Fréttablaðið - 15.01.2011, Page 8
15. janúar 2011 LAUGARDAGUR
KORPUOUTLET, KORPUTORGI • Opið mánudag til laugardags frá 11 til 18 • Sunnudaga frá 12 til 18 • S. 578 9400
Stærsti lagermarkaður landsins!
KR. 500
EÐA
KR. 1.000
ALLAR
NEXT
VÖRUR Á
GE
RÐ
U
FR
ÁB
ÆR
K
AU
P!
KO
R T A T Í M A B I L
!
• ATHUGIÐ •NÝTT
NÝJAR VÖRUR ALLA DAGA!
PIPA
R\TBW
A
SÍA
TÆKNI Facebook er vinsælasta
síðan hér á landi samkvæmt mæl-
ingum internetfyrirtækisins
Alexa Internet, sem mælir umferð
á vefsíðum um allan heim. Leitar-
vélin Google og íslenskar frétta-
veitur fylgja þar strax á eftir, sem
og Já.is og Youtube.
Athygli vekur að grínsíðan
Flickmylife.com, sem var stofn-
uð opinberlega fyrir um ári, er
orðin 17. vinsælasta síðan á land-
inu í dag og fær fleiri heimsókn-
ir en bankarnir og Barnaland.is.
Vefverslunin Amazon.com fylgir
fast á hæla hennar.
Vinsælustu íslensku síðurnar í
dag, samkvæmt mælingum inter-
netfyrirtækisins Modernus, eru
mbl.is, vísir.is og já.is. Bleikt.is,
sem er mánaðargamall vefur, er
í 10. sæti á íslenska listanum, en
í því 40. á þeim alþjóðlega.
Tvær erlendar klámsíður,
bannaðar innan 18 ára, eru á list-
anum yfir 60 vinsælustu síður
landsins. sunna@frettabladid.is
Sækjum mest í
Fésbók, fréttir,
gúggl og grín
Facebook, Google og íslenskar fréttaveitur eru
vinsælustu heimasíðurnar hér á landi. Grínsíður og
Amazon.com ofar á listanum en síður bankanna.
Vinsælustu vefsíðurnar á Íslandi samkvæmt Alexa.com
1 Facebook
2 Google
3 google.is
4 mbl.is
5 youtube.com
6 visir.is
7 DV.is
8 pressan.is
9 Wikipedia.org
10 ja.is
11 ruv.is
13 imdb.com
14 eyjan.is
17 flickmylife.com
18 Amazon.com
19 arionbanki.is
21 barnaland.is
22 twitter.com
27 Landsbanki Íslands –
landsbanki.is
30 flickr.com
34 Fótbolti.net
36 Youporn.com
40 bleikt.is
42 Íslandsbanki.is
47 b2.is
48 simnet.is
49 Háskóli Íslands – hi.is
50 eveonline.com
56 vodafone.is
57 LinkedIn.com
Vinsælasta síðan í Kópavogi
Fimmta vinsælasta íslenska vefsíð-
an. Notendur eyða að meðaltali um
43 sekúndum í einu á síðunni.
36 prósent notenda skoða ein-
ungis forsíðuna.
Notendur Flickmylife.com eyða um 6
mínútum þar í hverri heimsókn og um
80 sekúndum á hverri síðu. Flickmylife.
com er orðið vinsælla á Íslandi en
Barnaland.is, Flickr.com og Fotbolti.net.
Youporn.com er vinsælla hér á landi
en Íslandsbanki, Háskóli Íslands og
Eve Online.
Síðan fór í loftið fyrir mánuði og er orðin
vinsælli en B2.is.
Linkedin virðist ekki vera að ná eins
miklum vinsældum hér á landi og aðrar
samskiptasíður.
Facebook er orðin vinsælasta vefsíða heims og er Ísland þar engin undantekning. Íslenskir
fréttamiðlar fylgja henni þó fast á eftir í vinsældum. Samskiptasíðan MySpace.com, sem var
ein vinsælasta síðan hér á landi fyrir um fjórum árum, er alveg dottin út af listanum.
1 mbl.is
2 visir.is
3 dv.is
4 pressan.is
5 ja.is
6 ruv.is
7 eyjan.is
8 vedur.is
9 fotbolti.net
10 bleikt.is
11 fotbolti.net
12 leikjanet.is
13 blogcentral.is
14 leit.is
15 midi.is
16 reykjavik.is
17 vb.is
18 doktor.is
19 smugan.is
20 timarit.is
Fjölsóttustu íslensku
vefsíðurnar
Heimild: Modernus.is
GOOGLE Leitarsíða Google er sú síða sem Íslendingar leita næst mest í, Fésbókin er
sú vinsælasta.
SAMFÉLAGSMÁL Áhugamenn um
íþróttina skvass hófu í gær 24
stunda skvassmaraþon sem
standa á til klukkan 16 í dag. Með
maraþoninu er ætlunin að safna
fé fyrir Umhyggju, félagi til
stuðnings langveikum börnum.
Öllum er boðið að taka þátt í
maraþoninu og geta bæði keppn-
ismenn og áhugafólk skorað á
landsliðsmenn.
Notaðir verða púlsmælar á
alla sem taka þátt í maraþoninu,
og munu styrktaraðilar greiða
ákveðna upphæð fyrir hverja
hitaeiningu sem þátttakendur
brenna. Auk þess verður tekið
við frjálsum framlögum.
- bj
Spila skvass í 24 klukkutíma:
Safna fyrir langveik börn
SKVASSAÐ FRAM Á NÓTT Maraþonið
stendur í 24 tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL