19. júní


19. júní - 19.06.1956, Síða 18

19. júní - 19.06.1956, Síða 18
— Sjúfelingamir eru að sjálfsögðu æði mis- jafnir? — Já, það eru þeir. En ég hygg, að hægt sé að hafa flesta sjúklinga sæmilega ánægða og rólega, ef leitazt er við að kynnast því, hvað hverjum og einum hentar og fellur bezt. Annars er því nú þannig háttað með starf mitt, að sjúklingum þeim, sem ég kemst í snertingu við á skurðstofunni, kynnist ég ekki neitt, — aðeins heilsa þeim áður en hinn örlagaríki þáttur hefst, — svæfingin og skurðaðgerðin. Ég sakna þess oft, að hafa ekki meira samband við sjúklingana. Einhvern veginn er það nú svo, að síðan ég var á Vífilstöðum, finnst mér berklasjúklingar standa næst hjarta mínu. Þar kynntist ég hverjum einum vel, og var í sam- bandi við sama fólkið svo árum skipti. Að lokrnn vil ég segja þetta: Frá hinu al- menna sjónarmiði tel ég hjúkrunarnámið mikils- virði fyrir hverja þá konu, sem það stundar, bæði vegna þeirrar menntunar, sem það veitir, og einn- ig þeirra réttinda, sem hjúkrunarkonan öðlast að námi loknu. Vil ég svo að síðustu, fyrir blaðsins hönd, færa Katrínu Gísladóttur hjúkrunarkonu, beztu þakkir fyrir greinargóð svör og upplýsingar mn þetta mikilsverða mannúðarstarf, sem hjúkrunarkonurn- ar inna af höndum í þágu samfélagsins. Enda mun það álit ríkjandi nú, að hjúkrunarlið sjúkrahús- anna sé sá starfshópur, sem hið opinbera á ekki sízt að hlynna að. Viðtal við VÉLRITUNARSTÖLKU Svo snúum við okkur til vélritunarstúlku, sem vinnur við eina stærstu ríkisstofnun hér í bænum. — Hvað viljið þér segja okkur um kaup ykkar og kjör? — 1 rauninni er ekki margt um það að segja. Eftir launalögunum eru þær hæstlaunuðu í 13. launaflokki, og þurfa þær að vinna í fjögur ár til að hækka upp í þann flokk úr byrjunarflokknum, þeim 14. Þar til nýju launalögin gengu í gildi um síðastliðin áramót voru þær einum flokki lægri, svo að heldur gengur þetta nú í áttina. — Og hvað er þá byrjunarkaupið hátt? — Það er 2375 krónur á mánuði. 1 næsta launa- flokki — og þeim hæsta, sem vélritunarstúlkan kemst i — er mánaðarkaupið um 3450 kr. Reynd- ar komast fæstar „svo hátt“, því að meiri hlutinn gefst upp áður en fjögur ár eru liðin, sem til þess þarf, að launin hækki. —- Nú orðið er orðið all erf- itt að fá vélritunarstúlkur. Ungum stúlkum finnst margt annað fýsilegra en að hamra á ritvél ár eft- ir ár fyrir ekki meira kaup. — Þó munu flestir viðurkenna, að vélritunin er býsna mikilsverður þáttur í öllu viðskiptalífi, svo að vélritararnir eru nokkurn veginn ómissandi. — Hvað um vinnutímann? — Hjá ríkisstofnunum er vinnutíminn 38 og hálf klukkustund á viku, unnið frá kl. 9—5 á venjulegum vikudögum með einnar klukkustund- ar matarhléi. Og vélritunarstúlka, sem vinnur af samvizkusemi og ötulleik er búin að fá alveg nóg, þegar hún hættir kl. 5 á daginn. Það er meira þreytandi en margur hyggur, að skrifa á ritvél langan tíma í lotu — sérstaklega fyrir bakið og axlarvöðvana, enda eru margar stúlkur, sem alls ekki þola það. — En auðvitað er það eins með vél- ritun og alla aðra vinnu, að það má taka sér hana létt og slóra við hana, ef manneskjan er þannig gerð. — Fá ekki karlmenn, sem vinna vélritunarstörf, sama kaup og stúlkur fyrir þá vinnu? — Jú, í orði kveðnu, en í reyndinni vill nú verða nokkur brestur á, að jafnréttis sé gætt í kaupgreiðslunni. Þannig eru dæmi til, að karlmað- ur og stúlka, sem sitja hlið við hlið og vinna ná- kvæmlega sömu vinnu, fá mismunandi hátt kaup — karlmaðurinn hærra. Þetta er þá fóðrað þann- ig, að karlmaðurinn er kallaður eitthvað annað, svo að starfsheitið geti réttlætt það, að hann er sett- ur í hærri launaflokk, og ýmsar aðrar krókaleiðir má fara í þessu efni. — Slíkt er auðvitað allt ann- að en uppörvandi fyrir stúlkuna, sem í hlut á. — Svo er hinsvegar vitað mál, að launalögin eru stundum brotin í framkvæmd og vélritunarstúlku borgað hærra kaup en lögin ákveða, þyki hús- bændum hennar, að hún hafi sérstaklega til þess unnið. 6 19. JÚNl

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.