Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.01.2011, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 15.01.2011, Qupperneq 94
 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR66 sport@frettabladid.is ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ mætir Brasilíumönnum í öðrum leik sínum á HM í Svíþjóð klukkan 20.00 í kvöld og er leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport. Þetta verður fyrsti leikur Íslands á móti Suður-Ameríuþjóð á HM frá upphafi en Ísland vann Brasilíu bæði á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004 (29-25) sem og á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 (19-18) Henry Birgir Gunnarsson og Valgarður Gíslason fjalla um HM í Svíþjóð henry@frettabladid.is - valgard.gislason@365.is Hvert stefnum við í endurhæfingu á Íslandi? Opið málþing um endurhæfingu 21. janúar 2011 kl. 13-16 í Norræna húsinu á vegum Félags fagfólks um endurhæfingu, FFE. Vinsamlega skráið þátttöku fyrir miðvikudaginn 19. janúar n.k. á ffe@ffe.is FÓTBOLTI Stórleikur helgarinnar í enska boltanum verður leikur Tot- tenham og toppliðsins Manchester United á White Hart Lane á morg- un. Manchester United hefur ekki tapað deildarleik á tímabilinu en hefur þó aðeins unnið 2 af 9 úti- leikjum sínum. Tottenham er enn með í toppbaráttunni, átta stigum á eftir United. „Þetta er krefjandi verkefni fyrir okkar lið og í raun stórt próf fyrir okkur,“ sagði Alex Fergu- son, stjóri Manchester United. „Það hefur verið áhugavert að fylgjast með þróun mála hjá Tot- tenham. Ég man ekki eftir því að hafa farið áður með United-liðið á White Hart Lane þar sem Totten- ham-liðið er með í titilbaráttunni. Harry Redknapp hefur gjörbreytt öllu hjá Spurs og það eru margir spennandi leik- menn í liðinu í dag,“ sagði Fergu- son. „Þeir eru ekki búnir að ná fram sínu besta í vetur en þeir vinna samt sína leiki. Það er frábært afrek að vera enn taplausir en allir verða fyrst í vandræðum með þá þegar þeir komast í sitt allra besta form,“ sagði Harry Redknapp. „Þeir eru líklegastir til að vinna titilinn en ég held að þeir muni nú tapa einhvern tímann í vetur,“ sagði Redknapp. Tottenham hefur ekki náð að vinna Manchester United í tæplega tíu ár eða í 23 síð- ustu leikjum. „Við erum að spila vel enda höfum við bara tapað einu sinni í síðustu þrettán leikjum. Það má því búast við skemmtilegum leik,“ sagði Redknapp. Það verður annars mikill derby-dagur á morgun því þá mætast einnig Birming- ham-Aston Villa, Sund- erland-Newcastle og síðast en ekki síst Liverpool-Everton þar sem Kenny Dalglish stjórn- ar Liverpool á Anfield í fyrsta sinn í tuttugu ár. Chelsea (Blackburn, heima) Ars- enal (West Ham, úti) og Manchester City (Wolves, heima) spila öll í dag. - óój United heimsækir Tottenham á White Hart Lane: Erfitt próf að mati Sir Alex Ferguson HM 2011 Guðmundi Guðmunds- syni landsliðsþjálfara var augljós- lega létt eftir leikinn í gær. Mikil spenna var búin að byggjast upp, væntingar hans og liðsins mikl- ar og því var ánægjulegt að upp- skera vel. „Vörnin var frábær hjá okkur í þessum leik og ég var sáttur við hana eiginlega allan tímann. Varnarleikurinn gekk fullkomlega upp að þessu sinni. Sóknarleikur- inn gekk lengstum vel en það komu kaflar þar sem við gerðum óþarfa mistök. Svo gáfum við eftir undir lokin. Engu að síður er ég mjög ánægður með sex marka sigur. Það var ekki endilega hægt að reikna með því fyrir fram,“ sagði Guð- mundur en hann undirbjó liðið vel og hann var á því að undirbúning- urinn hefði skilað sínu. Þó svo Guðmundur hafi verið ánægður með sigurinn var hann ekki eins sáttur við að liðið skyldi hafa hleypt Ungverjum inn í leik- inn þegar það hefði getað gengið frá leiknum. „Við lékum okkur svolítið að eldinum og í óþarflega langan tíma að mínu mati. Við fórum illa með dauðafæri eða tókum óþarfa áhættu er við vorum komnir í góða stöðu. Við verðum að laga það,“ sagði Guðmundur. „Það er ekkert skrítið að fyrsti leikur sé svolítið köflóttur. Við erum að finna taktinn og stemn- inguna hjá okkur. Við þurfum líka að komast yfir ákveðna tauga- spennu sem fylgir því að byrja svona mót. Með það í huga get ég ekki kvartað yfir því hvernig þetta gekk. Það var virkilega jákvætt að hefja þetta mót með sigri gegn andstæðingi sem er alls ekkert auðveldur.“ Ísland mætir Brasilíu í dag og Guðmundur segir að menn þurfi að vera á tánum til þess að klára þann leik með sóma. „Þeir stóðu í Dönum í 35 mínút- ur og unnu Norðmenn. Við verðum að mæta með 100 prósenta einbeit- ingu í þann leik. Það verður ekki auðveldur leikur. Langt frá því. Þetta mót er erfitt því við verðum að keyra 100 prósent í alla leiki. Það er ekkert annað í boði.“ Vörnin okkar var frábær Guðmundur Guðmundsson var ánægður með byrjun liðsins á HM en segir liðið geta betur. Hann varar við Brasilíumönnum, telur þá hættulega andstæðinga. GÓÐ BYRJUN Á HM Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var ánægður eftir sannfærandi sigur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HM 2011 Hinn tvítugi Aron Pálm- arsson átti frábæran seinni hálf- leik á móti Ungverjum í gær. Aron skoraði 7 af 8 mörk sínum í seinni hálfleiknum og þar af voru fjögur þeirra á rúmlega fimm mínútna kafla þegar Ísland breytti stöðunni úr 16-14 í 21-16. Aron nýtti 7 af 9 skotum sínum í hálfleiknum, sex markanna komu með langskotum og þá átti hann einnig tvær stoðsendingar á félaga sína. - óój Aron Pálmarsson í gær: Óstöðvandi í seinni hálfleik ARON PÁLMARSSON FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HM 2011 „Við spiluðum ekkert frá- bærlega en vörnin var samt mjög góð. Hrollurinn er samt kominn úr mönnum eftir þennan leik. Það er fínt að byrja með góðum sigri og við hefðum hæglega getað unnið þennan leik með tíu mörk- um,“ sagði markvörðurinn Björg- vin Páll Gústavsson eftir leikinn gegn Ungverjum í gær. „Við vorum aðeins of væru- kærir á kafla í þessum leik en það góða er að við getum lagað mikið hjá okkur. Það er jákvætt,“ sagði Björgvin en hann telur liðið eiga mikið inni. „Það sýnir hversu öflugir við erum orðnir að við eigum mikið inni þrátt fyrir öruggan sigur. Þetta mót er tíu leikir og þetta er því maraþon en ekki spretthlaup. Við verðum að halda ró okkar.“ - hbg Björgvin Páll Gústavsson: Mótið er ekki spretthlaup BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON MYND/AFP HM 2011 Íþróttamaður ársins, Alexander Petersson, átti magn- aðan leik í íslenska liðinu í gær gegn Ungverjum. Hann skoraði fimm mörk, var frábær í vörn- inni og stal fjölmörgum boltum. „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að byrja mótið vel. Fyrsti leikur skiptir alltaf miklu fyrir framhaldið. Ef hann vinnst þá eykst sjálfstraustið og það er gott,“ sagði Alexander. „Þetta var fullkomin byrjun. Bjöggi var góður og vörnin var góð. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ sagði Alexander en hann ætlar sér stóra hluti í Svíþjóð. „Ég er enn lifandi. Ég er ekk- ert hættur þó svo að ég sé orðinn íþróttamaður ársins,“ sagði Alex- ander léttur. - hbg Alexander Petersson: Er enn lifandi ALEXANDER PETERSSON 5 mörk, 4 stoð- sendingar og 4 stolnir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Norðmenn unnu sex marka sigur á Japan í gær, 35-29, en liðin eru með Íslandi í riðli. Norðmenn fengu ekki mikla hjálp frá dómurunum sem dæmdu á þá 9 víti og ráku þá 8 sinnum út af. Japanir fengu á sama tíma aðeins eina brottvísun allan leikinn. „Þetta var upp og ofan hjá okkur í þessum leik en spila- mennskan var allt í lagi. Það var verst að fá svona mikið af brott- rekstrum því annars hefði þetta gengið mun betur hjá okkur,“ sagði Robert Hedin, þjálfari Norðmanna, eftir leikinn. Bjarte Myrhol skoraði níu mörk fyrir Norðmenn en þeir Erlend Mamelund, Håvard Tvedten og Einar Sand Koren skoruðu allir sex mörk. - óój Norðmenn unnu Japana: Reknir átta sinnum út af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.