19. júní - 19.06.1956, Síða 21
ANNA SIGURÐARDÓTTIR:
Giftast
— Hætta að vinna
(Úr ræðu 19. júní 1955).
. . . En'hvert er takmarkið? spjT margur. Kjörorð
kvenréttindabaráttunnar er sörnu. réttindi — sömu
skyldur. Þetta virðast hinar harðsoðnu kvenrétt-
indakonur þó oft misskilja, svo að í raun og veru
verður krafa þeirra: sömu réttindi — meiri skyld-
ur. Þær virðast gleyma því, hversu mikill munur
er á föður og móður í líkamlegu tilliti. En þessar
ókvenlegu, harSsóðnu kvenréttindakonur, eins og
formaður kvenréttindafélagsins i Oslo, Lillan
Steen, kallar þær, eru arftakar hinna fyrstu kven-
réttindakvenna, sem margar voru stórefnakonur,
er höfðu vinnukonur á hverjum fingri, ef svo
mætti að orði komast. Það þótti þá ekki tiltökumál,
þótt ríkar konur létu börn sín sjúga fátækar mæð-
ur, eða að þær gerðu barnfóstrunni boð, þegar
þeim þóknaðist að sjá börn sin. Lillan Steen segir:
„Þær höfðu enga menntun, en nógar vinnukonur
— við höfum menntunina, en engar vinnukonur“.
Heimilisstörf á heimilum þessara kvenna tilheyrðu
ekki skyldum húsmóðurinnar. Þessar konur voru
aldar upp til þess að verða „hálfgert leikfang og
stofustáss“, eins og prófessor Ág. H. Bjarnason
segir í Sögu mannsandans (I. bindi, bls. 89), að
konan sé orðin á síðustu tímum.
Þessi hugsunarháttur, að konan eigi að vera leik-
fang manns síns, -— svo fjarri öllum sanni sem
hann hefði átt að vera liér á landi, — á sök á því,
að starf húsmóðurinnar hefur að miklu leyti
gleymzt i löggjöf okkar á síðustu árum, eða síðan
hjónabandslagabálkamir gengu í gildi.
Sumir segja, er rætt er um takmark kvenrétt-
indahreyfingarinnar, að stefnt sé að því að gera
baráttu okkar óþarfa og þar af leiðandi leggja nið-
ur öll kvenréttindafélög, þegar takmarkinu er náð.
Þessi skýring, þó að rétt sé, segir þeim svo lítið,
sem skilja ekki þau vandamál, sem gera kvenrétt-
indahreyfinguna fyrst og fremst að almennu
mannréttindamáli, en ekki sérhagsmunamáli ein-
stakra kvenna.
Þegar ég er spurð um, hvert sé takmark kven-
réttindabaráttunnar, svara ég: Takmarki kvenrétt-
indabaráttunnar er ekki náð fyrr en öll börn, sem
verða fyrir því aÖ missa annaÖ foreldri sitt, eru
jafnt á vegi stödd fjárhagslega, hvort sem það er
fáðirinn éða móðirin, sem fellur frá.
Það hefur sljákkað í mörgum, sem hefur gerzt
orðmargur um eigingjaman tilgang kvenréttinda-
hreyfingarinnar, við þetta svar.
Ég þarf ekki að útskýra þetta nánar fyrir ykkur.
Ykkur er ljós þýðing sama réttar til starfa, sömu
laun fyrir jafnverðmæt störf, að tillit verði tekið
til framfærslustarfa móðurinnar í skatta- og trygg-
ingalögum, svo nokkur helztu mál okkar séu nefnd.
En þegar réttindamál kvenna eru rædd manna á
meðal, eru aukaatriði jafnan gerð að aðalatriðum.
Aðalatriðin kafna í frásögnum af konum, sem
flutti einnig kvæði það, er hér birtist eftir Höllu
Loftsdóttur. Samsætið sátu á annað hundrað kon-
ur, og voru margar ræður fluttar, er vottuðu vinar-
hug og þakklæti íslenzkra kvenna til sendiherr-
ans, bæði fyrir starf hennar hér, og einnig, að
hún hefði með fordæmi sínu sýnt, hversu langt
konur gætu komizt, ef þær sneru sér að opinber-
um málum. Sendiherrann gat þess í svarræðu
sinni, að hún hefði við móðurkné lært að þekkja
og meta íslenzkar fornkonur, og að hún hefði ekki
orðið fyrir vonbrigðum, er hún kynntist íslenzkum
nútíðarkonum. Nefndi hún í því sambandi ýmsar
af þekktustu konmn fslendinga sagna, en þó ekki
þeirra fornkvenna, er hún helzt virðist hafa tekið
sér til fyrirmyndar í starfi sinu hér, en það voru
þær konur, er reistu skála sína yfir þjóðbraut
þvera. En í því sambandi ber einnig að minnast
eiginmanns hennar, Bolt Jörgensens ráðherra. —
Þeim hjónum fylgja héðan hlýjar kveðjur og ám-
aðaróskir um bjarta framtíð og gæfuríkt starf.
19. JÚNl
9