Fréttablaðið - 25.11.2010, Page 41
em kvenna 2010 ●FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 7
Leikjaniðurröðun á EM 2010
UNDANRIÐLAR
A riðill Álaborg
ESP Spánn
DEN Danmörk
ROU Rúmenía
SRB Serbía
Leikir
tveir á dag 7., 9., og 12. desember
Kl. Nr. Viðureign
17:15 1 ESP : ROU
19:45 2 DEN : SRB
17:15 3 SRB : ESP
19:45 4 ROU : DEN
17:15 5 ROU : SRB
19:45 6 ESP : DEN
Úrslit
þrjú efstu fara áfram í milliriðil
Sæti Lið Stig
1. .................................... ......
2. .................................... ......
3. .................................... ......
4. .................................... ......
B riðill Árósar
MNE Svartfjallaland
CRO Króatía
RUS Rússland
ISL Ísland
Leikir
tveir á dag 7., 9., og 12. desember
Kl. Nr. Viðureign
17:15 7 MNE : RUS
19:15 8 CRO : ISL
17:15 9 ISL : MNE
19:15 10 RUS : CRO
17:15 11 RUS : ISL
19:15 12 MNE : CRO
Úrslit
þrjú efstu fara áfram í milliriðil
Sæti Lið Stig
1. .................................... ......
2. .................................... ......
3. .................................... ......
4. .................................... ......
C riðill Larvik
GER Þýskaland
UKR Úkraína
SWE Svíþjóð
NED Holland
Leikir
tveir á dag 7., 8., og 10. desember
Kl. Nr. Viðureign
16:45 13 GER : SWE
18:45 14 UKR : NED
16:45 16 SWE : UKR
18:45 15 NED : GER
16:45 17 SWE : NED
18:45 18 GER : UKR
Úrslit
þrjú efstu fara áfram í milliriðil
Sæti Lið Stig
1. .................................... ......
2. .................................... ......
3. .................................... ......
4. .................................... ......
D riðill Lillehammer
NOR Noregur
HUN Ungverjaland
FRA Frakkland
SLO Slóvenía
Leikir
tveir á dag 7., 8., og 10. desember
Kl. Nr. Viðureign
17:15 20 HUN : SLO
19:15 19 NOR : FRA
17:15 22 FRA : HUN
19:15 21 SLO : NOR
17:15 23 FRA : SLO
19:15 24 NOR : HUN
Úrslit
þrjú efstu fara áfram í milliriðil
Sæti Lið Stig
1. .................................... ......
2. .................................... ......
3. .................................... ......
4. .................................... ......
MILLIRIÐLAR OG ÚRSLIT
● MILLIRIÐILL 1 Þrjú efstu liðin úr A- og B-riðli komast í
riðilinn og taka með sér stigin úr innbyrðisviðureignum. Leik-
ið verður í Herning í Danmörku dagana 13.-16. desember.
● MILLIRIÐILL 2 Þrjú efstu liðin úr C- og D-riðli komast í
riðilinn og taka með sér stigin úr innbyrðisviðureignum. Leik-
ið verður í Lillehammer í Noregi dagana 12.-15. desember.
● ÚRSLITAHELGIN Undanúrslit og leikur um 5. sætið
fara fram í Herning laugardaginn 18. desember. Úrslitaleik-
urinn fer fram í íþróttahöllinni í Herning sunnudaginn 19.
desember.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar
síðan Júlíus Jónasson tók við
kvennalandsliðinu fyrir fjórum
árum. Leikmannahópur lands-
liðsins fer sístækkandi og síðast-
liðið vor braut það ísinn er það
tryggði sig inn á stórmót í fyrsta
skipti.
„Það er mikil tilhlökkun að fara
á þetta mót. Ég hef verið að reyna
að smita stelpurnar af því hversu
frábært það sé að fara á stórmót.
Það hefur engin þeirra farið á
svona mót áður, en ég þekki það
vel frá mínum tíma sem leikmað-
ur í karlalandsliðinu. Það er líka
mikilvægt að við gerum allt sem
við getum til þess að vera vel
undirbúnar og fara síðan á mótið
og njóta þess,“ segir Júlíus.
ÆTLUM AÐ NÝTA OKKUR VANMAT
ANDSTÆÐINGANNA
Þó svo að stelpurnar ætli að njóta
þess að vera með á stórmóti í
fyrsta skipti stendur ekki til að
vera bara einhverjir túristar á
mótinu. Það á að standa sig líka.
„Við höfum rætt það mikið að
við ætlum ekki að vera þarna
sem farþegar. Við erum auðvit-
að samt nýliðar á þessu móti og
erum ekki hátt skrifuð hjá and-
stæðingum okkar. Það er akkúr-
at trompið okkar. Liðin munu ör-
ugglega vanmeta okkur og ef það
gerist verðum við að vera klárar
að koma andstæðingum okkar á
óvart.
Stelpurnar eru meðvitaðar um
þennan möguleika og ætla sér að
nýta hann. Þessar stelpur hafa
keppt að þessu markmiði lengi og
hafa metnað til þess að gera enn
betur en bara að fara á stórmót.
Þær eru hvergi bangnar,“ segir
þjálfarinn ákveðinn.
VERÐUM KLÁRAR Í SLAGINN ÞEGAR
BALLIÐ HEFST
Ísland tryggði sér þátttökurétt
í mótinu síðasta vor og síðan
þá hefur staðið yfir markviss
undirbúningur sem Júlíus er
ánægður með.
„Þetta hefur verið fínn undir-
búningur. Við fórum á mót í Hol-
landi sem var reyndar á óheppi-
legum tíma þar sem okkar tíma-
bil var ekki byrjað þá. Engu að
síður mjög gott. Svo kom 20 ára
lið Norðmanna í heimsókn sem er
mjög sterkt lið. Svo förum við á
stórt mót áður en stóri slagurinn
hefst, sem er frábært. Stelpurnar
ættu því að vera klárar í slaginn
þegar ballið hefst,“ segir Júlíus.
Eins og áður segir er breiddin
í íslenskum kvennahandbolta sí-
fellt að verða meiri og þar af leið-
andi verður alltaf erfiðara fyrir
Júlíus að velja leikmannahóp sinn.
Það er hlutur sem þjálfarar kalla
lúxusvandamál.
„Það hefur gengið ágætlega að
velja í hópinn en það er ekkert
auðvelt. Auðvitað eru alltaf skipt-
ar skoðanir á liðsvalinu hjá bæði
leikmönnum og þjálfurum. Það er
þannig séð af hinu góðu. Við vilj-
um eiga stóran leikmannahóp.
Landsliðsval verður síðan alltaf
umdeilt, sama í hvaða íþrótt það
er.
Ég fæ ekkert að heyra það
mikið en geri mér grein fyrir
því að gagnrýni er hluti af starf-
inu. Ef ég væri ekki til í að taka
slíku myndi ég finna mér annað
starf,“ segir Júlíus, sem telur sig
fara með afar sterkan hóp til Dan-
merkur.
„Kjarninn í þessum hópi hefur
verið lengi saman. Þegar ég kom
að liðinu fyrir fjórum árum fór ég
í að yngja liðið og sá mannskapur
sem hefur verið meira og minna
í hópnum síðan þá er farinn að
þekkjast mjög vel.“
DRAUMURINN AÐ KOMAST
Í MILLIRIÐIL
Ísland er í sterkum riðli á mótinu
með Svartfellingum, Króötum og
Rússum. Fyrir fram er talið að Ís-
land eigi mesta möguleika gegn
Króötum en það er fyrsti leik-
ur liðsins í keppninni. Stelpurnar
verða því að vera klárar frá fyrstu
mínútu.
„Draumur okkar er að komast í
milliriðil í þessu móti. Það er líka
markmið okkar. Þá þurfum við að
vinna einn leik í riðlinum og lík-
lega er mesti möguleikinn á því
í fyrsta leiknum. Það væri stórt
afrek að komast í milliriðil. Þetta
eru mjög sterkar þjóðir allt saman
og það þarf margt að ganga upp
svo við náum markmiðum okkar.
Liðið hefur aftur á móti háleit
markmið og ætlar sér að ná þeim.
Við höfum þegar náð frábærum
árangri en við erum ekki til í að
láta hann duga. Við viljum meira,“
segir þjálfarinn fullur metnaðar.
MUN KVEÐJA LIÐIÐ
STOLTUR EFTIR MÓTIÐ
Júlíus er að þjálfa kvennalands-
liðið í dag samhliða starfi sínu hjá
Val þar sem hann þjálfar karla-
lið félagsins. Þegar Júlíus tók við
því starfi var ljóst að eitthvað yrði
undan að láta og því mun hann
segja skilið við stelpurnar eftir
EM.
Ætlum ekki að vera farþegar
● Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari segir það vera draum íslenska liðsins að komast í milliriðil á EM í Danmörku. „Það væri frábær árangur,“ segir Júlíus
en þrjú efstu liðin í riðli Íslands tryggja sér sæti í milliriðlinum. Júlíus mun hætta að þjálfa landsliðið eftir mótið en hann hefur þjálfað það í fjögur ár.
Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari segir stelpurnar ætla að nýta sér vanmat andstæðinganna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN