Barnablaðið - 01.02.1968, Qupperneq 6

Barnablaðið - 01.02.1968, Qupperneq 6
Ákalla mig á degi neyðarinnar Athygli hefur vakið í Danmörku og einnig á íslandi veikindi lítillar íslenzkrar stúlku. Litla stúlkan, sem heitir Bryndís, og er 9 ára gömul, hafði illkynjað heilaæxli. í ágústmán- uði síðastliðnum kenndi litla stúlkan sjúk- dómsins fyrst. Eftir ýtarlega rannsókn á Landakotsspítala þótti sýnt, að flytja þyrfti Bryndísi tafarlaust til Danmerkur. Þar var hún sett inn á Ríkisspítalann. Þar gekk litla stúlkan undir tvo alvarlega heilauppskurði. Þegar fyrri skurðurinn hafði verið fram- kvæmdur, segir móðir Bryndísar í viðtali við íslenzkt blað, að læknir hafi komið fram til sín og sagt við sig, að það væri engin von um líf fyrir dóttur þeirra hjóna. Foreldrar Bryn- dísar voru báðir yfir dóttur sinni úti. Þegar foreldrarnir heyrðu þennan dóm læknisins, kvaðst móðirin hafa svarað honurn með þess- um orðum: „Jú, það er von. Sá eini sem get- ur bjargað, er Guð almáttugur, og við skul- um biðja að hann geri kraftaverk." Læknir- inn fór aftur inn. Á meðan biðu foreldrarnir milli vonar og ótta, en höfðu með einlægri bæn lagt málið í hendur Guðs. Séra Jónas Gíslason, sem er lifandi trúaður maður, og er prestur í Höfn, var þarna þeim hjónum til aðstoðar, og hafði gengið inn með lækninum. Eftir drjúglanga stund kom séra Jónas aftur fram til foreldranna. Móðirin spyr hann með von gegn von: „Er allt búið?“ „Nei“, sagði hann, „það hefur gerzt krafta- verk — telpan er á batavegi." 6

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.