Fréttablaðið - 25.11.2010, Qupperneq 42
25. NÓVEMBER 2010 FIMMTUDAGUR8 ● em kvenna 2010
Helga H. Magnúsdóttir hefur
átt óvenjulegan og einstakan
feril í handboltanum, bæði
sem leikmaður og stjórnar-
maður. Helga er eina íslenska
konan sem hefur náð langt
á alþjóðlegum vettvangi
handboltans.
Helga var kosin í mótanefnd Hand-
knattleikssambands Evrópu, EHF,
árið 2000 og verksvið hennar er
Evrópukeppni kvenna. Helga var
þar með fyrsta konan sem kosin
var til embættisstarfa hjá EHF.
Eftirlitsstörf innan sambandsins
komu svo í kjölfarið.
„Ég byrjaði að æfa handbolta
þegar ég var tíu ára og þrettán ára
var ég farin að spila með meistara-
flokki kvenna í FH. Í meistara-
flokknum spilaði ég svo í tuttugu
ár, þar af lengst með Fram, sem ég
spilaði með frá árinu 1967,“ segir
Helga. Á þeim tímapunkti þegar
Helga hætti var hún nýbúin
að eignast sitt þriðja barn en
hætti ekki þess vegna, heldur
var öxlin ónýt.
Helga segir tímann með
Fram hafa verið afar skemmti-
legan og liðið átti farsælan feril,
vann til að mynda ein sextán mót
á tímabilinu 1967-1981. Auk þess
spilaði Helga með íslenska lands-
liðinu í handbolta. Meðan hún
var leikmaður sinnti Helga einn-
ig stjórnarstörfum og hefur verið
í stjórn Handknattleikssambands
Íslands frá árinu 1984 og hefur
setið í framkvæmdastjórn ÍSÍ.
„Jú, það má eiginlega segja að
ég hafi verið viðloðandi handbolt-
ann síðan ég fæddist, setið í alls
kyns nefndum, tekið þátt í for-
eldrastarfinu með mín börn sem
æfa handbolta, starfað í kring-
um kvennalandsliðið og svo mætti
áfram telja. Þetta hefur bara ein-
hvern veginn æxlast svona. Nú
hef ég starfað með mótanefnd
EHF í ein ellefu ár og eftir tvö ár
hef ég fyllt kjörkvótann minn þar
þannig að það er spurning hvað
ég geri næst. Starfið úti var allt
öðruvísi en ég þekkti hér heima
og ég man að það var stórt skref
í fyrstu að sitja á stórum fundum
og segja sína meiningu, en ég lét
vaða, auðvitað með mikinn hjart-
slátt í fyrstu, en ég fékk mínu
framgengt,“ segir Helga og hlær.
„Ég hef yfirleitt verið eina konan
á þessum fundum og þekki það vel
þegar samkoman er ávörpuð „lady
and gentlemen“.“
Helga segir það koma sér vel að
hafa reynslu leikmanns í störfum
eftirlitsmanns. „Maður hefur oft
meiri tilfinningu fyrir því sem er
að gerast úti á velli, að hafa verið
í sporum leikmannsins. Reynslan
skiptir miklu máli og mér finnst
ég vera ein af stelpunum þegar ég
annast eftirlit á leikjunum. Sem er
fínn blekkingarvefur, mér finnst
ég vera síung.“
Helga segist að lokum vera í
skýjunum með gott gengi íslenska
kvennalandsliðsins í handbolta
sem tekur þátt í úrslitakeppni
Evrópumótsins í byrjun desem-
ber. „Þetta vekur athygli hér
sem erlendis og margir óska mér
til hamingju með að Ísland skuli
vera komið í úrslit.“
- jma
Löngu orðin vön að vera
eina konan á fundum
„Ég hef yfirleitt verið eina konan á þessum fundum og þekki það vel þegar samkom-
an er ávörpuð „lady and gentlemen“,“ segir Helga H. Magnúsdóttir, eftirlitsmaður hjá
Handknattleikssambandi Evrópu.
Saffran
Góa Linda
Aðföng
Blikkrás
Bygg
Eskja ehf
Gjögur
Gleraugnaverslun Garðabæjar
Héðinn Schindler
Húsanes
Húsið fasteignasala
Ísfugl
Markaðsnefnd Kindakjöts
Mjólk er góð
Saltkaup
Samhentir
Þökkum stuðninginn
Seyðisfjarðarbær
Síldarvinnslan
Sjúkraþjálfun Garðabæjar
Útfarastofa Kirkjugarðanna
Veitingahúsið Siam
Vísir hf
Þorbjörn
Össur Stoðtækni
Ísafoldarprentsmiðja
Kópavogsbær
Melodíur minninganna
SÍBS
Gull og Silfur
Sjúkraþjálfun Reykjavíkur
Daði Guðmundsson
Downtown Reykjavik Apartments