Fréttablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 93
LAUGARDAGUR 15. janúar 2011 65
Grínistinn Ricky Gervais ætlar
að beina athyglinni að þeim sem
eru veikburða og geta ekki varið
sig þegar hann kynnir Golden
Globe-verðlaunin í annað sinn í
næstu viku. Leikararnir Charlie
Sheen og Mel Gibson, sem báðir
hafa lent í vandræðum í einkalíf-
inu, fá einnig sinn skerf af brönd-
urum.
„Ég ætla bara að ráðast á þá
sem eru veikburða. Ég ætla að
láta Russell Crowe og Mickey
Rourke í friði núna en kannski
geri ég grín að Mickey Roon-
ey eða Betty White. Ég er ekki
hræddur við hana,“ sagði Gerv-
ais léttur og bætti við: „Charlie
Sheen er gott skotmark og Mel
Gibson var sannkölluð gjöf til
grínguðsins.“
Gerir grín að
Charlie Sheen
RICKY GERVAIS Grínistinn ætlar að beina
sjónum sínum að Charlie Sheen og Mel
Gibson.
Stórleikarinn Michael Douglas
greindist með krabbamein í hálsi
um mitt síðasta ár og gekk í kjöl-
farið í gegnum stranga lyfjameð-
ferð. Hann hefur nú náð fullum
bata og einbeitir sér að því að ná
aftur heilsu og fyrri styrk.
Í viðtali við Entertainment
Tonight sagði Douglas að honum
hefði á stundum þótt press-
an ganga of hart fram við að ná
myndum af honum á meðan hann
var upp á sitt versta. Auk þess
hafi verið fjallað um veikindi
hans á mjög ónærgætinn hátt.
„Því miður var tíu ára gamall
sonur minn eitt sinn að blaða í
gegnum eitt slíkt blað í verslun og
las þar frétt um að lífslíkur mínar
væru litlar,“ sagði leikarinn.
Engin virð-
ing sýnd
HEILSUHRAUSTUR Leikarinn Michael
Douglas greindist með krabbamein
í hálsi á síðasta ári. Hann hefur náð
fullum bata. Hér er hann með eigin-
konunni, hinni íðilfögru Catherine Zeta-
Jones. NORDICPHOTOS/GETTY
Popparinn Justin Bieber þurfti að
fara á sjúkrahús á dögunum vegna
öndunarerfiðleika. Um ofnæmis-
viðbrögð var að ræða sem komu
upp þegar hann var í gestahlut-
verki í sjónvarpsþáttunum CSI.
Ungstirnið var útskrifað af sjúkra-
húsinu fimmtíu mínútum síðar.
„Hann hefur það gott. Hann fékk
smá ofnæmiskast þegar tökum var
að ljúka á CSI. Læknarnir skoðuðu
hann á sjúkrahúsinu til að full-
vissa sig um að allt væri í lagi,“
sagði fulltrúi popparans. Stutt er
síðan Bieber sagði í viðtali að þrátt
fyrir að vera slappur ætti hann
erfitt með að taka sér frí frá vinnu
vegna skuldbindinga sinna.
Bieber á sjúkrahús
JUSTIN BIEBER Þurfti að fara á sjúkrahús
vegna ofnæmis.
Golden Globe verðlaunin verða
afhent á sunnudagskvöld en það
eru samtök erlendra blaðamanna
í Hollywood sem standa að þeim.
Verðlaunin þykja gefa góða vís-
bendingu til hverra Óskar frændi
fer í heimsókn í ár. Búist er við
nokkurri harðri baráttu þótt
nokkrir flokkar þyki vera fyrir
fram afgreiddir.
Colin Firth og Natalie Portman
eru þannig sögð örugg um sigur í
sínum flokkum. Firth fer á kost-
um í kvikmyndinni The King‘s
Speech sem Georg VI. Natalie
Portman hefur verið hlaðin lofi
fyrir frammistöðu sína í Black
Swan og á sigurinn vísan í
sínum flokki. Mesta spenn-
an er í kringum hvaða mynd
hreppir hnossið sem besta kvik-
mynd ársins. The Soci-
al Network eftir David
Fincher hefur feng-
ið lofsamlega dóma og
sömuleiðis The King‘s
Speech. Almennt er
talið að baráttan eigi
eftir að standa milli
þeirra tveggja.
Golden Globe heiðr-
ar einnig sjónvarpsefni
og þar er fastlega gert
ráð fyrir að Glee og
Mad Men muni standa uppi
sem sigurvegarar. Glee mun
samkvæmt því vinna örugg-
an sigur í gaman/söng-flokkn-
um en Mad Men fær ögn
harðari samkeppni í
dramaflokknum frá
sjónvarpsseríunni
Boardwalk Empire
frá Martin Scorsese.
Firth nánast öruggur um sigur
ÖRUGG Flestir eru sam-
mála um að Colin Firth
og Natalie Portman séu
öruggir sigurvegarar á
Golden Globe-verð-
launahátíðinni.