Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.01.2011, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 15.01.2011, Qupperneq 70
42 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR Skemmtilegur skátadagur MYNDBROT ÚR DEGI | fimmtudaginn 13. janúar | Tekið á Power Shot SD700 Laulau Birgisdóttir er mikill skáti, starfar sem móttökustjóri hjá Bandalagi íslenskra skáta og eyddi löngum fimmtudegi meira og minna í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ. Hún smellti af nokkrum myndum fyrir Fréttablaðið af ævintýrum hversdagsins. 1Vaknaði, fékk mér morgunmat og hvaðeina, spjallaði aðeins við manninn minn hann Rúnar um verkefni dagsins en hann vildi ekkert við mig tala, hehe. Dreif mig í vinnuna. 2Fyrsta verkefni dagsins í vinnunni var kynning með nemum úr íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild HÍ. Inga Auð- björg var að tala þegar ég kom. Eins og margir sem koma í heim- sókn í Skátamiðstöðina fannst þessu fólki mikið til umfangs skátastarfs á Íslandi koma. 4Það er alltaf líf og fjör í kaffistofunni í Skátamiðstöðinni. Þar ræðum við landsins gagn og nauðsynjar, björgum heiminum oft á dag og kryfjum skátastarfið til mergjar. Ég vildi reyna að koma öllum fyrir á myndinni en kaffistofan telur frekar fáa fermetra og því erfitt að taka hópmynd. Seinna þennan dag tók Alheimsþing skáta þá ákvörðun að þiggja boð BÍS um að halda alheimsmót hér á landi sumarið 2017. Þar getum við búist við um 6.000 skátum og milljarði í gjaldeyristekjur! Stoltir skátar! 3Þarna er ég með þeim Eggerti og Jakobi við Þjóðþrifabílinn. Þjóðþrif er stærsta fjáröflunarleið Bandalags íslenskra skáta og þessir tveir (og Guðmund- ur sem var farinn þegar myndin var tekin) eru aðal- mennirnir í útkeyrslu- og dósaflokkunardeildinni. 5Komin á skátafund með 10 ára fálkaskát- um (fyrsti fundur ársins, ekki allir mættir). Þau eru reyndar eldri þessi 3 sem eru fremst á myndinni og eru aðstoðarforingjar. Þetta eru Rauðskinnar í Árbúum. Þarna erum við 2 fullorðnar konur sem vorum í skátunum þegar við vorum ungar en komum svo aftur í starfið mörgum árum síðar og leiðist það ekki. 6Loksins komin heim eftir mjög langan dag. Við Ransí dóttir mín tvær heima að hafa það notó, sonurinn farinn á skátafund og eiginmaðurinn að vinna. 1900ÁR 201020001970 Á þessum degi árið 1970 hrifs-aði Muammar al-Gaddafi til sín öll völd í Norður-Afríkurík- inu Líbíu, þar sem hann situr enn þann dag í dag eftir rúmlega fjóra stormasama áratugi. Gaddafi reis til metorða innan hersins, en hugði snemma á að velta Idris konungi sem hafði ríkt í landinu frá því að það hlaut sjálf- stæði árið 1951. Gaddafi lét síðan til skarar skríða haustið 1969 þegar hann og samherjar hans innan hers- ins frömdu friðsamlegt valda- rán á meðan konungurinn leitaði sér lækninga erlendis. Byltingar- sinnar lögðu af konungsveldið og stofnuðu þess í stað Arabíska lýð- veldið Líbíu og tók Gaddafi við embætti forsætisráðherra hinn 15. janúar 1970. Hann gaf síðar eftir þann titil og gegnir nú titl- inum ofursti, en formleg staða hans er „Bróðurlegur leiðtogi byltingarinnar“. Í upphafi valdaferils hans ein- beitti hann sér fyrir sam-arab- ískri samvinnu og talaði jafnvel fyrir sameiningu allra araba- ríkja. Í byltingarhugsjón sinni skaut Gaddafi oft skjólshúsi yfir vafa- sama einstaklinga og samtök, meðal annars tvo menn sem voru sakaðir um að hafa skipu- lagt hryðjuverk þar sem flugvél PanAm-flugfélagsins var sprengd yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988. Hann lenti þess vegna upp á kant við vesturveldin og var Líbía um áratugaskeið á lista Banda- ríkjanna yfir þau ríki sem styðja hryðjuverk og mátti sætta sig við viðskiptaþvinganir. Samskiptin hafa hins vegar batnað mikið síðustu árin þar sem viðhorf Gaddafis hafa mild- ast. Efnahagsþvinganir hafa verið dregnar til baka og Líbía er ekki lengur á lista yfir hryðjuverka- ríki. Staða hans sem þjóðhöfðingja er sterk sem aldrei fyrr og er víst að einhver af hans fjölmörgu sonum mun taka við hlutverki hans að honum gengnum. – þj Heimild: Wikipedia.org Útlagi kominn inn úr kuldanum 41 ár síðan Gaddafi tók við völdum í Líbíu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.