Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2010, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 25.11.2010, Qupperneq 58
38 25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Vandræðagemlingurinn Kid Rock sendi á dögunum frá sér plötuna Born Free. Ólíkt fyrstu skrefum Rocks í tón- listarbransanum er Born Free kántríplata af gamla skólanum og stefnubreyting- in malar fyrir hann gull. Upp úr aldamótum þegar rapp- rokkið (e.: nu metal) var að renna sitt skeið á enda sendi Kid Rock frá sér plötuna Cocky. Á henni má finna kántrílagið Picture, sem Sheryl Crow söng ásamt Rock. Lagið kom ekki út áreynslulaust. Útgáfufyrirtæki Kids Rock kærði sig ekki um að hann breytti ímynd sinni úr harðgerðum rapprokk- ara í dúnmjúkan kántrísöngvara á einni nóttu og til að bæta gráu ofan á svart náðust ekki samningar við útgáfufyrirtæki Crow um útgáfu lagsins á smáskífu. Henni var því skipt út fyrir söngkonuna Allison Moorer. Lagið gat þá komið út, sló rækilega í gegn og Kid Rock hafði farið í kántríið (e.þ. gone country). Gone country er bandarískt slangur sem lýsir tónlistarmanni sem skiptir yfir í kántrítónlist. Gott dæmi um hljómsveit sem hefur farið í kántríið með góðum árangri er Bon Jovi en árið 2007 sendi hljómsveitin frá sér plötuna Lost Highway. Hún var fyrsta plata hljómsveitarinnar sem fór beint á topp bandaríska Billbo- ard-listans. Slangrið lýsir reynd- ar líka sifjaspelli, en það er eng- inn að saka Kid Rock um slíkt. Dæmi um misheppnaða tilraun til að fara í kántríið er platan Do You Know með Jessicu Simpson frá árinu 2008. Platan gerði nán- ast út af við tónlistarferil Simp- son, sem hefur átt afar erfitt uppdráttar undanfarið. Til að undirstrika þessa nýju ímynd má nefna að Kid Rock eyddi hluta þessa árs í að hita upp fyrir Bon Jovi. Á sama tíma fyrir áratug hitaði hann upp fyrir hljómsveitir á borð við Korn og System of a Down. Það getur enginn sakað Kid Rock um leti. Hann er búinn að vera að lengi; gaf út fyrstu plötuna 1990 og sló í gegn í átta árum síðar með plötunni Devil Without a Cause eftir mikið streð. Rock lýsir nýju plötunni sem lífrænni blöndu af blús og rokki. Rick Rubin stýrði upptökum á plötunni, en hann hefur unnið með meisturum á borð við Johnny Cash, Slayer og System of a Down. Platan er sú fyrsta sem Kid Rock send- ir frá sér sem er ekki með viðvörunarmerki sem varar við óhefluðu orðbragði. Þykir það til marks um nýja ímynd tónlistarmannsins. atlifannar@frettabladid.is Kántrí-upprisa Kid Rock Biblíulegt letur Sólarupprás Engi Byssur Kúrekastígvél Amerískur blæjubíll Leður Kross Tónlistarveitur sem selja tónlist á netinu eru alltaf að sækja í sig veðrið. Gogoyoko býður enn þá notendum að hlusta frítt á alla þá tón- list sem þar er. Þú borgar bara það sem þú halar niður í tölvuna. Tón- list.is býður bæði upp á áskrift og niðurhal og hefur gríðarlegt magn af nýrri og gamalli tónlist í boði, íslenskri og erlendri. Það hefur lengi verið ódýrara að kaupa nýjar plötur stafrænt, en nú er Tónlist. is komin með nýjung til að gera stafræna kostinn enn þá meira spennandi. Með nokkr- um nýútkomnum íslenskum plötum fylg- ir nefnilega fullt af aukalögum sem ekki er hægt að kaupa úti í búð. Þetta á til dæmis við um Næstu jól með Baggalúti. Auk nýju laganna ellefu fylgja jólatónleikarnir frá því í fyrra. Ef þú kaup- ir Best of Bang Gang á Tónlist.is færðu öll lögin sem eru á diskunum tveimur, en líka 13 aukalög, bæði remix og fágætt efni. Bestu kaupin eru samt sennilega í nýju Hjálmaplötunni, Keflavík-Kingston. Með henni fylgja tónleik- ar sveitarinnar í Háskólabíói 30. okt. síðastliðinn í heild sinni. Tveir klukkutímar og 25 lög. Engin smá viðbót það og kostar ekki krónu aukalega! Það er fagnaðarefni að Tónlist.is skuli bjóða upp á nýtt efni sem ekki er hægt að nálgast úti í búð. I-Tunes hefur gert þetta lengi með góðum árangri og löngu kominn tími á að íslenskar tónlistarveitur taki við sér. Það verður nefnilega aldrei of mikið framboð af góðri tónlist! Stafræn ofurtilboð HJÁLMAR Tveggja tíma 25 laga tónleikar fylgja frítt með nýju plötunni á Tónlist.is. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > Plata vikunnar Prinspóló - Jukk ★★★ „Prinspóló gleður með góðu jukki.“ TJ > Í SPILARANUM Hjaltalín - Alpanon Ómar Guðjónsson - Von í óvon Motörhead - The World Is Yours Bubbi - Sögur af ást, landi og þjóð 1980-2010 Robyn - Body Talk HJALTALÍN ROBYN Snillingurinn Bonnie ‘Prince‘ Billy verður á meðal flytjenda á ábreiðuplötu þar sem öll lögin verða af plötunni Seven Swans eftir Sufjan Stevens. Seven Swans kom út árið 2004 og er jafnan talin ein af betri plötum meistara Stevens. Ábreiðuplatan kemur út 22. mars á næsta ári og er gerð að frumkvæði bloggsíðunnar On Joyful Wings. Allur ágóði af sölu plötunn- ar rennur til samtaka sem styrkja rannsókn- ir á brjóstakrabbameini. Bonnie ‘Prince‘ flytur lagið All The Trees of the Field Will Clap Their Hands, en á meðal annarra flytj- enda eru DM Stith, Half-Handed Cloud og Gregory Brothers. Sufjan Stevens tekur ekki þátt í gerð plöt- unnar en gaf verkefninu samþykki sitt. Bonnie ‘Prince‘ tekur Sufjan LEIÐA SAMAN HESTA SÍNA Bonnie ‘Prince‘ Billy hyggst taka þátt í gerð plötu þar sem lög Sufjans Stevens verða endurgerð. Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 18. - 24. nóvember 2010 LAGALISTINN Vikuna 18. - 24. nóvember 2010 Sæti Flytjandi Lag 1 Páll Óskar og Memfismafían ......Það geta ekki allir... 2 Kings Of Leon ................................................Radioactive 3 Blaz Roca Bent og Ragga Bjarna .. Allir eru að fá sér 4 Hjálmar ....................................................Gakktu alla leið 5 Hurts ..........................................................Wonderful Life 6 Rihanna .......................................Only Girl In The World 7 Dikta ......................................................................Goodbye 8 Sálin hans Jóns míns.... Vatnið rennur undir brúnna 9 Robbie Williams / Gary Barlow ........................Shame 10 Mammút ...................................................................Follow Sæti Flytjandi Lag 1 Baggalútur ..........................................................Næstu jól 2 Bubbi ..................................Sögur af ást, landi og þjóð 3 Björgvin Halldórsson .............................................Duet II 4 Prófessorinn og Memfismafían ................. Diskóeyjan 5 Blaz Roca ............................. Velkomin til KópaCabana 6 Hjálmar .................................................Keflavík Kingston 7 Sálin hans Jóns míns................ Upp og niður stigann 8 Helgi Björns og reiðmenn vind .....Þú komst í hlaðið 9 Friðrik Dór ................................................. Allt sem þú átt 10 Regína Ósk ..............................................Um gleðileg jól Umslag nýrrar plötu Kid Rock, Born Free, sýnir að kappinn kann öll trixin til að höfða til sveitalúð- anna í Bandaríkjunum. ÖLL TRIXIN Í BÓKINNI Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Sparaðu með Miele Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár. Miele þvottavélar og þurrkarar eru framleidd til að endast.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.