Fréttablaðið - 25.11.2010, Page 37
Við ákváðum að styðja stelpurnar
í handboltanum til þess auka
tækifæri þeirra til þess að sýna getu
sína. Meirihluti starfsmanna og
viðskiptavina Lyfju eru líka konur
svo okkur þótti passa vel að styðja
við konur. Stelpurnar hafa sýnt hvað
í þeim býr og við erum afar stolt af
árangri þeirra.
Þorgerður Þráinsdóttir
Forstöðumaður verslana- og
markaðssviðs.
Míla leggur áherslu á að fyrirtæki taki
samfélagslega ábyrgð. Stefna Mílu
er að taka virkan þátt í uppbyggingu
á íslensku þjóðfélagi. Frá upphafi
ákvað Míla að leggja lóð sitt á
vogarskálarnar með stuðningi við
uppbyggingu afreksíþrótta á Íslandi
með samstarfi við Fimleikasamband
Íslands til þriggja ára. Handbolti
kvenna er í mikilli sókn hérlendis og
Míla vill leggja sitt af mörkum til að
tryggja að sú sókn haldi áfram. Það
er með mikilli ánægju sem Míla tekur
þátt í þessari uppbyggingu og við
óskum þess að kvennaboltinn nái jafn
miklu flugi og karlaboltinn hefur náð.
Með sams konar stuðningi er enginn
efi á því.
Míla hefur þar að auki mótað sér
stefnu í lýðheilsumálum. Fyrirtækið
leggur mikla áherslu á líkamlegt og
andlegt heilbrigði starfsmanna sinna.
Til þess að efna lýðheilsumarkmið
sín styður Míla starfsmenn til
heilbrigðrar hreyfingar og almennrar
hollustu. Stuðningur Mílu við
handboltalandslið kvenna fellur vel að
lýðheilsustefnu Mílu.
Eva Magnúsdóttir,
forstöðumaður hjá Mílu ehf.
Pósturinn hefur alltaf lagt metnað
sinn í að styrkja öflug og þörf málefni
og við viljum láta gott af okkur leiða
varðandi m.a. heilbrigði, menningu,
listir og íþróttauppbyggingu í landinu.
Það að Pósturinn styrki landslið
kvenna í handknattleik er því hluti af
stefnu fyrirtækisins að efla íþróttir
og þá sérstaklega kvennaíþróttir.
Við fögnum því tækifæri að geta
starfað með HSÍ og hvetja til áhuga
á kvennaíþróttum en áður hefur
Pósturinn t.d. styrkt kvennalandsliðið í
knattspyrnu.
Við bíðum spennt eftir að fylgjast
með hvernig stelpunum okkar gengur
á EM í desember og sendum þeim
baráttukveðjur frá öllu starfsfólki
Póstsins.
Ágústa Hrund Steinarsdóttir
Forstöðumaður markaðsdeildar.
Hvers vegna við styðjum kvennaboltann?
Aðalstyrktaraðilar kvennalandsliðs Íslands á EM
eru Lyfja, Míla og Pósturinn