Fréttablaðið - 15.01.2011, Qupperneq 86
58 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR
folk@frettabladid.is
Undankeppni Eurovision
hefur göngu sína í kvöld
þegar fimm lög etja kappi
í sjónvarpssal. Fréttablað-
ið fékk tvo hressa tónlistar-
spekinga til að segja skoð-
anir sínar á lögunum og
gefa þeim stjörnur. Ef þessi
spá þeirra Ragnheiðar og
Harðar gengur eftir mun
Elísabet eftir Pétur Örn
Guðmundsson fara nokkuð
örugglega áfram í úrslitin.
Elísabet í mestu uppáhaldi
90.000.000 IPHONE-SÍMAR hafa selst frá því að hann var settur á markað árið 2007,
samkvæmt nýjum tölum frá Apple.
Ástin mín eina
(Flytjandi: Erna Hrönn Ólafsdóttir)
R: „Ljúft dægurlag sem greip mig strax, enda frábær söngkona sem flytur
þetta lag.“ ★★★★
H: „Ágætis ballaða, ófrumleg en samt ekki sem verst.“ ★★
Ef ég hefði vængi
(Flytjandi: Haraldur Reynisson)
R: „Lagið náði alls ekki að heilla mitt eyra.“ ★
H: „Ef ég hefði vængi myndi ég fljúga langt í burtu þar sem ég þyrfti aldrei
að hlusta aftur á Huldumey. Þetta lag er samt alveg skítsæmilegt.“ ★★
DÓMARAR
R: Ragnheiður Mjöll Baldursdóttir,
útvarpskona á FM957
H: Hörður Sveinsson, ljósmyndari
og tónlistaráhugamaður
Elísabet
(Flytjandi: Pétur Örn Guðmundsson)
R: „Mjög flott lag og með góðum grípandi stíganda, ég er strax farin að
syngja með. Þetta er klárlega nýjasta uppáhaldslagið mitt.“ ★★★★★
H: „Grípandi og áberandi besta lagið úr hópnum, spái Elísabetu áfram.“
★★★★
Huldumey
(Flytjandi: Hanna Guðný Hitchon)
R: „Lag sem verður betra við hverja hlustun, mögnuð söngkona þarna á
ferð sem skilar laginu með prýði.“ ★★
H: „Mér er illt í eyrunum. Versta lagið úr hópnum, hrikalega ófrumlegur
smjör-ostapoppslagari.“ 0
Lagið þitt
(Flytjandi: Böddi og JJ Soul Band)
R: „Töff reggí-lag sem á eftir að ná til landans, þótt það komist ekki áfram
upp úr undankeppninni.“ ★★★
H: „Reggískotið popp sem er ekki að gera neitt rosalega mikið fyrir mig.“
★★
KVIKMYNDATÓNLISTARVEISLA
Nú, annað árið í röð, gefst unnendum góðrar
tónlistar tækifæri til að hlýða á fræg kvikmynda-
tónverk leikin af fullskipaðri sinfóníuhljómsveit,
en tónleikarnir í fyrra voru gríðarlega vinsælir.
Að þessu sinni verður meðal annars flutt hljóm-
sveitarsvíta úr Psycho ásamt þáttum úr Cinema
Paradiso og Guðföðurnum. Þá mun hljómsveitin
einnig leika tónverk eftir Jonny Greenwood í
Radiohead, úr óskarsverðlaunamyndinni There
Will Be Blood frá árinu 2007.
Miðasala á www.sinfonia.is og 545 2500
„Við verðum öll svolítið brjáluð
af og til, ekki satt?“
Norman Bates
Við leitum að hæfileika-
ríkum krökkum til að
leika, dansa og syngja í
Galdrakarlinum í Oz
Við efnum til hæfileikadaga þar sem við leitum að krökkum
til að taka þátt í uppfærslu á Galdrakarlinum í Oz sem
frumsýnt verður næsta haust. Við leitum að krökkum sem
geta leikið, dansað, sungið, farið í flikk-flakk, heljarstökk –
eða allt hvað eina sem kemur sér vel á ferðalaginu til Oz.
Allir á aldrinum 8–18 ára geta tekið þátt. Vinir eða hópar geta
mætt í prufurnar saman en að sjálfsögðu geta einstaklingar
líka spreytt sig á sviðinu.
Skráning í prufurnar fer fram í Borgarleikhúsinu
miðvikudaginn 19. janúar kl. 16.15–17.30.
Skráningarblað og allar nánari upplýsingar á heimasíðu okkar,
borgarleikhus.is.
ÓDÝR
PRENTHYLKI
Í ALLA PRENTARA!
Dæmi:
6.200 KR
4.960 KR
Skútuvogi 1
20%
AFSLÁTTUR