Fréttablaðið - 15.01.2011, Page 67

Fréttablaðið - 15.01.2011, Page 67
LAUGARDAGUR 15. janúar 2011 39 Leikmönnum liðanna tveggja hafi verið haldið í búningsklefum sínum, óafvitandi um þær hörm- ungar sem áttu sér stað fyrir utan. „Hefði ég vitað um dauðs- föllin hefði ég aldrei spilað. Fólk fer á völlinn til að horfa á fót- boltaleik en það býst aldrei við svona málalokum, er það? Eng- inn fótboltaleikur er svona mik- ils virði,“ segir Dalglish. Sorg í kjölfar Hillsborough Í kjölfar Heysel-harmleiksins tók Dalglish við af Joe Fagan og gerðist spilandi þjálfari hjá Liverpool, aðeins 34 ára að aldri. Öll ensk knattspyrnulið voru sett í fimm ára bann í Evrópukeppn- um og Liverpool hlaut eins árs bann þar til viðbótar, sem hlýt- ur að teljast mikil synd í ljósi sögunnar og út frá knattspyrnu- legum sjónarmiðum, því haust- ið 1987 fékk Dalglish til liðs við Liverpool gæðaleikmenn á borð við John Barnes, Peter Beardsley og fleiri. Blanda þeirra og leik- mannanna sem fyrir voru gerði það að verkum að liðið lék ein- hverja bestu knattspyrnu sem sést hefur á Bretlandseyjum, en fékk aldrei að spreyta sig gegn bestu liðum Evrópu. Sem þjálfari liðsins lenti Dalglish einnig í þeirri erfiðu aðstöðu að vera við stjórnina þegar 96 stuðningsmenn Liver- pool létu lífið eftir troðning á Hills borough-leikvanginum í Sheffield, þegar liðið lék undar- úrslitaleik í enska bikarnum gegn Nottingham Forest 15. apríl 1989. Um Hillsborough-harmleikinn hefur margt verið rætt og ritað síðan, ekki síst vegna stöðugrar baráttu aðstandenda hinna látnu og ótal fleiri fyrir því að viðeig- andi aðilar í aðdraganda slyssins verði látnir sæta ábyrgð á glæp- samlegu gáleysi varðandi helstu öryggisatriði á vellinum. Sú barátta hefur hingað til reynst árangurslaus, en allir sem tengjast Liverpool eru Dalglish enn þakklátir fyrir það hvernig knattspyrnustjórinn tók á málum á sorgartímabilinu mikla í kjöl- far Hillsborough-slyssins. Meðal annars skipaði hann fyrir um að Anfield, heimavöllur Liverpool og byggingin sem umlykur hann, yrði opinn allan sólarhringinn fyrir syrgjendur. Sjálfur eyddu Dalglish og Marina eiginkona hans næstu vikum nánast sleitu- laust á Anfield við að hughreysta ættingja og vini hinna látnu, milli þess sem þau og leikmenn liðs- ins voru viðstödd jarðarfarir og heimsóttu slasaða stuðningsmenn á spítala. Frægt varð þegar hinn tvítugi Sean Luckett, sem hafði verið meðvitundarlaus í öndunar- vél á sjúkrahúsi í tvo sólarhringa eftir slysið, komst til meðvitund- ar þegar Dalglish stóð við sjúkra- rúm piltsins og sagði nafn hans. „Fórnarlömb slyssins og aðstandendur þeirra höfðu reynst okkur frábærir stuðningsmenn. Þetta var okkar tækifæri til að gerast stuðningsmenn þeirra á móti,“ sagði Dalglish í viðtali við staðarblaðið Liverpool Echo tveimur áratugum síðar. Sagði upp vegna streitu Með þessu styrkti Dalglish enn frekar samband sitt við stuðn- ingsmenn liðsins og tryggði lík- lega að aldrei mun falla skuggi á stöðu hans sem ein helsta goðsögn félagsins, hvað svo sem knatt- spyrnuúrslitum líður. En heilsu knattspyrnustjórans hrakaði fyrir vikið. Þegar hann sagði upp störfum hjá Liverpool í febrúar 1991 sagðist hann ein- faldlega þurfa á fríi frá fótbolta að halda, en hefur síðar greint frá því að uppsafnað álag og streita, fyrst og fremst vegna harmleikj- anna, hafi verið farið að valda honum alvarlegum sálrænum og líkamlegum erfiðleikum á þess- um tímapunkti. Nýlega viðurkenndi Dalglish einnig að hann hefði dauðlangað að taka aftur við stjórn Liverpool í mörg ár. Nú hefur honum orðið að ósk sinni, flestum stuðnings- mönnum Liverpool að því virðist til mikillar ánægju, en verkefn- ið er ærið. Sem leikmaður: Celtic Skoska deildin: 4 sinnum Skoski bikarinn: 4 sinnum Skoski deildarbikarinn: 1 sinni Liverpool Enska deildin: 6 sinnum Enski bikarinn: 1 sinni Enski deildarbikarinn: 4 sinnum Evrópukeppni meistaraliða: 3 sinnum Sem knattspyrnustjóri: Liverpool Enska deildin: 3 sinnum Enski bikarinn: 2 sinnum Blackburn Rovers: Enska deildin: 1 sinni Celtic Skoski deildarbikarinn: 1 sinni Kenny Dalglish – helstu titlar Kenny Dalglish er leikjahæsti landsliðsmaður Skotlands með 102 landsleiki. Í þeim skoraði hann 30 mörk og er hann einnig marka- hæsti landsliðsmaður Skotlands frá upphafi ásamt Denis Law. Öll fargjöld miðast við fl ug báðar leiðir, skattar og gjöld innifalin. Verð miðast við 14 desember 2010 og framboð er takmarkað af lægstu fargjöldum. Ferðatímabil er 12 febrúar til 30 september 2011. fl ysas.is Ávallt með SAS Engin dulin gjöld 23 kg farangur án endurgjalds Frí vefi nnritun EuroBonus punktar 25% barnaafsláttur Reykjavík frá Ósló kr. 26,700 Kaupmannahöfn kr. 37,400 Stokkhólmur kr. 39,800 OFURTILBOÐ TIL SKANDINAVÍU. Bókið fyrir 17 janúar. Reykjavík frá Kristiansand kr. 36,500 Stafangur kr. 36,500 Þrándheimur kr. 40,100
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.