Fréttablaðið - 25.11.2010, Side 62
folk@frettabladid.is
Þrátt fyrir að Norður-
löndin skilgreini sig
sem velferðarþjóðfélög þá
eru þau einnig gróðarstía fyrir
glæpi og spillingu.
ÁRNI ÞÓRARINSSON
RITHÖFUNDUR
42 25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR
Bíó ★★
Skyline
Leikstjórar: Colin Strause, Greg Strause. Aðalhlutverk: Eric Balfour,
Scottie Thompson, Brittany Daniel, Crystal Reed, Donald Faison,
David Zayas.
Ódýrt og óspennandi
Hópur fólks vaknar í þakíbúð skýjakljúfs um miðja nótt eftir að hafa fengið
sér í aðra tána. Risastór geimskip svífa yfir Los Angeles-borg og svo virðist
sem hinir framandi gestir hafi gangsett eins konar „mann-ryksugu“ sem
sogar fólk upp í geimskipin. Djammararnir ákveða því að halda kyrru fyrir í
íbúðinni um sinn og fylgjast með atferli og aðferðum geimveranna þar til
þau treysta sér til að leggja á flótta.
Þessi söguflétta er að sjálfsögðu afskaplega bjánaleg en gæti eflaust
virkað ef myndin tæki sig ekki svona alvarlega. Vísindaskáldskapur verður
annað hvort að skapa trúverðugar aðstæður (eins langt og trúverðugleikinn
nær) eða halda sig í létt-flippuðum gír. Leikaralið Skyline er af ódýrustu
sort og brellurnar upp og ofan. Þetta gæti ég fyrirgefið ef persónurnar væru
áhugaverðar, eða allavega fyndnar. Það eru þær ekki. Engum stekkur bros.
Ekki leikurunum. Ekki leikstjórunum. Ekki áhorfendum.
Þegar ég hélt að myndinni væri lokið stóð ég pirraður á fætur, renndi upp
yfirhöfninni og hugsaði: „Þetta hefði varla getað verið verra“. En myndinni
var ekki lokið. Ónei. Fimm sprenghlægilegar mínútur voru eftir, og ég hló
svo sannarlega ekki „með þeim“. Þegar þær voru á enda stóð ég aftur á
fætur og hugsaði: „Merkilegt. Þeim tókst að gera þetta enn verra.“
Haukur Viðar Alfreðsson
Niðurstaða: Ein stjarna fyrir Skyline og önnur fyrir skemmtilegu handþurrk-
una á snyrtingu Laugarásbíós. Hún er alltaf jafn hress.
Rithöfundurinn Árni Þórar-
insson rambaði inn á töku-
stað Tíma nornarinnar í
fyrradag en sjónvarpsþátta-
röð Friðriks Þórs Friðriks-
sonar er einmitt byggð á
samnefndri bók höfundar-
ins um Einar blaðamann.
Árni segir það hafa verið
erfitt að skrifa handritið
sjálfur.
Tökur á Tíma nornarinnar standa
yfir um þessar mundir en sam-
nefnd bók, sem kom út fyrir fimm
árum, hefur áður verið sett upp
sem útvarpsleikrit og flutt á Rás
1. Árni Þórarinsson, höfundur bók-
arinnar og handritshöfundur þátt-
anna, segir alltaf fróðlegt að koma
á tökustað. Hann dáist að þeirri
þolinmæði sem kvikmyndagerðar-
menn búi yfir. „Og mér leist bara
vel á það litla sem ég sá.“
Höfundurinn er einnig ánægð-
ur með Hjálmar Hjálmarsson í
hlutverki Einars blaðamanns,
telur leikarann líkjast Einari
eins og mögulegt er. „Hann hefur
forvitið yfirbragð og nær alveg
húmornum.“ Árni skrifaði sjálfur
handritið og fékk góðar ábendingar
hjá bæði Hjálmari og leikstjóran-
um Friðriki Þór. Hann viðurkennir
að það hafi ekki verið auðvelt verk,
kaflar sem honum hafi þótt vænt
um voru látnir víkja, öðru bætt inn
í og atburðarásinni breytt til að
laga bókina að sjónvarpsforminu.
„Sumt var sársaukafullt, annað
skemmtilegt og skapandi, það var
forvitnilegt að gera eitthvað nýtt
úr þessu gamla efni.“
Sjöunda bók Árna um Einar
blaðamann, Morgunengill, kom
nýverið út og hefur fengið lof-
samlega dóma. Spennuþrungið
íslenskt samfélag leikur lykilhlut-
verk í bókinni og Árni segir það
hafa verið meðvitað. „Spennuflétt-
an tekur óvenjusterk mið af sam-
tímanum, samfélagið er eiginlega
dregið út úr aukahlutveri sínu og
sett í aðalhlutverk.“
Íslenskir krimmaaðdáendur
eru ekki þeir einu sem hafa tekið
bókum Árna opnum örmum því
Frakkar eru einstaklega hrifn-
ir af honum. Árni vill ekki meina
að það sé vegna útlitsins þótt það
minni eilítið á franskt ljóðskáld.
„Auðvitað er merkilegt að sjá sam-
tímis á metsölulistum glæpasagna
í Frakklandi kannski tvo eða þrjá
íslenska höfunda. Arnaldur er auð-
vitað fastagestur og svo slæðist ég
þarna inn, Jón Hallur og Stefán
Máni,“ segir Árni sem hefur ekki
farið varhluta af Stieg Larsson-
markaðsvæðingunni. „Ég, rétt eins
og aðrir íslenskir glæpasagnahöf-
undar, við höfum örugglega allir
lesið þær vangaveltur hvort við
værum næsti Stieg Larsson.“
Árni kann enga eina skýringu
á því af hverju norrænar glæpa-
sögur njóti svona mikillar hylli.
„Ég hef tekið þátt í málþingum
um norrænar glæpasögur og vin-
sældir þeirra og menn hafa ekki
getað komið sér saman um neinn
einn hlut. Að mínu mati, fyrir
utan framandi sögusvið, leikur
það stórt hlutverk að þrátt fyrir
að Norðurlöndin skilgreini sig öll
sem velferðarþjóðfélag þá eru þau
einnig gróðrarstía fyrir glæpi og
spillingu.“ freyrgigja@frettabladid.is
Einar er í góðum höndum
ÁNÆGÐUR MEÐ HJÁLMAR Árni Þórarinsson er ákaflega ánægður með Hjálmar Hjálmarsson í hlutverki Einars blaðamanns en
tökur á Tíma nornarinnar standa núna yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hin rómaða þakkargjörðarveisla Hótel Cabin
verður haldin dagana 25. og 26. nóvember.
Í hádeginu 25. og 26. nóvember
Fimmtudagskvöldið 25. nóvember
og föstudagskvöldið 26. nóvember
Verð einungis: 2.750 kr. í hádeginu
3.650 kr. á kvöldin
Léttir djasstónar verða leiknir yfir borðhaldi
á föstudagskvöldinu.
Borðapantanir í síma 511 6030 Guð
jó
n
Ó
–
v
is
tv
æ
n
p
re
n
ts
m
ið
ja
310.000 Bítlaplötur hafa selst á iTunes eftir að sala hófst í síðustu viku. Inni í þessari tölu
eru 13 þúsund eintök af pakka með öllum 16 plötunum.