Fréttablaðið - 25.11.2010, Page 56
mann sem lá mjaðmabrotinn í meira
en mánuð á gólfi heima hjá sér án
þess að nokkur vitjaði hans.
Árni Kristjánsson snýr sér fum-
laus að áhorfendum sem sitja í
hálfhring í salnum og hefur góða
sviðsnærveru og eins er það hreyfi-
mynstur sem leikstjórinn hefur lík-
lega lagt honum til, vel til þess fall-
ið að segja þessa sögu. Hitt er annað
mál að sennilega hefði einleikurinn
allur orðið dramatískari ef hinn
ungi Árni hefði brugðið sér alfarið
í hlutverk gamla mannsins, þar sem
hann hafði jú fengið frásögn hans
í skrifuðu máli. Það er náttúrulega
smekksatriði hvernig maður velur
að segja sögu og hvert er markmiðið
með henni.
Árni segir frá fleirum en þessum
eina manni í einleik sínum. Gamall
Eistlendingur sem neitar alfarið að
fara í síða brók er einn þeirra sem
hann verður að fara með til lækn-
is. Brussuleg pirrandi hjúkka er líka
á sínum stað fyrir svo utan Halldór
Laxness og bókina Sjálfstætt fólk.
Árni er öruggur í framsögn og á
vafalítið eftir að segja fleiri sögur
og ná góðu sambandi við áhorfendur
sína.
Seinni einleikurinn var í höndum
Snæbjörns Brynjarssonar sem
um þessar mundir stundar nám í
japönsku en hefur starfað með Stúd-
entaleikhúsinu og er með leikverk í
smíðum sem sýnt verður í mars hjá
Tilbreytingaleikhúsinu.
Snæbjörn velur fyrirlestrarform-
ið. Hann velur að velta sér upp úr
fyrirlestrum sem nú þegar eru í
gangi og er ekki lengi að smeygja
sér inn undir alla þá föstu frasa
sem flögra frá powerpoint-púltum
þar sem fólk er að nema sjálfsþekk-
ingu eða sjálfsblekkingu. Snæbjörn
velur jakkafatagaurinn. Fyrirtæki
hans blæs upp hugmyndir. Hann er
í þröngum fötum og heldur strikt,
sem undirstrikar vel karakterinn
sem allt þykist vita en er um leið
hjárænulegur. Þegar hann bregð-
ur sér í gjörningahlutverk ætluðu
nú sumir áhorfendur að springa úr
hlátri. Hann treður sér inn í örlít-
inn kassa mannkynssögunnar og
þar veltist hann um millum þess
sem hann virkjar áhorfendur með
ágengum spurningum og leikur sér
að viðbrögðum salarins.
Þetta var heldur skemmtileg
kvöldstund og vonandi verður fram-
hald á þessari höfundasmiðju. Leik-
húsið sjálft er svo falleg umgjörð að
það er eins konar uppljómun í sjálfu
sér að sitja þar á gólfinu.
Elísabet Brekkan
Niðurstaða: Skemmtileg kvöldstund.
Vonandi verður framhald á höfundar-
smiðju Vonarstrætisleikhússins.
36 25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 25. nóvember
➜ Tónleikar
19.30 Helga Þóra Björgvinsdóttir
flytur fiðlukonstert Mendelssohns ásamt
Sinfóníunni í kvöld. Tónleikarnir hefjast
kl. 19 og er hægt að nálgast miða í
Háskólabíói, á www.sinfonia.is og í
síma 545-2500.
20.00 Aðventutónleikar Kvennakórs
Reykjavíkur verða haldnir í Neskirkju í
kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er
miðaverð 3.000 krónur, 2.500 krónur í
forsölu.
21.00 Agent Fresco og Mammút
verða með tónleika á Faktorý í kvöld.
Húsið opnar kl. 21 en tónleikarnir byrja
stundvíslega kl. 22. Aðgangseyrir er
1.000 kr.
➜ Leiklist
21.00 Aukasýning verður hjá Sjónleik
– Áhugaleikhúsi atvinnumanna á
verkinu Ódauðlegt verk um draum og
veruleika í kvöld kl. 21. Sýningin fer fram
í Útgerð Hugmyndahúss háskólanna við
Grandagarð.
➜ Fundir
Árlegur morgunverðarfundur UNIFEM
á Íslandi verður haldinn í dag á Hótel
Loftleiðum. Fundurinn verður frá 8.15-
9.30 og er yfirskriftin Jafnrétti sem
sóknarfæri: heima og að heiman.
➜ Upplestur
20.00 Hið íslenska glæpafélag efnir
til glæpakvölds í kvöld í samvinnu
við Gallery-bar 46 á Hverfisgötu 46.
Höfundar lesa úr verkum sínum. Húsið
opnar kl. 20. Eddi Lár og félagar leika
djass fram til 20.30 þegar upplestur
hefst.
➜ Pub Quiz
20.00 Sammarinn.com stendur fyrir
Fótbolta Pub Quiz til styrktar Fjöl-
skylduhjálp í kvöld kl. 20 á Enska
Barnum við Austurstræti. Þátttökugjald
er 500 krónur og frír drykkur fylgir fyrir
þá/þær sem koma með fatnað/mat-
vöru.
➜ Uppistand
21.00 Uppistand í Tjarnarbíói í kvöld
kl. 21. Fram koma Þórhallur Þórhalls-
son, Þórdís Nadia, Daníel Geir Moritz
og Pálmi Freyr Hauksson. Miðasala fer
fram á midi.is og í miðasölu Tjarnarbíós
og kostar 2.000 kr. inn.
➜ Samkoma
19.00 UNIFEM á Íslandi í samvinnu
við mannréttindasamtök og kvenna-
hreyfinguna á Íslandi standa fyrir Ljósa-
göngu í kvöld í tilefni af alþjóðlegum
degi gegn kynbundnu ofbeldi. Gengið
verður frá Þjóðmenningarhúsinu við
Hverfisgötu kl. 19.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Jóhanna Bogadóttir sýnir ný og
eldri verk sín á vinnustofusýningu
í Hamraborg 9 í Kópavogi.
Jóhanna sýnir þar málverk, litó-
grafíur og fleira. Sömuleiðis sýnir
hún samsetningar með grafík og
ljósmyndum hennar frá fjarlæg-
um löndum. „Flestar þessara sam-
setninga eru með Afríkuljósmynd-
um. Litógrafíurnar sem ég vann
þegar ég kom heim frá Mósambík
beint í hrunið mikla haustið 2008
eru um þemað „einn heimur eða
hvað“ og eru mikið innblásnar af
fólki og þá ekki síst konum sem
ég hitti í Mósambík og Suður-Afr-
íku,“ segir Jóhanna um sýningu
sína.
Sýningin er sem fyrr segir í
Hamraborg 9 í Kópavogi, í fyrr-
verandi bankaútibúi fyrrverandi
banka. Opið er alla daga milli
klukkan 15 og 18 og stendur sýn-
ingin til 28. nóvember.
Vinnustofusýning
Jóhönnu Boga
Leikhús
Á gólfinu og Uppljómun
– einleikir
Vonarstrætisleikhúsið
Leikarar og höfundar: Árni Kristj-
ánsson og Snæbjörn Brynjarsson
Leiðbeinandi: Sveinn Einarsson
Ráðgjafi: Vigdís Finnbogadóttir
Tveir ungir menn, nýútskrifaðir af
Fræða- og framkvæmdabraut Lista-
háskóla Íslands gengu til liðs við höf-
undasmiðju Vonarstrætisleikhússins
þar sem Sveinn Einarsson leiðbein-
ir og Vigdís Finnbogadóttir gefur
góð ráð.
Það er alltaf ákveðin stemning í
því að fara í gamla fallega leikhús-
ið við Tjörnina einkum núna eftir
að myrkur er fallið á og rómantík
skammdegisins verður hluti af
umhverfinu.
Árni Kristjánsson er ungur nýút-
skrifaður háskólanemi, sem hefur
m.a. skrifað og leikstýrt í Kvenna-
skólanum og eins verið aðstoðar-
leikstjóri í íslensku óperunni. Hann
tók sig upp fyrir nokkrum árum og
fékk sér sumarstarf á langlegudeild
fyrir aldrað fólk í Bergen í Noregi.
Að sinna sjúkum, spjalla og aðstoða
gamla í hvívetna verður honum að
yrkisefni í einleik sínum sem fyrst
og fremst fjallar um rígfullorðinn
Hugmynd er allt sem þarf
OPTIMISM SHOP Eitt verka Jóhönnu Bogadóttur á sýningunni í Hamraborg í Kópa-
vogi.
Ástarbréf frá
bónda fast á
hæla Arnaldar
Svar við bréfi Helgu eftir
Bergsvein Birgisson vermir
annað sætið á eftir Furðu-
ströndum Arnaldar Indriða-
sonar á metsölulista Eymunds-
son í flokki innlendra
skáldverka þessa vikuna og
fjórða sætið í öllum flokkum.
Bókin fjallar um aldraðan
bónda sem skrifar bréf til ást-
konunnar sem honum bauðst
að fylgja til borgarinnar forð-
um tíð. Ekki beint formúlan
að metsölubók, ef hún er þá
til. Guðrún Vilmundardóttir
hjá Bjarti, sem gefur bókina
út, segir vinsældir bókarinnar
koma sér ánægjulega á óvart.
„Og þó. Við vissum að við
værum með mikinn dýrgrip
í höndunum en oft ná slíkar
bækur ekki flugi,“ segir hún.
Bókin hefur hlotið mikið
lof hjá gagnrýnendum, meðal
annars fullt hús stiga í Frétta-
blaðinu. „Ég held að velgengni
bókarinnar helgist fyrst og
fremst af því að hún hefur
spurst vel út,“ segir Guðrún.
„Við höfum að minnsta kosti
ekki auglýst hana neitt að ráði
hingað til.“