Fréttablaðið - 25.11.2010, Side 78
58 25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR
„Það verður að endurskoða þenn-
an lista,“ segir Emil B. Karlsson,
forstöðumaður Rannsóknarseturs
verslunarinnar.
Birtingu metsölulista bókaút-
gefenda, sem unninn er af Rann-
sóknarsetri verslunarinnar, var
frestað í gær vegna athugasemda
annarra bókaútgefenda við sölu-
tölur á ævisögu Jónínu Benedikts-
dóttur eftir Sölva Tryggvason
sem verslanir N1 selja. Jón Gunn-
ar Geirdal, markaðsstjóri N1,
segir ekkert athugavert við töl-
urnar frá fyrirtækinu en á föstu-
daginn í síðustu viku var greint
frá því að starfsmenn bókaversl-
unarinnar Office 1 hefðu keypt í
kringum 300 bækur og haft þær
til sölu á hálfvirði. Bókaútgefend-
ur vilja nú vita hvort þau eintök
séu tvítalin á metsölulistanum,
hvort listinn styðjist við tölur frá
bæði N1 og Office 1.
Jón Gunnar vísar því á bug að
Office 1 hafi keypt bók Jónínu af
lager fyrirtækisins. „Við getum
ekkert gert ef einhver kemur í
okkar verslun, kaupir þrjár eða
þrjú hundruð bækur og selur þær
á niðursprengdu verði. Það hafði
enginn hjá Office 1 samband við
okkur og við höfum ekki nein-
ar nákvæmar tölur yfir hversu
margar bækur þeir keyptu.
Þessi eintök eru því inni í okkar
tölum.“
Orð Jóns Gunnars stangast
algjörlega á við það sem Emil B.
Karlsson, forstöðumaður Rann-
sóknarseturs verslunarinnar,
segir í samtali við Fréttablaðið.
„Þetta kemur mér alveg í opna
skjöldu,“ segir Emil. Því til stuðn-
ings vísar hann meðal annars í
tölvupóst sem honum barst frá
N1 en þar kemur fram að eintök-
in sem Office 1 keypti yrði ekki
inni í tölum frá N1. „Okkur var
sagt að það væri ekki verið að
telja sömu eintökin,“ segir Emil.
Þegar þetta var borið undir Jón
Gunnar sagði hann þetta hljóta að
vera misskilning.
Kjartan Örn Sigurðsson, for-
stjóri Egilsson hf. sem rekur
verslanir Office 1, staðfesti í
samtali við Fréttablaðið að keypt
hefðu verið 300 eintök. Hann segir
tvo bílstjóra hafa farið á vegum
fyrirtækisins á átta bensínstöðvar
og keypt bókina. Eintökin 300 hafi
selst upp á föstudaginn. Kjartan
upplýsir jafnframt að þessi 300
eintök hafi verið inni í sölutölun-
um sem sendar voru til Rannsókn-
arseturs verslunarinnar.
Kristján Bjarki Jónasson, for-
maður Félags bókaútgefenda,
sagðist í samtali við Fréttablað-
ið vera orðlaus. „Við báðum um
einfaldan hlut, að fá staðfestingu
hjá Rannsóknarsetrinu að eintök-
in væru ekki tvítalin og að listinn
væri réttur. Ég leyfði mér bara að
trúa þeim.“ freyrgigja@frettabladid.is
SJÓNVARPSÞÁTTURINN
„Ef þú spyrð mig, þá á að senda öllum útrásarvík-
ingunum þessa bók og kannski vakna einhverjir
þeirra til lífsins,“ segir Huginn Þór Grétarsson rit-
höfundur. Hann gefur út fjórar barnabækur fyrir
jólin en ein þeirra, „Kanínan sem fékk ALDREI
nóg“, minnir óneitanlega mikið á útrásina alræmdu.
„Bókin fjallar um kanínu sem fellur fyrir freist-
ingum og vill alltaf meira og meira. Kanínan sæk-
ist eftir grænmeti í bókinni, en það er tákn fyrir
auðæfi og peninga. Hún gefur sér aldrei tíma til að
borða grænmetið, því hún veit að það er meira af
því handan hornsins,“ segir Huginn.
Hann segir að hver geti skilið bókina á sinn hátt.
„Börnin sjá gráðuga kanínu og flottar myndir en
fullorðna fólkið sér útrásarvíkingana fyrir sér.“
Huginn segist ekki hafa verið með neinn sérstak-
an útrásarvíking í huga þegar hann skrifaði bók-
ina. „Þeir hlupu á þúsundum, þessir útrásarvíking-
ar. Þetta ástand var orðið svakalegt,“ segir Huginn,
sem sjálfur er lærður viðskiptafræðingur.
„Það er alltaf verið að tala um að grunnskóla-
börn þurfi að fá fræðslu um siðferði. Bókin er ein-
mitt eitthvað sem gæti komið í veg fyrir að þau falli
í þessa gryfju. Við viljum ekki sjá þetta endurtaka
sig,“ segir viðskiptafræðingurinn og rithöfundur-
inn Huginn Þór Grétarsson. - ka
Barnabók um útrásarvíkinga
VILL GEFA ÚTRÁSARVÍKINGUM BÓKINA Huginn Þór segir að
útrásarvíkingarnir hefðu gott af því að lesa bókina um kanín-
una sem aldrei fékk nóg. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Þetta verður mjög skrautlegur
og flottur þáttur,“ segir Sigrún
Stefánsdóttir, dagskrárstjóri
RÚV.
RÚV hóf nýlega framleiðslu
á þætti um líf og starf popp-
stjörnunnar Páls Óskars
Hjálmtýssonar. Þátturinn verð-
ur á dagskrá laugardaginn 18.
desember, þegar Hringekjan
hefur runnið sitt skeið.
„Sigurlaug Jónasdóttir er
að byrja að vinna þáttinn með
Páli. Þetta verður mjög glæsi-
legur og flottur þáttur svona
rétt fyrir jólin,“ segir Sigrún
og bætir við að mikið sé til af
efni um Pál sem gaman verð-
ur að sýna áhorfendum. „Hún
var að sýna mér bunkana úr
safni, það er alveg fullt af
efni til um hann.
Eðli málsins sam-
kvæmt verður Páll
Óskar eini viðmælandi
þáttarins og mun Sigur-
laug spyrja hann
spjörunum úr.
Þá verður hann
henni innan
handar þegar
efnið úr for-
tíðinni verður
valið. - afb
RÚV gerir þátt um Poppstjörnu Íslands
POPPSTJARNA Á RÚV Sigurlaug Jónasdóttir vinnur að þætti um
poppstjörnu Íslands – Pál Óskar Hjálmtýsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Sex and the City er bestur en
annars horfi ég líka á Gossip
Girl, Desperate Housewives og
Grey‘s Anatomy.“
Ásdís Svava Hallgrímsdóttir, fyrirsæta og
flugfreyja.
„Kræsingar fyrir hinn kröfuharða
krimmalesanda.“
POLITIKEN
„VERÐUGIR ARFTAKAR
STIEG LARSSONS.“
LA GACETA DE LOS NEGOCIOS
PÁLL BALDVIN BALDVINSSON / FRÉTTATÍMINN
FiNNSKi
HESTURiNN
„Fimm stjörnu
Ólafía Hrönn“GB, Mbl
Fös 26.11. Kl. 20:00
Lau 27.11. Kl. 20:00
Fös 3.12. Kl. 20:00
Lau 4.12. Kl. 20:00
Fös 10.12. Kl. 20:00 Aukas.
Lau 27.11. Kl. 13:00
Lau 27.11. Kl. 15:00
Sun 28.11. Kl. 13:00
Sun 28.11. Kl. 15:00 100. sýn.
Sun 5.12. Kl. 13:00
Sun 5.12. Kl. 15:00
Mið 29.12. Kl. 16:00 br. sýn.t.
Fim 30.12. Kl. 16:00 br. sýn.t.
Fös 26.11. Kl. 20:00 Fös 2.12. Kl. 20:00 Fim 3.12. Kl. 20:00 Aukas.
U
U
Finnski hesturinn (Stóra sviðið)
Fíasól (Kúlan)
Hænuungarnir (Kassinn)
Íslandsklukkan (Stóra sviðið)
Gerpla (Stóra sviðið)
Ö
Leitin að jólunum
Ö
Ö Ö
Ö
U
Ö
Ö
Lér konungur (Stóra sviðið)
Sun 26.12. Kl. 20:00 Frums.
Þri 28.12. Kl. 20:00 2. sýn
Mið 29.12. Kl. 20:00 3. sýn
Lau 8.1. Kl. 20:00 4. sýn
Sun 9.1. Kl. 20:00 5. sýn
Fim 13.1. Kl. 20:00 6. sýn
Fös 14.1. Kl. 20:00 7. sýn
Fös 21.1. Kl. 20:00
U
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
U
Ö
U
Ö
Ö
U
U
Ö
U
U
U
Ö
Lau 27.11. Kl. 20:00
Sun 28.11. Kl. 20:00
Lau 4.12. Kl. 20:00
Sun 5.12. Kl. 20:00
Mið 24.11. Kl. 19:00 Aukas.
Fim 25.11. Kl. 19:00 Aukas.
Fös 10.12. Kl. 19:00 Aukas.
Lau 11.12. Kl. 19:00 Aukas.
Sun 12.12. Kl. 19:00 Aukas.
Fim 30.12. Kl. 19:00
Fös 7.1. Kl. 19:00
Lau 15.1. Kl. 19:00
Sun 16.1. Kl. 19:00
Lau 22.1. Kl. 19:00
Sun 23.1. Kl. 19:00
Lau 27.11. Kl. 13:00
Lau 27.11. Kl. 14:30
Sun 28.11. Kl. 11:00
Sun 28.11. Kl. 13:00
Sun 28.11. Kl. 14:30
Lau 4.12. Kl. 11:00
Lau 4.12. Kl. 13:00
Lau 4.12. Kl. 14:30
Sun 5.12. Kl. 11:00
Sun 5.12. Kl. 13:00
Sun 5.12. Kl. 14:30
Lau 11.12. Kl. 11:00
Lau 11.12. Kl. 13:00
Lau 11.12. Kl. 14:30
Sun 12.12. Kl. 11:00
Sun 12.12. Kl. 13:00
Sun 12.12. Kl. 14:30
Lau 18.12. Kl. 11:00
Lau 18.12. Kl. 13:00
Lau 18.12. Kl. 14:30
Sun 19.12. Kl. 11:00
Sun 19.12. Kl. 13:00
Sun 19.12. Kl. 14:30
U
8. sýn
U
Ö
U
U
U
U
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
U
Ö
Ö
U
U
U
U
U
U
U
U
U
U
U
U
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRI ÍÞRÓTTIR
Meiri Vísir.
BÓK TVÍTALIN Á METSÖLULISTA
2. N1 hafði
þessi 300
eintök með
í sölutölum
sem olíufé-
lagið sendi
rannsóknarsetri
verslunarinnar,
sem sér um
metsölulista
bókaútgefenda.
4. Metsölulisti
bókaútgefenda var
ekki sendur út á
tilsettum tíma vegna
misvísandi upplýsinga
um sölu á Ævisögu
Jónínu Ben. 300 ein-
tök sem seldust voru
talin sem 600.
3. Office 1 hafði
sömu 300 eintök
í sölutölum sem
verslunin sendi
rannsóknarsetri
verslunarinnar. Bókin
var því tvítalin.
1. Á föstudaginn í
síðustu viku bárust
fréttir af því að
Office 1 hefði keypt
300 eintök af N1
og ætlað að selja
þær á hálfvirði.
Bókin seldist upp í
Office 1 fyrir hádegi
að sögn forstjóra
Egilsson hf. sem
rekur Office 1.
EMIL B. KARLSSON: ÞETTA KEMUR MÉR ALGJÖRLEGA Í OPNA SKJÖLDU
Ævisaga Jónínu tvítalin á
metsölulista bókaverslana