við þeim árangri að kvennalandsliðið okkar er að taka þátt í stórmóti í fyrsta sinn. Þessu hefur verið beðið eftir, en það kom ekki af sjálfu sér. Stórstígar framfarir hafa átt sér stað í kvennaboltanum á undanförnum árum auk þess sem mikill metnaður er hjá stúlkunum. Einnig hafa þær gott bakland á áhorfendabekkj- unum og margar eiga foreldra sem hafa fylgt þeim öll árin í boltanum. Fyrir fjórum árum var stefna HSÍ sett á stórmót og reynt að skapa umgjörð sem drægi að stuðningsaðila sem væru til í að standa við bakið á átakinu. Fyrirtækin Lyfja, Míla og Ís- landspóstur brugðust vel við og svara því hvert fyrir sig hér í blaðinu af hverju þau eru með. Þá var VR stuðningsaðili fyrstu tvö árin og ber að þakka það. Umfjöllun hefur aukist jafnt og þétt í fjölmiðlum og fylgja Fréttablaðið, Morgunblaðið og RÚV okkur á EM. Það er já- kvætt fyrir sjálfstraust lítill- ar þjóðar að stimpla sig enn einu sinni inn á meðal þeirra bestu, þar viljum við Íslending- ar ávallt vera. Með þessu blaði er reynt að veita smá innsýn í handbolta- heiminn og er það von okkar að lesturinn veiti ánægju um leið og við þökkum þeim fjölmörgu sem studdu verkefnið. Áfram Ísland! Við viljum allt- af vera á meðal þeirra bestu Landliðsnefnd kvenna Frá vinstri: Guðbjörg Jónsdóttir, Þorbjörg Gunn- arsdóttir og Aðalheiður Pálmadóttir. Sitjandi er Árni Þór Árnason. Á myndina vantar Helgu H. Magnús- dóttur og Ásmund Jónsson. S elfyssingurinn Þórir Her-geirsson er þjálfari eins allra besta landsliðs heims, norska landsliðsins, sem á undan- förnum ellefu árum hefur orðið heims-, Evrópu- og Ólympíumeist- ari. Þórir var lengi aðstoðarþjálf- ari Marit Breivik sem náði þessum glæsilega árangri með liðið en tók við sem aðalþjálfari þegar Breivik hætti í fyrra. Þóri tókst að koma liðinu á verð- launapall á sínu fyrsta stórmóti er Norðmenn unnu til bronsverðlauna á HM í Kína í fyrra. Nú stefnir hann á gull enda liðið á heimavelli að þessu sinni. Evrópumeistara- mótið, sem hefst hinn 7. desember næstkomandi, fer fram í Noregi og Danmörku. „Undirbúningurinn gengur þokkalega. Maður vildi auðvitað hafa alla leikmenn fríska en þannig er það yfirleitt ekki í þessum bransa,“ segir Þórir í samtali við Fréttablaðið. „Það er ávallt áskor- un að koma liðinu saman og gera ráðstafanir vegna heilsufars leik- manna og fleira í þeim dúr. En ef okkur tekst að halda góðum dampi á liðinu eigum við möguleika á að fara langt og koma liðinu í baráttu um verðlaun. En að spila á heima- velli getur verið eins og tvíeggja sverð. Hann getur reynst dýrmæt- ur en einnig hættulegur því kröf- urnar vilja verða enn meiri þegar leikið er heima. Við höfum undir- búið okkur eins vel og kostur er og tökum því sem verða vill.“ ÁTJÁN VERÐLAUN Á 24 ÁRUM Norðmenn eru vanir mikillar vel- gengni hjá landsliði sínu. Það er ekki furða enda hafa norsku stúlk- urnar fjórum sinnum orðið Evr- ópumeistarar í þau átta skipti sem keppnin hefur verið haldin. Þar af hafa þær fagnað sigri á síðustu þremur mótum í röð. Reyndar hefur þeim aðeins einu sinni mis- tekist að komast á verðlaunapall á þessum átta mótum en það var árið 2000. Annars er árangurinn fjögur gull, tvö silfur og eitt brons. Þótt ótrúlega megi virðast hafa Norðmenn alls átján sinnum unnið til verðlauna á stórmótum í hand- bolta síðustu 24 árin. Þórir segist þó ekki leiða hugann mikið að því og er ekki hræddur við að takast á við þær miklu kröfur sem gerðar eru til liðsins. TEK ÁSKORUNINNI „Fólk er góðu vant og enginn spyr hvort önnur lið séu góð eða ekki. Það er krafa um að vera í toppbar- áttunni ég hefði ekki tekið að mér þessa stöðu ef ég hefði ekki verið tilbúinn að takast á við það,“ segir Þórir. „Þess fyrir utan er mikill metnaður í leikmannahópnum og við viljum öll ná langt. Við höfum þó inni á milli lent í mótum þar sem við höfum lent í basli. Þetta gengur því ekki alltaf eins og í sögu.“ Norska landsliðið hefur tekið nokkrum breytingum síðan liðið varð bæði Evrópu- og Ólympíu- meistari árið 2008. „Um helming- urinn af liðinu er eftir – góður kjarni 5-6 lykilleikmanna sem eru í kringum þrítugsaldurinn. Þess fyrir utan erum við með yngri leikmenn, þar af þrjár sem urðu heimsmeistarar í flokki U-20 liða nú í sumar. Ég myndi ekki segja að um kynslóðaskipti sé að ræða því við viljum frekar gera þetta smám saman. Handbolti er reynsl- uíþrótt og því hættulegt að missa of marga sterka leikmenn á einu bretti,“ segir Þórir. MARGAR STERKAR ÞJÓÐIR Hann segir stefna í jafna og spenn- andi keppni á EM. „Það eru mörg góð lið að keppa og það er mun meiri breidd í alþjóðlegum bolta í dag en fyrir 10-15 árum. Það eru mörg lið sem geta blandað sér í toppbarátt- una. Það sést best á því að allir riðl- arnir eru gríðarlega sterkir.“ Nor- egur og Rússland hafa átt mestri velgengni að fagna í gegnum árin og þá hafa Ungverjar og Frakkar einnig oft blandað sér í baráttuna um verðlaun. Þórir á von á að það verði einnig tilfellið nú, en að fleiri lið geti blandað sér í slaginn. „Þjóð- verjar eru með skemmtilegt lið sem þeir hafa verið að yngja upp síðustu árin, Spánverjar og Rúmenar eru líka með geysisterk lið og þá hafa Svíar tekið miklum framförum og hafa verið við það að slá í gegn á stórmóti. Danirnir geta líka orðið hættulegir ef allir þeir leikmenn sem hafa verið að glíma við meiðsli geta verið með. Svo eru það þjóð- irnar frá Balkanskaga – þær geta strítt og eyðilagt fyrir mörgum þótt þær verði ekki endilega með í topp- baráttunni,“ segir Þórir. „Ég á von á afar erfiðri keppni fyrir okkur.“ eirikur@frettabladid.is Óhræddur við kröfurnar í Noregi ● Þórir Hergeirsson er landsliðsþjálfari Noregs, eins allra sterkasta landsliðs heims, sem spilar nú á heimavelli. Norðmenn hafa alls fjórum sinnum orðið Evrópumeistarar og hafa einokað titilinn síðustu sex árin. ● ÆTLAÐI BARA AÐ VERA HÉR Í 2-3 ÁR „Upphaflega ætlaði ég bara að vera hér úti í 2-3 ár en þau eru nú orðin 24,“ segir Þórir Hergeirsson sem hefur náð langt sem handknattleiksþjálfari í Noregi á þessum tíma. „Ég er Selfyssingur og tók þátt í því að byggja upp handboltastarfið þar frá því að íþróttahúsið var byggt árið 1978. Ég spilaði með yngri flokkunum og í næstefstu deild með meistaraflokki félagsins. Svo ákvað ég að fara í nám í Íþróttaháskólanum í Ósló,“ segir Þórir. Hann hafi fljótlega eftir það farið á fullt í þjálfuninni. „Ég spilaði með til að byrja með en hætti því þó fljót- lega og hef stundum séð eftir því. En ég var nú aldrei í neinum landsliðsklassa og þá fannst mér alveg eins gott að einbeita mér að þjálfuninni.“ Þórir hóf störf hjá norska handboltasamband- inu árið 1994 eftir að hafa þjálfað félagslið í nokkur ár, þar af karlalið Elverum í fimm ár. Hann á norska eiginkonu og þrjú börn á aldrin- um 10-17 ára. Og það er ekki útlit fyrir að hann sé á heimleið í bráð. „Ég reyndi nú á sínum tíma að plata konuna með mér heim til Íslands. En það varð ekkert úr því enda höfum við það mjög gott hér.“ ÁRANGUR NOREGS Árangur Norðmanna á stórmótum undanfarinn áratug: EM 2000 6. sæti Ólympíuleikarnir 2000 Brons HM 2001 Silfur EM 2002 Silfur HM 2003 6. sæti EM 2004 Gull HM 2005 9. sæti EM 2006 Gull HM 2007 Silfur EM 2008 Gull Ólympíuleikarnir 2008 Gull HM 2009 Brons Þórir Hergeirsson hefur stýrt norska landsliðinu í rúmt ár en var áður aðstoðarmaður Marit Breivik til fjölda ára. NORDIC PHOTOS/AFP Útgefandi: HSÍ Ábyrgðarmaður: Árni Þór Árnason Umsjónarmaður auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson s. 512 5411 Þórir Hergeirsson er ekki eini ís- lenski þjálfarinn í Noregi en æ fleiri íslenskir handknattleiks- þjálfarar hafa ákveðið að freista gæfunnar í Noregi á síðustu árum. Nægir þar að nefna menn eins og Ágúst Jóhannsson, fyrrum landsliðsþjálfara kvenna, Gunnar Magnússon, aðstoðarmann karla- landsliðsins, Alfreð Finnsson, fyrrum þjálfara Gróttu, sem og þá Ólaf Sveinsson og Halldór Harra Kristjánsson. Þá spila einnig fjölmargir ís- lenskir handknattleiksmenn í Noregi. Fleiri þjálfa í Noregi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.