Fréttablaðið - 25.11.2010, Síða 74
25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR54
golfogveidi@frettabladid.is
„Ég reyni alltaf að veiða, það er
bara vinnan sem er að trufla,“
segir Dagur Jónsson prentsmiður
og stang- og skotveiðimaður.
Dagur segist veiða á flugu eins
lengi og hægt sé. En þegar það sé
ekki hægt grípi hann gjarnan til
strandveiðinnar. Þar noti hann
stöng sem sé 4,2 metrar að lengd
og fimmtíu til sextíu punda línu.
„Ég er að kasta um það bil 150
metra. Það eru töluverð átök en það
eru menn sem kasta miklu lengra
en það – ég er bara ekki búinn að
ná tækninni betur,“ segir Dagur
sem kveðst hafa veitt frá strönd-
inni við Ölfusárósa og upp í Hval-
fjarðarbotn auk þess sem hann fari
á Snæfellsnesið.
„Það er hægt að veiða nánast
hvað sem er í strandveiðinni. Ég
held að ég sé komin upp í fimmt-
án tegundir,“ lýsir Dagur og nefnir
fiska eins og þorsk, ýsu, ufsa, kola,
steinbít, síld, makríl og meira að
segja lax í eitt skipti. Hann hafi
jafnvel dregið krossfisk á land.
Aðspurður um það furðulegasta
sem hann hafi veitt nefnir Dagur
tannlausan steinbít. Hann nefnir
steinbítinn jafnframt sem besta
fenginn. Flest ef ekki allt af því
sem komi á land sé hægt að leggja
sér til munns.
Dagur segir strandveiði stund-
aða frá Vík í Mýrdal og vestur með
allri ströndinni. „Strandveiðimenn
eru mjög spenntir fyrir Landeyja-
höfn. „Þar vestan við og einnig í
Háfsfjöru og í Vík, hafa verið
menn verið að veiða háf,“ segir
Dagur sem kveður vísast mikið
bras að draga slíkar skepnur á
land en það hjálpi þó til að menn
noti víra í önglana og séu með
sterkar línur og öflugar stangir.
Hægt er að veiða frá strönd-
inni allt í kring um landið. Dagur
segir þó að sumir staðir séu betri
en aðrir. Til dæmis séu fáir veið-
anlegir staðir við Hvassahraun
vegna þarafláka.
„Það er mjög gaman að veiða úti
á enda á bryggjunni í Garðinum.
Þar fá menn væna þorska. Eins er
Helguvíkin mjög vinsæl í febrúar.
Þá kemur steinbíturinn þar inn,“
segir Dagur og minnist einnig á
Sandvík vestan við Reykjanesvita.
Það hjálpi honum að hafa oft siglt
í kring um Reykjanesið og þekki
því nokkuð vel til sjávarbotnsins á
þeim slóðum.
Við veiðina notar Dagur sökku
og beitu. „Ég læt sökkva í botninn
og bíð. Ef það gerist ekkert fljót-
lega þá dregur maður aðeins inn
og hinkrar,“ segir hann um veiði-
aðferðina.
Strandveiði er hægt að stunda
allt árið. „Menn þurfa fyrst og
fremst að vera meðvitaðir um
sjávarföll,“ segir Dagur og bend-
ir á að vaxandi áhugi sé fyrir
strandveiðinni enda sé hún afar
skemmtileg. „Þetta snýst mikið
um útiveruna. Strandveiðin er
öðruvísi en hefðbundin stang-
veiði að því leyti að þetta er meira
slark. Það er miklu meira slor í
þessu.“ gar@frettbladid.is
Skemmtilegt í slarki og slori
Dagur Jónsson prentsmiður leitast við að veiða fisk á stöng alla mánuði ársins. Hann hefur veitt frá strönd-
inni við Ölfusárósa og upp í Hvalfjarðarbotn. Auk þess veiðir hann vestur á Snæfellsnesi.
Kálfhagahylur geymir oftast lax alveg frá fyrsta degi
veiðitímans og allt til loka. Kálfhagahylur er langur og
fallegur veiðistaður og alls staðar geta menn átt von
á fiski. Veitt er frá vesturbakkanum og er vissara að
kasta fyrstu umferð frá landi og varast að vaða, þar sem
lax getur ekkert síður legið við vesturbakkann þó svo
austurbakkinn sé oftast líklegri.
Þarna fer fluga einstaklega vel. Sérstaklega getur
reynst skemmtilegt að notast við smáar gárutúpur og
jafnast ekkert á við kraftmiklar yfirborðstökur við þennan
einstaka veiðistað. Þó svo að flugur þyngist jafnan þegar
líða fer að hausti þá er óvitlaust að reyna fyrst með létt-
um flugum og gárutúbum, áður en þyngri flugum/túbum
er kastað, jafnvel þó komið sé vel fram í september.
Veiðistaðurinn: Kálfhagahylur í Stóru-Laxá í Hreppum
Á SVÆÐI 1&2 Fullyrt er að hylurinn geymi lax allt sumarið. MYND/LAX-Á
Veiðifélagið Árnmenn kynnti í
gærkvöld félagsmönnum sínum
ný veiðisvæði. „Þetta eru sjóbirt-
ingsveiðar vor og haust í Grímsá,
og laxveiði með silungavon
yfir sumarið í Úlfarsá (Korpu),
Tunguá í Lundarreykjadal og
Gljúfurá í Húnavatnssýslu,“
segir á vef Ármanna. Á frétta-
vefnum votnogveidi.is kemur
enn fremur fram að Ármenn fái
forkaupsrétt að vissum leyfum á
þessu svæðum sem eru í umsjón
veiðifélagsins Hreggnasa. - gar
Ármenn auka framboðið:
Fá forkaupsrétt
í fleiri ám
Þótt hefðbundnu stangveiðitíma-
bili sé lokið gefast ekki allir upp á
því að kasta fyrir fisk. Á spjall-
þræði veidi.is er lífleg umræða
um strandveiði. Ef eitthvað er að
marka hana þá geta menn gert
góða veiði í Sandvík á Reykjanes-
skaga þar sem Clint Eastwood tók
upp kvikmynd um árið.
„Það dýpkar nokkuð snöggt
þarna en ég var að kasta um 40 til
50 metra út. Það fer líka eftir því
hvar maður er að veiða hvort að
það þurfi langt kast,“ segir einn
sem nefnir sig Beitukónginn og
heldur áfram. „Á einum stað fyrir
sunnan kasta þeir kannski um 20
til 30 metra út með stórum Tobý og
taka þá ufsar og þorskur, fer bara
eftir botnlaginu hvar fiskurinn er.
Oft eru bestu veiðistaðirnir þar
sem það myndast öldubrot svona
30 til 50 metra út frá strönd (grjót
eða eitthvað á botninum) og kastar
maður þá alveg að því og dregur í
land.“
Óþarft að leggja árar í bát:
Veiða af strönd
þótt vetur ríki
SANDVÍK Nálægt Reykjanesvita eru
góðar strandveiðislóðir.
Sala stangveiðileyfa fyrir næsta
sumar er að komast á aukið skrið.
Í Veiðifréttum Stangaveiðifélags
Reykjavíkur segir að forúthlut-
un leyfa, sem er á vissum tímum
á tilteknum svæðum, hafi geng-
ið vel. Þó séu enn nokkur laus
leyfi. Almenn úthlutun sé síðan
fram undan. Í þeirri umferð
njóta félagsmenn SVFR forgangs
og tuttugu prósenta afsláttar.
Þá hefur Lax-á sett í gang sölu
nokkurra svæða á agn.is. Þar er
nú meðal annars hægt að kaupa
leyfi í Norðlingafljóti og Brynju-
dalsá. - gar
Segja veiðileyfasölu góða:
Margir kaupa
leyfi næsta árs
STEFNUMÓT 2011 Veiðimenn eru byrjaðir
að tryggja sér stundir við árbakkann
næsta sumar.
Skipt verður um alla stjórnar-
menn neima einn í Stangaveiði-
félagi Reykjavíkur á laugar-
daginn. Erfiðleikar steðja að
SVFR. Auk þess sem félagið
tapar miklu fé á urriðasvæðun-
um í Laxá þá hefur það nú misst
frá sér gamalgróin svæði á borð
við Syðri-Brú og Stóru-Laxá
og óvíst er með Ásgarð. Aðeins
einn stjórnarmaður gefur kost á
sér til endurkjörs og etur kappi
við fimm nýja frambjóðendur
um fjögur stjórnarsæti. Fimmta
sætið er frátekið fyrir formann
stjórnarinnar. Aðeins Bjarni
Júlíusson gefur kost á sér í það
embætti. Hann hefur áður verið
formaður. - gar
Mannabreytingar hjá SVFR:
Stjórnarkjör á
erfiðum tímum
FÉLAGSMENN í Stangaveiðifélagi
Reykjavíkur mega kjósa í stjórnarkjóri
félagsins á aðalfundi á laugardag.
4.000 TILBOÐ bárust í leigu á veiðiréttindum í Ásgarði. Sveitarstjórnin hefur falið lögmanni
að gera áreiðanleikakönnun á tilboðunum.
3
FJÖRUVEIÐI Í HVALFIRÐI Hér er Dagur á góðri stund við veiðar í fjörunni í Hvalfirði. MYND/DAGUR
KOLI KOMINN Á LAND Guðmundur Páls-
son nýbúinn að landa kola í Hvalfirði.
MYND/DAGUR
BJARNI JÚLÍUSSON