Fréttablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 2
2 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR Páll, er allt á sömu rafbókina lært? „Það er engum blöðum um það að fletta.“ Á rafbókarsíðunni Lestu.is má finna sígild bókmennaverk, jafnt íslensk sem þýdd. Páll Guðbrandsson er kynningarstjóri Lestu.is. Í HÉRAÐSDÓM Maðurinn hélt bréfpoka fyrir andlitinu þegar hann var leiddur í héraðsdóm í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DÓMSMÁL Gæsluvarðhald var í gær framlengt til 11. febrúar yfir karlmanni á fimmtugsaldri, sem setið hefur inni vegna gruns um að hafa nauðgað konu í Reykja- vík um síðustu helgi. Maður- inn kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Krafist var gæsluvarðhalds yfir manninum á grundvelli almannahagsmuna og til vara var lögð fram krafa um farbann. Maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað konunni, sem var mjög ölvuð, inni á salerni á skemmtistað. Framburður vitna og upptökur úr öryggismyndavél- um styrkja þann grun lögreglu. Maðurinn hefur neitað sök. - jss Kærði úrskurð til Hæstaréttar: Meintur nauðg- ari áfram inni ÍÞRÓTTIR Reykjavíkurleikar fara nú fram í fjórða skipti í Laugar- dalnum. Það eru Íþróttabandalag Reykjavíkur og íþróttafélögin í borginni sem standa að leikunum með stuðningi borgarinnar. Á leikunum er keppt í tólf greinum: fimleikum, bogfimi, keilu, skylmingum, júdó, dansi, borðtennis, listhlaupi á skautum, frjálsum íþróttum, badminton, sundi og kraftlyftingum. Reiknað er með því að um 400 erlendir gestir verði hér á landi vegna leikanna. - þeb Reykjavíkurleikar fara fram: Fjöldi erlendra þátttakenda EFNAHAGSMÁL Vel hefur tekist til við að draga úr halla á fjárlögum og koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Nýtt Icesave-samkomulag er mun hagstæðara en fyrri samningar sem kynntir hafa verið og flýtir fyrir bata efnahagslífsins. Þetta segir Julie Koz- ack, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, AGS, hér á landi. AGS birti skýrslu um framgang efnahagsáætlunar stjórnvalda og sjóðsins í kjölfar fjórðu endur- skoðunar áætlunarinnar í gær. Þar kemur fram að efnahagslífið hér sé smám saman að koma út úr djúpri kreppu og megi búast við hagvexti á árinu, þeim fyrsta í á þriðja ár. Helsta áhyggjuefn- ið er mikið atvinnuleysi. Átta prósenta atvinnuleysi mældist í desember á nýliðnu ári, sam- kvæmt nýbirtum tölum Hag- stofunnar. Kozac sagði á símafundi frá Washington um það leyti sem skýrslan var birt í gær að efnahagsáætlunin væri á réttri leið. Vel hafi tekist við fjárhags- lega endurskipulagningu heimila þótt enn eigi eftir að laga til hjá fyrir- tækjum og muni samstarfinu ljúka eins og um var samið í ágústlok. Seðlabankinn mun á næstunni kynna endurskoðun á afnámi gjaldeyrishafta. Kozac vildi ekki tjá sig um áætlanir áður en þær verða kynntar. Hún benti á að höft- in hefðu skilað tilætluðum árangri og það yrði að afnema þau í skref- um. - jab Miklar framfarir hér eftir kreppuna, segir Julie Kozack, sendifulltrúi AGS á Íslandi: Hefur áhyggjur af atvinnuleysi JULIE KOZAC Sendifulltrúi Alþjóðagjald- eyrissjóðsins segir efnahagsáætlun stjórnvalda á áætlun. Hún hefur áhyggjur af miklu atvinnuleysi. EVRÓPUMÁL Maria Damanaki, sjáv- arútvegsstjóri Evrópusambandsins (ESB), boðaði í ræðu í gær að endur- skoðuð fiskveiðistefna sambandsins yrði „einfaldari, grænni og svæðis- bundnari“. Damanaki sagðist myndu sjá til þess að skrifræði yrði minna og ábyrgðin yrði færð á hendur aðild- arríkjunum. „Færri ákvarðanir verða tekn- ar í Brussel. Í framtíðinni verða ákvarðanir teknar af aðildarríkjum við hvert hafsvæði. Til dæmis munu ríkin við Norðursjó geta samið um nýtingu stofna þar.“ Bæði verður sjóðakerfi sjávar- útvegsins einfaldað og lagaramm- inn verður einfaldari, en Damanaki lagði einnig áherslu á að vitundar- vakningar væri þörf varðandi brott- kast og að það væri meginatriði í komandi endurskoðunarferli. Úlfar Hauksson, stjórnmálafræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands, segir þessi ummæli Damanakis samræm- ast hugmyndum sem hafa verið í deiglunni að undanförnu. „Þó þetta sé ekki nýtt í sjálfu sér, þá hafa orð hennar mikið vægi og ljóst er að þessar hugmyndir eru komnar upp á hærra stig.“ - þj Aukin áhersla á svæðisstjórn í endurskoðun fiskveiðistefnu ESB: Valdið frá Brussel til ríkjanna VALD TIL RÍKJANNA Hugmyndir eru uppi um að frekara vald í sjávarútegsmálum færist frá Brussel til aðildarríkjanna. NOREGUR Lögreglan í Noregi leit- aði í gær að árásarmanni sem skaut á tvo menn og eina konu í almennings garði í bænum Sande- fjord skammt frá Ósló. Þau voru öll flutt á sjúkrahús og voru tvö þeirra í lífshættu. Vitni segja árás- armanninn vera kominn á efri ár og hann hafi verið með hund. Skotárásin var gerð á stað í garðinum þar sem er þekktur samkomustaður fólks úr fíkniefna- heiminum. Lögreglan hefur stað- fest að þau þrjú, sem skotið var á, tengist þeim heimi. - gb Þrjú skotin í Noregi: Árásarmanns leitað í gær UMHVERFISMÁL Stór hluti hrygning- ar urriða hefur að öllum líkindum drepist í Stangarlæk í Grímsnesi eftir áramótin. Svo virðist sem urriðarnir hafi orðið innlyksa í litlu vatni og frosið í kuldakastinu í síðustu viku. Lækurinn er talinn helsta hrygningar- og uppeldis- svæði urriðans í Apavatni. Veiðimálastofnun barst tilkynn- ing um tugi dauðra urriða í Stang- arlæk mánudaginn 10. janúar, en lækurinn er um tólf kílómetra langur og á upptök sín í Lyngdal á Lyngdalsheiði og fellur hann í Apavatn. „Þótt Stangarlækur sé ekki stór er hann talinn mikilvægur sem hrygningar- og uppeldissvæði, einkum fyrir urriða úr Apavatni. Hætta er á að verulegur hluti hrygningarfiska og seiða hafi far- ist. Það gæti haft áhrif á stofn- stærð á næstu árum. Vert að gera frekari rannsóknir á afdrifum seiða á þessu svæði þegar aðstæð- ur leyfa,“ segir á vef Veiðimála- stofnunar. Við vettvangsskoðun mátti hvar- vetna sjá þykkan klaka og botn- frosinn ís á læknum. Voru um fimm kílómetrar ísi þaktir en með engu vatnsrennsli. Alls fundust milli sextíu og átta- tíu dauðir urriðar, flestir þrjátíu til fjörutíu sentimetra langir og voru þeir flestir frosnir í ís. Sérfræð- ingar Veiðimálastofnunar fundu engin dauð seiði en telja líklegt að seiði á svæðinu hafi einnig drep- ist. Sjö urriðar voru teknir til frek- ari skoðunar og kom í ljós að fisk- urinn virðist hafa verið í miðri hrygningu sem er óvenjulegt þar sem hrygningartími urriða á Suð- urlandi er helst í október og nóv- ember. Þessi óvenjulegi fiskdauði er nokkur ráðgáta að sögn sérfræð- inga, en líklegast er að lækurinn hafi verið mjög vatnslítill í haust og framan af vetri. Í kjölfar rign- ingar á annan í jólum óx mjög í læknum og urriðinn er þá talinn hafa gengið upp í lækinn. Þegar stytti upp þvarr árvatnið fljótt og frysti í kjölfarið sem hefur vald- ið því að fiskarnir sátu eftir og drápust. svavar@frettabladid.is Urriði í hrygningu fraus í Stangarlæk Óttast er að verulegur hluti hrygningarfisks og seiða hafi drepist í Stangarlæk í Grímsnesi í frostum eftir áramótin. Lækurinn er talinn helsta hrygningarsvæði urriða í Apavatni. Sérfræðingar fundu tæplega hundrað urriða frosna í ís. FRUSU Í HEL Við vettvangskönnun fundust tugir urriða dauðir. Sérfræðingar telja mikinn fjölda dauðra fiska hafi leynst í læknum undir ógegnsæjum ís. MYND/VEIÐIMÁLASTOFNUN KJARAMÁL Jóhanna Sigurðardótt- ir forsætisráðherra segir á fés- bókarsíðu sinni að óboðlegt sé að Samtök atvinnulífsins (SA) taki kjaraviðræður í gíslingu með kröfu um úrlausn í endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Þessi ummæli koma í kjölfar krafna SA um að breyting laga sé forsenda kjarasamninga. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir við Fréttablaðið að stjórnin hafi sjáv- arútveginn í gíslingu. Á meðan framtíðin sé óráðin verði engar fjárfestingar í greininni. . - þj SA og ríkisstjórn karpa: Deilt um lög um sjávarútveg DANMÖRK Nýfæddir tvíburar þeirra Friðriks Danaprins og Mary prinsessu sáust opinber- lega í fyrsta sinn í gær þegar fjölskyldan fór heim af Ríkis- spítalanum í Kaupmannahöfn. Tvíburarnir, drengur og stúlka, fæddust 8. janúar síðast- liðinn með hálftíma millibili og verða númer fjögur og fimm í erfðaröðinni, á eftir föður sínum og tveimur eldri systkinum. Tví- burarnir verða skírðir eftir þrjá mánuði. Friðrik hélt á stúlkunni út en Mary á drengnum. - jab Kóngabörnin komin heim: Sváfu vært í faðmi foreldra SYSTKININ Tvíburar þeirra Friðriks Dana- prins og Mary prinsessu sáust í fyrsta sinn opinberlega í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP SPURNING DAGSINS 8 vikna námskeið Hádegistímar tvisvar í viku Betri líðan í hálsi, herðum og baki undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Upplýsingar og skráning í síma 897 2896 og á www.bakleikfimi.is BAKLEIKFIMI MEÐ SAMBAÍVAFI Í SPORTHÚSINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.