Fréttablaðið - 15.01.2011, Page 44
15. janúar 2011 LAUGAR-2
Langholtskirkja á nú fimm hökla
eftir Herder í öllum litum kirkju-
ársins, í fjólubláu, bláu, rauðu,
hvítu og grænu ásamt altaris-
dúk og klæði með harðangri og
klaustri. „Síðan hef ég saumað
hökla í gráu, ýmsum bláum litum,
gulu og rósóttu en það kom þannig
til að ég las viðtal við prestinn í
Neskirkju þar sem hann
sagði frá því að hann vildi
fá fleiri liti inn í kirkjuna.
Ég tók mig bara til án þess
að spyrja nokkurn.“
Herder er fæddur í
Svíþjóð árið 1933
en flutti til Íslands
tuttugu og fimm
ára gamall. Hann
lærði fatahönn-
un hjá Háskóla
Stokkhólmsborg-
ar og fyrri hluta
í skraddara-
iðn hjá Stock-
holms Tillskärar-
akademi. Hann
hannar og saum-
ar öll munstrin á
höklunum. „Ég er
sérstaklega ánægð-
ur með þrjá hökla
sem eru prýdd-
ir krosssaums jafa.
Einn er með útsaumi
á kraganum og hinir tveir með
borða bæði að framan og aftan,“
segir Herder.
Auk Langholtskirkju eru höklar
eftir Herder í Seltjarnarneskirkju,
Akureyrarkirkju og Landakirkju
í Vestmannaeyjum. „Mér finnst
mjög gaman að sjá prestana í hökl-
unum. Það er eiginlega bara hátíð
í hvert skipti.“
Herder segir ömmu sína hafa
byrjað að kenna sér fyrstu saum-
sporin þegar hann var fimm ára
gamall. „Hún kenndi mér líka að
hekla og ég hef heklað og prjónað
óskaplega mikið í gegnum tíðina.
Þá hef ég litað mikið af garni ásamt
því að vefa nytjavörur, myndvefn-
að og sauma dúka og renninga
með harðangri og klaustri.“ Þó að
Herder viður kenni að hann sé
ekki hinn dæmigerði karl-
maður segir hann marga
karla leggja stund á sauma-
skap. „Þeir eru þó eflaust fáir
sem sauma í höndunum.“
Sýningin í Norræna
húsinu er að hluta til
sölusýning en auk
þess verða verk
Herders í eigu
Landakotskirkju og
fleiri safnaða til
sýnis. „Ég hef ekki
lengur pláss fyrir
þetta í skápunum
hjá mér og ákvað
því að halda sýn-
ingu. Það eru
fimmtán höklar til
sölu og hefur öllum
prestum og sókn-
arnefndarformönn-
um í Reykjavík og
nágrenni verið boðið.
Ég vona að þeir taki
við sér og ég geti selt
einhverja hökla því
ég vil helst ekki þurfa
að fara með þá heim
aftur,“ segir Herder og
hlær. Sýningin stendur
til 6. febrúar.
vera@frettabladid.is
Herder hannar öll
munstrin frá grunni.
Hann er sérstaklega
stoltur af höklum með
krossaumsjafa sem hann
hefur bæði saumað í renningum
og sem herðaskraut.
Reiðkennarinn Mette Mannseth verður
með sýnikennslu í reiðhöllinni Faxaborg í
Borgarnesi í dag klukkan 18.30. Aðgangs-
eyrir er 1.500 krónur.
SPAUGSTOFAN
LAUGARDAGA
Framhald af forsíðu