Fréttablaðið - 15.01.2011, Page 44

Fréttablaðið - 15.01.2011, Page 44
 15. janúar 2011 LAUGAR-2 Langholtskirkja á nú fimm hökla eftir Herder í öllum litum kirkju- ársins, í fjólubláu, bláu, rauðu, hvítu og grænu ásamt altaris- dúk og klæði með harðangri og klaustri. „Síðan hef ég saumað hökla í gráu, ýmsum bláum litum, gulu og rósóttu en það kom þannig til að ég las viðtal við prestinn í Neskirkju þar sem hann sagði frá því að hann vildi fá fleiri liti inn í kirkjuna. Ég tók mig bara til án þess að spyrja nokkurn.“ Herder er fæddur í Svíþjóð árið 1933 en flutti til Íslands tuttugu og fimm ára gamall. Hann lærði fatahönn- un hjá Háskóla Stokkhólmsborg- ar og fyrri hluta í skraddara- iðn hjá Stock- holms Tillskärar- akademi. Hann hannar og saum- ar öll munstrin á höklunum. „Ég er sérstaklega ánægð- ur með þrjá hökla sem eru prýdd- ir krosssaums jafa. Einn er með útsaumi á kraganum og hinir tveir með borða bæði að framan og aftan,“ segir Herder. Auk Langholtskirkju eru höklar eftir Herder í Seltjarnarneskirkju, Akureyrarkirkju og Landakirkju í Vestmannaeyjum. „Mér finnst mjög gaman að sjá prestana í hökl- unum. Það er eiginlega bara hátíð í hvert skipti.“ Herder segir ömmu sína hafa byrjað að kenna sér fyrstu saum- sporin þegar hann var fimm ára gamall. „Hún kenndi mér líka að hekla og ég hef heklað og prjónað óskaplega mikið í gegnum tíðina. Þá hef ég litað mikið af garni ásamt því að vefa nytjavörur, myndvefn- að og sauma dúka og renninga með harðangri og klaustri.“ Þó að Herder viður kenni að hann sé ekki hinn dæmigerði karl- maður segir hann marga karla leggja stund á sauma- skap. „Þeir eru þó eflaust fáir sem sauma í höndunum.“ Sýningin í Norræna húsinu er að hluta til sölusýning en auk þess verða verk Herders í eigu Landakotskirkju og fleiri safnaða til sýnis. „Ég hef ekki lengur pláss fyrir þetta í skápunum hjá mér og ákvað því að halda sýn- ingu. Það eru fimmtán höklar til sölu og hefur öllum prestum og sókn- arnefndarformönn- um í Reykjavík og nágrenni verið boðið. Ég vona að þeir taki við sér og ég geti selt einhverja hökla því ég vil helst ekki þurfa að fara með þá heim aftur,“ segir Herder og hlær. Sýningin stendur til 6. febrúar. vera@frettabladid.is Herder hannar öll munstrin frá grunni. Hann er sérstaklega stoltur af höklum með krossaumsjafa sem hann hefur bæði saumað í renningum og sem herðaskraut. Reiðkennarinn Mette Mannseth verður með sýnikennslu í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi í dag klukkan 18.30. Aðgangs- eyrir er 1.500 krónur. SPAUGSTOFAN LAUGARDAGA Framhald af forsíðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.