Barnablaðið - 01.02.1968, Qupperneq 41
frá því, hvers vegna hann gerði þetta, því að
hann vildi ekki vera að staa-a sig af miskunn-
semi sinni. Það var aðeins heppni, að einn
kennaranna komst að því, að hann gerði þetta.
,,Og nú, herrar mínir og frúr, vil ég spyrja
ykkur, finnst ykkur ekki, að þessi drengur
hafi sýnt hugprýði? Nei, Watson, vertu ekki
að fela þig á bak við töfluna. Þú hræddist
ekki háð félaga þinna, og þú mátt heldur ekki
vera hræddur, er þér er hrósað."
Með eldrauðar kinnar kom Watson fram
og var tekið á móti honum með húrrahróp-
um, er hann gekk fram og tók á móti hinu
sjaldgæfa heiðursmei'ki.
(Úr Klrkeklokken.)
Frœkileg björgun
Framhald af bls. 21.
gerði það, því að ég vissi að hika er sama og
tapa.“
Valdimar varð aðeins snöggvast kímileitur
og sagði: „Já, þetta var náttúrlega stórkost-
legt bað fvrir ykkur báða og Björn hreink-
aðist mikið í andliti og á höndum. en í a!-
vöru sagt, þú ert hugrakkur. Geir, og ég ber
virðingu fyrir þér og því sem þú og foreldrar
þínir trúa á. Þú ert hetja í mínum aueum.
Svo þorir þú líka að vera öðruvísi en aðrir
og trúa á Jesúm svo aðrir viti það.“
Karl sagði: „Þetta var hraustlega af sér
vikið, þetta hefðum við Valdi hvorugur get-
að gert. Svo hefði ég líklega ekki þorað að
bleyta mig.“
Björn saeði með grátstafinn í kverkunum:
„Viltu fyrirgefa mér það sem ég sagði um
Guð, nú veit ég að hann er góður.“
„Já, auðvitað fyrirgef ég þér, en eitt átt
þú eftir að gera. og það er að biðja Guð að
fyrirgefa þér, Bjössi minn, og þegar þú háttar
í kvöld, ættir þú að muna eftir því.“ „Já,
áreiðanlega, það skal ég sannarlega gera,“
sagði Björn. „Það er það minnsta sem ég get
gert. Já, það má nú segja, að Jesús hennar
mömmu þinnar er góður, að nota þig til að
bjarga mér frá voða.“
„Já, sannarlega," sagði Geir, og andlit hans
G Á T A
Eitt sinn flutt var yfir á
úlfur, lamb og heypokinn,
ekkert granda öðru má,
eitt og mann tók báturinn.
Svar á bls. 19
ljómaði af fögnuði í kvöldsólinni, og blíður
andvari strauk um vanga drengjanna.
„Ó, Jesús,“ hélt Geir áfram, „er Jesús okk-
ar allra, bara ef við viljum þiggja það. —
Nokkrum dögum seinna var pabbi Geirs orð-
inn alheilbrigður og kominn í vinnu.
Garðar Loftsson.
41