Barnablaðið - 01.02.1968, Qupperneq 13
menn, sem venjulegast mættu ekki neinum
kærieika, — heimilislausir farandsveinar. Allt
það harðrétti, sem þeir höfðu orðið að þola,
hafði gert þá þolgóða og seiga, röska og slæga.
Með ymis konar kænskubrögðum drógu þeir
fram lífið. Að blóta, ljúga og stela, var dagleg-
ur háttur þeirra. En þrátt fyrir eymd þeirra og
allsleysi voru þeir glaðir og hugrakkir, og
kviðu hvorki hungri né köldum vetrum. Þeir
fengu ávallt hið bezta út úr öllu. Þessi óvænta
máltíð var næg ástæða til að örva gleði þeirra,
og þarna sátu þeir og mauluðu eins og smá-
apar. Allir erfiðleikar frá liðna tímanum
voru nú gleymdir í bili. Og áhyggjur morgun-
dagsins voru ekki til fyrir þá. Hvað sem öllu
leið var dýrðlegt í dag, og allir nutu sín full-
komlega.
Hamid sat og virti þá fyrir sér. Hann var
upp með sér af því að heyra til þessunr félags-
skap. Uppalinn úti á landi, sem hann var,
hafði hann aldrei áður hitt drengi, sem yoru
líkir þessum. Honum fannst þeir, í einu orði
sagt, vera undursamlegir. Þeir voru óskap-
lega óhreinir, satt var það, en hugrakkir,
djarfir, karlmannlegir og sjálfsíæðir. Hann
þráði verulega að verða þeim líkur, og hann
færði sig svolítið nær til þess að geta betur
fylgzt með samtalinu og fengið lærdóm af
því.
Þeir sögðu honum, að þeir drægju fram
lífið á ýmsan hátt. Sumir þeirra unnu nokkra
daga vikunnar hjá „vefurunum", aðrir hjálp-
uðu til í bolluverzlunum, nákvæmlega eins
og hann hafði gert þennan dag. Þess á milli
gengu þeir um og betluðu eða þá að þeir
hjengu útifyrir hótelunum í von um að fá
að bera ferðatöskur fyrir einhvern ferða-
manninn, eða halda vörð um einhvern bílinn.
Nokkrir þeirra voru yfir nóttina í óhrjá-
legum stað sem þeir nefndu heimili. En sumir
héldu til í moskunum. Það hvíldi einhver
óvissa og ögrun yfir allri tilveru þeirra. Raun-
verulega var ekki til nema eitt öruggt atriði
í allri dagskránni: Kvöldmáltíðin hjá út-
lendu kristniboðskonunni. Nú voru þeir að
ræða með áhuga það óvænta fyrirbrigði, sem
komið hafði fyrir kvöldinu áður. Það hafði
komið óþekkt, lítil stúlka, sögðu þeir. Enginn
hafði séð hana áður. Ekki vissi heldur neinn,
hvaðan hún var, og hún hafði rétt hendurnar
til kristniboðskonunnar og kallað hana
möminu. En annars hafði hún ekkert talað.
Kristniboðskonan hafði tekið hana upp í
fang sitt og borið hana inn í stofuna. í dag
ætlaði hún að reyna að komast eftir því,
hverjir foreldrar hennar væru, hafði hún sagt.
„En ef hún nú ekki finnur þá, hvað ætlar
hún þá að gera?“ skaut hinn nýkomni drengur
inn . „Læiur hún hana þá út á götuna?“
Ayashi leit upp, um leið og hann svaraði
með sannfæringu í röddinni:
„Nei,“ það gerir hún áreiðanlega ekki.“
„En hvernig getur þú verið svo viss um
það? Ekki er hún þó hennar barn,“ sögðu
liinir í einu hljóði.“
„Nei, hún er svo hjartagóð,“ sagði Ayashi.
10. KAFLI.
Það sem eftir var dagsins leið í kyrrð og
ró. Ayashi, sem þótti vænt um aðdáun Hamids
á sér, sýndi honum borgina. Hann tók hann
líka með sér gegnum efra borgarhliðið og
upp á fjallið fyrir ofan. Þar var lind, sem
spratt fram úr sprungu í berginu. Þegar
allar aðrar lindir þornuðu, jDiaut þessi lind
aldrei. Vatnið kom langt innan úr berginu
og það var því nær eingöngu því að þakka,
að hægt var að hafa vatnsleiðslu í borginni.
Það var líka þessari lind að þakka, að nóg
vatn var til fyrir umhverfið. Nú skildi Hamid,
hvers vegna akrarnir voru svo grösugir og
hvers vegna sáðslétturnar stóðu í svo miklum
blóma. Þessu hafði hann alveg sérstaklega tek-
ið eftir, þegar hann um kvöldið kom til þessa
staðar.
Um hádegið héldu þeir sig nærri hótelinu.
Allt í einu fleygði J^jónn einn út nokkrum
brauðskorpum og matarleifum, sem gestirnir
höfðu skilið eftir á diskunum sínum. Dreng-
irnir köstuðu sér óðara yfir þær eins og glor-
hungraðir hundar og fengu sér svo miðdegis-
blund í skugga kalypustrésins þar skammt
£j-£ Framliald á bls. 24.
13