Fréttablaðið - 15.01.2011, Side 45

Fréttablaðið - 15.01.2011, Side 45
LAUGARDAGUR 15. janúar 2011 3 Þegar gengið er inn um dyr Sjopp- unnar blasir við sófakrókur þar sem tveir ungir strákar leika sér í Nin- tendo, menntaskólanemi með úfinn lubba teflir við nýklipptan banka- starfsmann, heldri kona blaðar í ljósmyndabók með kaffibolla í hönd á meðan hárliturinn festir sig í sessi og plötusnúður bograr yfir plötu- spilaranum sem hann er að gera tilbúinn fyrir kvöldið. Handan við krókinn eru svo níu stólar og í öllum þeim situr fólk sem komið hefur í Sjoppuna til að fara í klippingu. Þrátt fyrir allt þetta fólk er and- rúmsloftið afslappað og rólegt. „Við viljum að fólk gefi sjálfu sér tíma þegar það kemur til okkar, spjalli og fái sér kaffi og njóti þess að vera hérna,“ segir Emil Ólafsson, annar stofnenda Sjoppunnar. „Fólk vinnur svo mikið að það gleymir af hverju það er að leggja svona mikið á sig. Er það ekki einmitt til að geta gefið sér tíma til að vera góður við sjálfan sig?“ Þetta hugarfar, að fólk geri vel við sig í tíma og samskiptum, endurspeglast í allri umgjörð Sjopp- unnar. Umhverfið er stílhreint en um leið heimilislegt og í andstöðu við eril Bankastrætisins sem blas- ir við út um stóra glugga stofunn- ar. „Við vildum ekki taka risalán til að fjármagna marmaralagða stofu, enda sögðu margir okkur klikkaða að láta okkur detta í hug að opna stofu í miðri kreppu,“ segir Emil. „Þess vegna reyndum við að gera eins mikið sjálfir og við mögulega gátum auk þess sem við fengum mikla og góða hjálp frá vinum og vandamönnum.“ Þegar Sjoppan var opnuð form- lega 20. mars voru hársnyrtarnir tveir. Emil og Kristján Aage. Nú eru þeir orðnir níu. „Þegar við byrj- uðum voru ljósakrónurnar ennþá á gólfinu og ýmislegt óklárað en við vildum ólmir byrja, enda fengum við engin laun fyrir smíðavinnuna sem við lögðum í húsið,“ segir Emil og glottir. Sjoppan hefur ekki bara vakið athygli á faglega sviðinu heldur einnig fyrir hliðarverkefnin á menn- ingarlega planinu. Til dæmis stóðu Sjoppustrákarnir fyrir tónleikum á Menningarnótt beint fyrir utan stof- una á horni Bankastrætis og Skóla- vörðustígs. Þegar best lét stóðu þar nokkur þúsund mans og hlustuðu á Sykur spila. „Okkur dreymir um að vera líka einhvers konar menningarmið- stöð,“ segir Emil. „Eins og ég segi snýst þetta allt um að gefa sér tíma á öllum sviðum lífsins. Tíma til að bæði vinna og til að vera góður við sjálfan sig.“ tryggvi@frettabladid.is Bjartsýnir Sjoppustrákar Meðan svartnættið einkennir margt á Íslandi vilja Sjoppustrákarnir ekki annað sjá en jákvæðni og bjartsýni. Tónleikar, kaffi og klipping eru á matseðlinum, framreitt með slurk af áhugaverðum samræðum. Emil og félagi hans Kristján klipptu meðal annars í heilan dag frá morgni til kvölds til styrktar Krabbameinsfélaginu. MYND/HELLERT Nemendur á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands bjóða gestum og gangandi í opið hús á Háskólatorgi í dag. Þar gefst fólki kostur á að fræð- ast um sykurmagn í ýmsum þekktum fæðutegundum, skoða sýni í smá- sjá, fræðast um starfsemi Ástráðs og margt fleira. Forvarnafélag hjúkrun- arfræðinema, Skjöldur, kynnir starfsemi sína en félagið hefur meðal ann- ars farið með forvarnaverkefni um sjálfsmynd unglinga í lífsleikniáfanga í framhaldsskólum. Bangsaspítalinn verður á staðnum og býður öllum börnum á aldrinum 3-6 ára að koma með dúkkurnar sínar eða bangsana til læknis. Meistaranemar í lyfjafræði munu flytja stutta fyrirlestra um lyfjamisnotk- un og íþróttir og hefst sá hluti dagskrárinnar klukkan 12 og verður í stofu 101. Einnig verður ungmennadeild Blóðgjafafélags Íslands á staðnum og veitir fræðslu um mikilvægi blóðgjafar. Gestum boðið á Háskólatorg OPIÐ HÚS VERÐUR Á HÁSKÓLATORGI Í DAG ÞAR SEM NEMENDUR Á HEIL- BRIGÐISSVIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS BJÓÐA GESTUM AÐ KYNNAST ÝMSU ÞVÍ SEM SNÝR AÐ HEILBRIGÐI. Bangsaspítalinn verður á staðnum og býður börnum á aldrinum 3 til 6 ára að koma með dúkkurnar sínar eða bangsana til læknis. 20% afsláttur af öllum sóttum pizzum Opnunartímar Dalvegur 2, Kópavogi Opið alla daga frá 11-1 Dalshraun 13, Hafnarfirði Opið Sun-fim frá 11-23 Opið fös-lau frá 11-23:30 Óskar strákunum okkar góðs gengis á HM Í Hafnarfirði bjóðum við upp á speltpizzurHádegis Tilboð 9’’ með 3 álegstegundum og coke í dós...................1090 kr. Heimsendingar tilboð Sór pizza með 2 áleggstegundum stór brauðstangir og 2L gos...3190 kr. Mið pizza með 2 áleggstegundum litill brauðstangir og 1L gos...2490 kr. Skipholti 29b • S. 551 0770Rýmingarsala hafin 40-70% afsláttur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.