19. júní


19. júní - 19.06.1956, Side 24

19. júní - 19.06.1956, Side 24
SIGRÍÐUR J. MAGNÚSSON: FRÁ CEYLONFÖR Þegar alþjóðakvennafundinum í Napoli 1952 barst tilboð um það, að næsti fundur, sem jafn- framt átti að verða hátíðafundur í minningu fimmtugsafmælis félagsins, skyldi haldinn á Cey- lon, fannst okkur víst flestum, sem það væri að- eins fagur draumur, er ekki gæti orðið að veru- leika. En Ceylonsku konurnar voru svo ötular við allan undirbúning, að tveimur árum siðar var ákveðið, að þrátt fyrir fjarlægð og aðra örðugleika skyldi fundurinn haldinn í Colombo, höfuðborg Ceylon, þann 14. ágúst til 1. september 1955. Það varð svo að ráði, að tvær konur frá íslandi skyldu sækja þennan fund, auk mín Hólmfríður Jónsdóttir magister, kennari á fsafirði. Til að sjá sem mest af leiðinni kusum við að fara flugleiðis til Ceylon en sjóleiðis heim aftur. Svo stóð á ferð- um héðan, að við þurftum að bíða 5 daga í London eftir flugvélinni, sem við áttum að fara með til Colombo, og fórum við brátt að hugsa til þess að komast eitthvað áleiðis, meðfram vegna þess, að um þessar mundir gekk hitabylgja yfir England, og hugðum við að varla mundi hitinn verða miklu meiri á Ceylon. Okkur tókst svo að fá flugfar til Rómaborgar og áttum við að geta verið þar í tvo daga, áður en okkar flugvél kæmi þangað. En þá kom babb í bátinn. Allar ferðaskrifstofur sögðu, að ómögulegt væri að útvega gistingu i Rómaborg, þar væri svo mikið af útlendingum á þessum tíma. Mér kom þá til hugar að senda skeyti til íslendings, sem áður hafði greitt götu mína þar, það var Hilm- ar Kristjónsson, sem er starfsmaður hjá Faó, enda brást það ekki, að hann útvegaði okkur gistingu hjá fólki, sem hann þekkti. Þau hjónin, hann og kona hans, Anna Ölafsdóttir, eru sannkallaðir sendifulltrúar Islands í Róm, og alltaf reiðubúin að liðsinna löndum sínum, er þangað koma, hvort heldur það nú er að útvega þeim hótelherbergi, aka þeim um borgina eða halda brúðkaup þeirra, sem á því þurfa að halda. Við komum til Róm snemma morguns í glamp- andi sólskini eftir að hafa verið á fótum alla nótt- ina, en þegar við litum út um gluggann og sáum Colósseum blasa við, rétt hjá okkur, gat ekki verið um annað að ræða en að fá sér morgunkaffi og fara svo út. Á leiðinni til Colósseum fór ég að segja Hólmfríði frá leiksýningu, sem ég hafði á- samt þúsundum annarra áhorfenda séð þar fyrir þremur árum. En hvemig sem við reikuðum um svalir og ganga, upp og niður stiga, var mér ó- mögulegt að finna hvorki leiksviðið né áhorfenda- svæðið. Þar sem mig minnti að verið hefði geysi- lega stórt gólf var nú allt fullt af smáhólfum. Þá kom til okkar aldraður maður, einn af gæzlu- mönnunum, og vildi fara að leiðbeina okkur, en samtalið gekk heldur stirðlega, því að hann kunni sáralítið í ensku og við ekkert í ítölsku nema já og nei og takk. En sem dæmi þess, hve ítalir eru lagnir á að láta útlendinga skilja sig, gat hann látið okkur skiljast með allskonar bendingum og handapati, að þegar leiksýningar væru hafðar, væri lagt gólf yfir öll smáhýsin á botni hússins, og þannig búið til áhorfendasvæði og leiksvið. Við gengum þarna með honum í tvo klukkutíma og endaði hann með því að sýna okkur líkan af Colósseum eins og það var í fornöld. Þaðan lá svo leiðin auðvitað til Péturskirkjunnar. Fyrir þremur árum mátti engin kona ganga berhöfðuð inn í kaþólska kirkju á Italíu, nú var búið að aflétta því banni, en aftur á móti urðu þær nú að gæta þess velsæmis, að ermamar næðu að minnsta kosti fram undir olnboga. Konum í ermalausum kjólum var með öllu bannaður aðgangur, en þær sem voru svo heppnar að vera í fylgd með karlmönnum í jakka eða peysu, fengu það lánað, og sluppu svo inn. Seinna heyrði ég, að hægt væri að fá leigðar ermar á torginu fyrir framan kirkjuna. Þótt fundurinn í Colombo ætti ekki að byrja fyrr en 14. ágúst hafði okkur verið ráðlagt að 12 19. JÚNl

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.