Fréttablaðið - 15.01.2011, Page 4

Fréttablaðið - 15.01.2011, Page 4
4 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR DÝRAHALD „Hræddastur er ég um að eitthvað slæmt hafi komið fyrir hundinn.“ Þetta segir Gunnar Ólafsson, sem leitar nú ákaft að hundinum Skildi, sem hann þurfti að láta frá sér. „Ég er öryrki og þurfti að flytja í íbúð í fjölbýli á höfuðborgar- svæðinu þar sem hundahald er bannað,“ útskýrir Gunnar. Hann sá þann kost vænstan að finna gott heimili fyrir hundinn og auglýsti hann því á Barnalandi og Hvutt- ar.net. „Nokkrir svöruðu auglýsing- unni og fólkið mitt sá um að velja Skildi gott heimili. Sá sem varð fyrir valinu sagðist eiga husky- hund og væri búinn að ráða hunda- þjálfara til að þjálfa þann hund og Skjöld.“ Loforð var gefið um að Gunn- ar fengi að hitta Skjöld öðru hvoru, enda sér hann sárlega eftir honum. „Ég ákvað að gefa þessu tíma þannig að hann gæti aðlagast nýju heimili áður en hann sæi mig aftur,“ segir Gunnar. En þegar til átti að taka fannst nýi eigandinn hvergi. Hann hafði gefið upp nafnið Ástþór, tvö símanúmer, bæði í heimasíma og farsíma, og kvaðst búa í Elliða- árdalnum. „Ég fór að reyna að hringja fyrir um það bil viku, en annað númerið var þá óvirkt og alltaf slökkt á hinum símanum,“ segir Gunnar. Þá kannast enginn hjá HRFÍ við nafnið sem maðurinn gaf upp og eng- inn hundaþjálfari sem Gunnar hefur rætt við segist hafa verið ráðinn til að þjálfa husky-hunda. Gunnar er hræddur um afdrif Skjaldar og vill jafnframt vara fólk við að láta dýr í hendur ókunnugra, nema að kynna sér hagi viðkomandi vel áður. - jss Fyrrverandi eigandi hefur leitað hundsins síns, sem hann neyddist til að láta frá sér vegna breytinga á búsetu: Hundurinn Skjöldur hvarf sporlaust HUNDURINN SKJÖLDUR Þetta er Skjöld- ur sem fyrrverandi eigandi hefur leitað að, en án árangurs. Síminn hjá Gunnari er 690-4000, hafi einhver séð Skjöld. LÖGREGLUMÁL Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Lands- bankans, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald að kröfu sérstaks saksóknara til 25. janúar. Þá var Ívar Guðjónsson, fyrrverandi for- stöðumaður eigin fjárfestinga bank- ans, úrskurðaður í varðhald til 21. janúar. Þeir munu sitja í einangrun á Litla-Hrauni. Varðhaldsúrskurð- irnir voru kærðir til Hæstaréttar sem tekur líklega afstöðu til þeirra eftir helgi. Hvorki Sigurjón né Ívar vildu tjá sig við fjölmiðla í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sigurður G. Guð- jónsson, lögmaður Sigurjóns, sagði að Sigurjón hafnaði öllum kröfum sem á hann væru bornar. „Stærsta brotið er markaðsmis- notkunarbrot sem á að hafa staðið frá maí 2003 þar til bankinn féll. Liður í því broti er mjög merkileg- ur fyrir þær sakir að þar eiga að vera viðskipti við aflandsfélög en þann strúktúr setti upp núverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, þegar hann starfaði hjá Landsbankanum sem ríkisbanka,“ sagði Sigurður við fjölmiðla. Þessu vísar Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, á bug. „Er ég höfundur að aflandseyjum?“ spyr Gunnar. Hann hafi ekki smíð- að kaupréttarfélagakerfið. „Ég kom að öðrum þætti þessara aflands- eyjafélaga, og var formaður í einu félagi, þar sem voru reknir sjóðir sem voru skráðir í Kauphöllinni í Guernsey,“ útskýrir hann. Ástæða varðhaldsins er sú að sak- sóknari óttast að mennirnir kynnu að hafa áhrif á framburð annarra vitna og sakborninga. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins kom sterklega til álita hjá embætti sérstaks saksóknara að óska einnig eftir gæsluvarðhaldi yfir Elínu Sigfúsdóttur, fyrrver- andi framkvæmdastjóra fyrir- tækjasviðs. Starfsmenn embættis- ins munu hafa tekist á um það en niðurstaðan varð sú að naum- ur meirihluti var fyrir því að láta Elínu lausa. Ívar Guðjónsson fór fyrir deild eigin fjárfestinga Landsbankans, sem sá um að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum í nafni bankans sjálfs. Grunur er um að deildin hafi stund- að stórfelld kaup á bréfum í bankan- um sem síðan voru lánuð áfram til útvalinna viðskiptavina gegn láni frá Landsbankanum, í því skyni að hífa upp virði bréfa í bankanum. Deild eigin fjárfestinga var á verðbréfasviði bankans, sem laut stjórn Yngva Arnar Kristinssonar. Yngvi var yfirheyrður vegna máls- ins á fimmtudag. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins er talið að Sigurjón hafi markvisst farið fram hjá Yngva Erni og gefið Ívari bein- ar skipanir um þau mál sem nú eru til rannsóknir. Sigurður Bollason, eigandi eins félagsins sem er til rannsóknar vegna mála sem tengjast kaupum bankans á lánasafni Landsbank- ans í Lúxemborg, hefur verið boð- aður til Íslands frá Lúxemborg í skýrslutöku. Hann segist í yfirlýs- ingu ekki hafa stöðu sakbornings, heldur muni hann gefa skýrslu sem vitni. Hann hafi tapað gríðarlega á viðskiptunum. Magnús Ármann, helsti viðskipta- félagi Sigurðar og eigandi félagsins Imons, hefur ekki verið boðaður til yfirheyrslu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Imon-málið snýst um níu milljarða lán til félagsins og kaup þess fyrir sömu upphæð á bréfum í Landsbankanum. Imon- málið er nátengt rannsókninni á allsherjarmarkaðsmisnotkuninni en rannsókn þess máls hófst skömmu eftir bankahrun og er langt komin. stigur@frettabladid.is GENGIÐ 14.01.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 210,6268 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,95 116,51 183,68 184,58 155,07 155,93 20,814 20,936 19,692 19,808 17,215 17,315 1,3988 1,4070 179,37 180,43 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KÓPAVOGSLAUG Blikur eru á lofti í rekstri sundlauga í Kópavogi. SVEITARSTJÓRNIR Gestum í sund- laugum í Kópavogi fækkaði um 9 prósent á milli áranna 2009 og 2010. Á sama tíma fjölgaði sund- laugargestum í Hafnarfirði um 9,23 prósent og um 4,35 prósent í Reykjavík. Skýringar sem lagð- ar voru fyrir bæjarráð Kópavogs eru fækkun opnunardaga um sex, stytting á daglegum opnunartíma og gjaldtaka af eldri borgurum. Þá hafi Reykjavíkurborg boðið börnum frítt í sund sumarið 2010 og samkeppni um börnin sé frá vatnagarði á Álftanesi. Bregðast á við með meiri markaðssetningu Kópavogslauganna og nýjungum í rekstrinum. - gar Áhyggjur í Kópavogi: Færri fara í sund í Kópavogi Sæki að nýju um leigubætur Samkvæmt lögum um húsaleigu- bætur þarf að endurnýja umsókn um húsaleigubætur fyrir 16. janúar á hverju ári. Á þetta er bent á vef Kópavogsbæjar. FÉLAGSMÁL Jó ga G o lf gg óóóóJóJJó ga G o lf Jó g Í varðhald en neita allri sök Sigurjón Þ. Árnason og Ívar Guðjónsson voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á Landsbank- anum. Fara í einangrun á Litla-Hrauni. Elín Sigfúsdóttir rétt slapp við að krafist yrði varðhalds yfir henni. ÁÐUR YFIRHEYRÐUR Sigurjón var yfirheyrður sumarið 2009 vegna Imon-málsins svokallaða. Það er nátengt þeim málum sem nú eru til rannsóknar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI TÓK VIÐ SKIPUNUM FRÁ SIGURJÓNI Ívar Guðjónsson var undirmaður Yngva Arnar Kristinssonar. Talið er að Sigurjón hafi þó gefið honum skipanir fram hjá Yngva. daga gæsluvarð- haldsúrskurður var kveðinn upp yfir Sigurjóni Þ. Árna- syni í héraðsdómi í gær. 11 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 11° 8° 6° 9° 11° 4° 4° 21° 11° 18° 1° 20° -1° 11° 15° 0°Á MORGUN 8-15 m/s á Vestfjörðum, annars mun hægari. MÁNUDAGUR Norðan 5-10 m/s. 2 2 2 2 -2 3 6 5 0 -1 0 5 6 13 7 2 6 2 7 4 7 3 -2 -2 -1 -1 3 -1 -1 -4 -5 -3 NOKKUÐ RÓLEGT veður víðast hvar um helgina. Strekk- ingur og dálítil snjókoma á Vest- fjörðum í dag en annars hæg aust- anátt og úrkomu- lítið. Það kólnar aðeins á morgun með fremur hægri norðanátt og léttir víða til einkum sunnan og aust- an til. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Yfirheyrð vegna elds Kona sem handtekin var vegna rannsóknar lögreglu á eldi í fjölbýl- ishúsi við Norðurbakka í Hafnarfirði í fyrrinótt, var yfirheyrð í gær. Ekki var ljóst hvort henni yrði sleppt að yfirheyrslu lokinni þegar Fréttablaðið fór í prentun. ELDSVOÐI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.