Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.01.2011, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 15.01.2011, Qupperneq 72
 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR44 timamot@frettabladid.is Bandalag jafnaðarmanna á Íslandi var stjórn- málaflokkur, stofnaður að frumkvæði Vilmund- ar Gylfasonar, bókmennta-og sagnfræðings. Vilmundur hafði áður setið á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og sagt skilið við hann 18. nóvember 1982. Í alþingiskosningum 1983 bauð Bandalag jafnaðarmanna fram í öllum kjördæmum og fékk fjóra þingmenn kjörna. Sú útkoma olli Vilmundi miklum vonbrigðum. Hann lést áður en þing var kallað saman en þeir sem settust á þing fyrir flokkinn voru Guðmundur Einarsson, Kolbrún Jónsdóttir, Kristín S. Kvaran og Stefán Benediktsson. Bandalag jafnaðar- manna var lýðræðissinnaður umbótaflokkur sem vildi aðskilja framkvæmdarvald og löggjafarvald og var fyrstur íslenskra flokka til að setja réttindi samkynhneigðra á stefnuskrá sína. Flokkurinn varð skammlífur. Árið 1986 gengu þrír þingmenn hans í Alþýðuflokk- inn og sá fjórði í Sjálfstæðisflokkinn. ÞETTA GERÐIST: 15. JANÚAR 1983 Bandalag jafnaðarmanna stofnað GUÐMUNDUR INGI KRISTJÁNSSON skáld á Kirkjubóli (1907-2002) fæddist þennan dag. „Afrek í ósigrum lífsins er aldrei tilgangslaust.“ Vinir og vandamenn Ásgeirs Bolla Kristinssonar, fyrrverandi verslunar- manns, hittast í afmælisboði síðdegis í dag á Hótel Borg því kappinn er orðinn sextugur. Hann kveðst kunna aldrinum vel. „Ég ferðast, spila golf og nýt lífs- ins. Er það ekki það sem alla dreymir um?“ spyr hann glaðlega. Bolli kveðst vera miðborgarbarn. „Ég hef alla tíð átt heima í bænum, fyrstu árin á Laugaveginum og flutti þaðan í Hlíðarnar. Ég átti heima í Skaftahlíð 36 sem var eitt af efstu húsunum. Svo tók bara við óbyggt land,“ lýsir hann og bætir við. „Þetta var bara Breiðholt síns tíma.“ Hann upplýsir að aðalleiksvæði hans hafi verið á Klambratúninu og í Kringlumýrinni, meðal annars við gamla golfskálann þar sem verslunarmiðstöðin Kringlan er nú. Það rifjast líka upp að þá var skemmtistaðurinn Lídó þar sem Fréttablaðið er núna. „Ég fór oft á tónleika í Lídó. Þangað komu frægar hljómsveitir eins og Hollies og fleiri. Bítlaæðið var í algleymingi og ballmenningin líka,“ segir Bolli. „Ég var því vel í sveit settur.“ Ungur fór Bolli út í verslunarrekstur. „Ég held að ég hafi verið 23 ára þegar ég keypti mína fyrstu búð. Sautján. Hún var fyrst á Laugavegi 46 en færðist síðan yfir götuna, á Laugaveg 51 og svo víðar,“ segir hann og kveðst aðspurð- ur hafa átt fimmtán verslanir, ásamt þáverandi eiginkonu, þegar þær voru flestar. Eftir skilnað við konuna lagði hann verslunarrekstur á hilluna. „Ég þurfti að skilja eins og margir aðrir og hana langaði meira í þessar búðir en mig. Hún mátti alveg fá þær. Þá fór ég að leika mér og hef gert það síðan. Hef bara verið eins og atvinnuleysingjarnir í Argentínu og ekki gert neitt!“ Argentína er þeirra landa sem Bolli hefur heimsótt í tengslum við stangveiðiáhugann. Þar kveðst hann hafa veitt stóra sjóbirtinga. „Ég hef ferðast mikið í sambandi við veiðina, til Rússlands, Afríku, Úrúgvæ og víðar. Eins finnst mér gaman að ferðast um Evrópu á Harley Davidson mótorhjólinu. Svo hefur golfið heltekið mig á síðustu árum og ég stunda það bæði hér heima og erlendis. Það er gott að halla sér að því þegar aldurinn færist yfir!“ gun@frettabladid.is ÁSGEIR BOLLI KRISTINSSON: FAGNAR SEXTUGSAFMÆLI SÍNU Í DAG Lék sér þar sem Kringlan er nú ÁSGEIR BOLLI KRISTINSSON „Ég ferðast, spila golf og nýt lífsins. Er það ekki það sem alla dreymir um?“ spyr hann glaðlega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Merkisatburðir 1609 Eitt af fyrstu fréttablöðum heims, Avisa Relation oder Zeitung, kemur fyrst út í Ágsborg. 1759 Þjóðminjasafn Bretlands er fyrst opnað almenningi. 1943 Heimsins stærsta skrifstofubygging, Pentagon í Arlington í Virginíuríki, er tekin í notkun. 1967 Gífurlegt hrun við skriðjökul norður úr Eyjafjallajökli veldur margföldu rennsli Markarfljóts um tíma. 1994 R-listinn ákveður sameiginlegt framboð vinstrimanna í Reykjavík. 2001 Wikipedia, frjálst alfræðirit á netinu, hefur göngu sína. VILMUNDUR GYLFASON Þórdís Ásgeirs dóttir, eða Díssella, fagnar sjötugsafmæli sínu á sunnu daginn, þann 16. janúar 2011. Hún býður í „Söngstund“ í Háteigskirkju sem hefst klukkan 15.00 sunnudaginn 16. janúar og kaffi á eftir í safnaðarheimilinu. Vinir og vandamenn eru boðnir velkomnir meðan húsrúm leyfi r til klukkan 17.00. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Þórunnar K. Helgadóttur Ölduslóð 9, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki í Holtsbúð í Garðabæ fyrir einstaka umönnun og umhyggju. Þóra Guðrún Sveinsdóttir Arnór Egilsson Þórdís Helga Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn 80 ára afmæli Axel Sölvason rafvélavirki og fyrrum starfsmaður verk- fræðideildar Háskóla Íslands, er 80 ára í dag, 15. janúar 2011. Í tilefni dagsins býður hann öllum ætting jum og vinum til hófs í dag, laugardaginn 15. janúar, kl. 17:00-19:00 í safnaðarheimilið Borgir, Kópavogskirkju (ská á móti Gerðarsafni), við Hábraut 1 a. Allir hjartanlega velkomnir. Elsku maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Danival Finnbogason Garðavegi 2, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju mánudaginn 17. janúar kl. 15.00. Guðný Ólafsdóttir Ólafur Danivalsson Laufey Danivalsdóttir Tómas Ibsen Katrín Danivalsdóttir Sveinbjörn Björnsson Herdís Danivalsdóttir Páll R. Valdimarsson Guðný H. Danivalsdóttir Egill H. Lárusson barnabörn og barnabarnabörn Elsku maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, Helgi Markús Kristófersson Silfurteig 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 18. janúar kl. 13.00. Anna M. Jensdóttir Guðný Á. Helgadóttir Karl Ragnarsson Áslaug Helgadóttir Carl Kjettrup Hulda Helgadóttir Hjálmar Sigurðsson Jens B. Helgason Guðrún Ragnars og fjölskyldur. 75 ára afmæli Lúðvíg Thorberg Helgason verður 75 ára í dag, 18. janúar 2011. Hann er sagður allgott skáld í laus- bundnu máli, vinsæll og vanstilltur, sérvitur og siðblindur, en meinlaus gagnvart mönnum og öðrum dýrum. Þeim sem vilja minnast hans er ráðlagt að gleyma honum hið fyrsta. Lúðvíg verður heima eða að heiman í dag. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og vinsemd vegna andláts móðursystur okkar Gyðu Jónsdóttur Kleppsvegi 2 Sérstakar þakkir til starfsfólks L-5 á Landakoti fyrir einstaka alúð og umhyggju við umönnun hennar. Skúli Már Sigurðsson Gísli Jón Sigurðsson Örn Sigurðsson Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, Þorbergur Guðmundsson frá Raufarhöfn, er látinn. Fyrir hönd aðstandenda, Málfríður Anna Guðmundsdóttir Eiríkur Guðmundsson Björg Eiríksdóttir Hrefna Friðriksdóttir og frændsystkin. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.