Fréttablaðið - 15.01.2011, Side 90

Fréttablaðið - 15.01.2011, Side 90
62 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR Leikhús ★★★★ Elsku barn Höfundur: David Kelly. Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson. Leikarar: Unnur Ösp Stefánsdótt- ir, Benedikt Erlingsson, Halldóra Geirharðs- dóttir, Valur Freyr Einarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Hallgrímur Ólafsson. Ung stúlka verður fyrir því að tvö börn hennar deyja skyndilega. Föðurinn grun- ar að móðirin hafi sjálf banað börnunum. Vöggudauði hefur lengi verið mikil ráðgáta og þegar slíkt kemur fyrir er ekki alltaf komið fram við mæðurnar af varfærni, eins og fram hefur komið í mörgum dæmum frá Bretlandi. Í Borgarleikhúsinu er harmleikur af þessu tagi settur á svið og bornar fram ágengar og nauðsynlegar spurningar. Þetta er leikhús þótt aðferðafræði heim- ildarmyndar eða rannsóknarskýrslu liggi til grundvallar. Sex leikarar birtast okkur í upphafi, standandi fyrir framan flennistór- an spegil. Áhorfendur fá mikilvægt hlutverk í yfirheyrslunum í framgangi mála. Allt sem gerist á sviðinu gerist svo að segja í beinni útsendingu, hvort heldur er í sjónvarpi eða réttarsal. Donna er viðkvæm ung stúlka hvers móðir á sér þann draum að komast á þing og beitir öllum þeim brögðum sem til eru í bók- inni til þess að uppfylla óskir sínar. Mælsk- ur fræðimaður á sviði sálfræðinnar finnur upp á nýju heilkenni sem tekið er tillit til við dóm og meðferð á ungum mæðrum sem misst hafa börnin sín. Hvort sem þær eru sekar eða saklausar lenda þær í skilgrein- ingu sem búin er til við skrifborð framagosa í fræðum sem erfitt er að sanna eða rengja. Unnur Ösp Stefánsdóttir fer með hlutverk Donnu, hinnar viðkvæmu og tættu móður. Hún birtist síðan berskjölduð og ein þar sem lögfræðingar og sálfræðingar toga úr henni upplýsingar, sem hún reynir að svara eins og hún heldur að spyrjendurnir vilja að hún svari. Það er einmitt svolítið kjarninn í þessu verki. Hvernig vill yfirvaldið að svar- að sé? Unnur Ösp léði þessari viðkvæmu en greindu stúlku líf á varfærnislegan hátt, trúverðug í lágstemmdri nálgun. Hún var eign allra þótt öllum væri hjartanlega sama um hana. Allir græddu eitthvað á harmleik hennar nema hún sjálf. Unnur Ösp gerði þetta mjög vel og var aldrei farið yfir strikið í neinni móðursýki. Halldóra Geirharðsdóttir bregst ekki frekar en fyrri daginn. Þessar millistéttar- konur með egóið límt við dragtajakkana eru að verða hennar sérgrein. Benedikt Erlingsson hefur mikilvægu hlutverki að gegna í hlutverki dr. Millards. Sannfæringarkraftur fræðimannsins sem belgist svo öruggur í kenningum sínum er mikill. Hér er Benedikt á heimavelli í leik að orðum sem bruna eins og járnbrautarlestir inn í sömu jarðgöng án þess að rekast nokk- urn tíma saman. Nína Dögg Filippusdóttir fer með tvö hlut- verk, annars vegar blaðakonunnar sem lifir á því að koma frásögnum af Donnu á fram- færi og hins vegar eiginkonunnar sem er fal- legur skuggi og fær vafalítið að fara í mörg kokkteilpartí með fræðimanninum sínum. Nína bregður hér upp tveimur góðum and- stæðum. Hallgrímur Ólafsson leikur hinn brjóstumkennanlega eiginmann og kemur því mjög vel á framfæri hvað það er búið að rugla hann mikið í þessum yfirheyrslum um leið og hann á við alla þessa sorg að stríða. Aðstoðarmaður Lynn Barrie (móður Donnu) í öllu kosningabröltinu er alger viðhlæjandi og fór Valur Freyr Einarsson með það hlut- verk. Nær hann undraverðum tökum á leið- indaskarfi sem því miður er sýnilegur nær daglega meðal frægra og í valdabröltinu. Leik- og hljóðmynd og hvernig leikararn- ir sjálfir stjórna henni er stór þáttur í sýn- ingunni. Yfirheyrslur fara fram gegnum hátalarakerfi og myndskeið sjást fyrir ofan spegilrammann sem allan tímann er fyrir augum áhorfenda. Það var örlítið erfitt að sjá á stundum þar sem skær ljós voru notuð innanfrá og byrgðu því stundum sýn. Í þessu áleitna verki kemur leikstjórinn Jón Páll Eyjólfsson því til skila hversu skýra sýn hann hefur á viðfangsefnið. Það léku allir fantavel og greinilegt að leikstjórnar- hluti verksins var skýr. Hún var þó fulllöng fyrir hlé. Elsku barn er áleitin sýning og myndi alls ekki spilla fyrir að bjóða upp á umræður á eftir, fyrir til dæmis menntaskólahópa eða aðra sem áhuga hafa á að ræða sannleika sannleikans og greiningarbrjálæði nútím- ans. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Frábær sýning! Skollaleikur sannleikans Frönsk kvikmyndahátíð verður haldin í ellefta sinn 21. janúar til 3. febrúar í Háskólabíói. Dagana 12. til 16. febrúar verður hún í Borgarbíói á Akureyri. Opnunarmyndin er gaman- myndin Bara húsmóðir með Cath- erine Deneuve og Gérard Depar- dieu í aðalhlutverkum. Nokkur þemu verða á hátíðinni að þessu sinni. Kvikmyndirnar Velkomin, Eins og hinir, Stúlkan í lestinni og kanadíska myndin Lífslöng- un fjalla um málefni minnihluta- hópa, ýmist í gríni eða alvöru. Myndirnar Leyndarmál og Hvítar lygar fjalla um ástir, lygar og margbreytileika mannlegra samskipta. Skrifstofur Guðs er mynd sem fjallar um félagsmál og tilvon- andi mæður með frumlegum hætti og Ævintýri Adèle Blanc- Sec í leikstjórn Luc Besson bygg- ir á vinsælum teiknimyndasög- um eftir Jacques Tardi. Loks má nefna hina sögufrægu frönsku nýbylgjumynd Lafmóður frá 1960 eftir Jean-Luc Godard. Allar myndirnar eru með ensk- um texta, fyrir utan Ævintýri Adèle Blanc- Sec og Hvítar lygar sem eru með íslenskum texta. Frönsk hátíð í ellefta sinn POTICHE Opnunarmynd franskrar kvik- myndahátíðar er gamanmyndin Potiche. LUC BESSON Á mynd á Franskri kvik- myndahá- tíð í næstu viku. HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfða 20 Reykjavík sími 585 7200 OPIÐ: Virka daga 10 - 18, laugard. 12 - 18, sunnud. 13 - 17. Skoðaðu tilboð in inni á www.husgagn ahollin.is 60% AFSLÁTT UR af útsölu vörum Allt að DURANGO tungusófi, grátt áklæði. B:272 D:200/90 H:86 cm. Fæst með vinstri eða hægri tungu. Kr. 149.990 fullt verð kr. 239.990. 149.990 Útsala Hefst fim mtudagi nn 13. jan . kl. 10:00ÚtsalaVelkomin á glæsilega útsölu í Húsgagna- höllinni! 35% AFSLÁTT UR 149.990 109.990 79.990 30% AFSLÁTT UR 189.990 139.990 30% AFSLÁTT UR LE KLINT JOKER ljós, 35 cm. Kr. 16.990 fullt verð kr. 24.990. LE KLINT JOKER ljós, 50 cm. Kr. 19.990 fullt verð kr. 29.990. 149.990 109.990 189.990 ÚtsalaFullt af frábærum tilboðum á húsgögn um og smávöru í Húsgag nahöllin ni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.