19. júní - 19.06.1956, Síða 25
vera komnar þangað þann 4. ágúst til að vera við
hátíðahöld, sem haldin eru árlega i hinni fornu
höfuðborg Kandy. Hátíð þessi, sem aðallega er í
því fólgin, að farið er með nokkur hundruð fagur-
lega skreyttra fíla í skrúðgöngu um götur borgar-
innar, með blysum, söng, dansi og trumbuslætti,
er haldin til minningar um fæðingardag Buddha,
var upprunalega, og er að nokkru leyti enn, trú-
arlegs eðlis. Mesti helgidómur Búddhatrúarmanna
á Ceylon er tönn, sem talin er að vera úr meist-
aranum. Er hún geymd í sérstakri byggingu, sem
nefnd er musteri tannarinnar og aldrei hreyfð
nema við þessi hátíðahöld, sem nefnd eru „Pera-
hera“. Þá er hún í mörgum fögrum umbúðum sett
í sitt eigið hús eða öllu heldur turn, upp á þann
fílinn, sem fyrstur er í skrúðgöngunni og skraut-
legastur. Á hinar risastóru tennur hans hefur verið
smokkað silfurhólkum, fagurlega skornum, á baki
hans situr hvithærður Kandyhöfðingi með fíla-
beinsspjót, en á undan gengur yfirmaður muster-
isins í gull og silfursaumuðum litklæðum, en silf-
urábreiða nær fílnum niður á tær.
Ýmsar fornar trúarlegar athafnir fara fram í
sambandi við „Perahera“. I musteri tannarinnar
er geymdur gullbikar, sem farið er með að helg-
um brunni og hann fylltur af vatni, en vatnið á
að endast til næsta árs, ef það gufar upp má búast
við uppskerubresti og allskyns óáran.
Hátíð þessi stendur yfir í fjóra daga, en mest
er um dýrðir seinasta daginn, og stillt svo til að
þá sé fullt tungl.
Við lentum á flugvellinum skammt frá Colombo
nokkru eftir hádegi þann 3. ágúst, en vegna þess
að filma, sem ég hafði meðferðis, var þyrnir í
augum allra tollyfirvalda, dvaldist okkur þar nokk-
uð, svo að konan, sem taka átti á móti okkur, var
farin af hótelinu, þegar við komum þangað, og
ekki liægt að ná í hana. — En það sem verra var,
okkur var sagt, að í dag, en ekki á morgun, væri
seinasti dagur „Perahera11. Þeir höfðu eitthvað
ruglazt í ríminu með tunglfyllinguna árið áður,
þegar okkar dagskrá var birt. — Allar Evrópu-
konurnar væru farnar til Kandy, allar lestir og
bílar sömuleiðis, þangað væru 72 mílur og ómögu-
legt að komast þangað. Enda óhugsandi að við
fengjum gistingu þar, meira að segja mundi mann-
fjöldinn á götunum verða svo mikill, að við mund-
um aldrei komast inn í borgina, því að útlendingar
og pílagrímar kæmu hvaðanæva að til að sjá „Pera-
hera“, og seinast en ekki sízt, öllu myndi verða
lokið, þegar við kæmum þangað.
Ég sagði piltunum að ég hefði lesið í bókum, að
„Perahera“ stæði alla nóttina og að við værrun
ekki búnar að ferðast meira en 10.000 mílur til
þess að láta einar 72 milur aftra okkur frá að sjá
hátíðina. Yið þessar fortölur lagði einn piltanna af
stað til að reyna að útvega okkur bíl eða ná sam-
bandi við frú de Soysa, sem hafði ráðgert að taka
á móti okkur.
Hann kom aftur eftir tvo tíma og hafði ekkert
orðið ágengt, sagði, að ekkert væri fyrir okkur að
gera annað en fara að hátta. Við vorum nú ekki
alveg á því. Ég hafði reynt að hringja til formanns
fundarins frú Deranayagala, sem ég hafði áður
hitt, en hún var ekki heima, en á endanum lánað-
ist mér að ná í frú de Soysa. Kom hún undir eins
á hótelið til okkar, og eftir klukkutíma vorum við
komnar af stað til Kandy í bíl. En nú var komið
svarta myrkur og misstum við því í það sinn af að
sjá leiðina sem er einhver hin fegursta á Ceylon.
Kl. 10,30 komum við til borgarinnar, og feng-
um við nú að sanna, að piltarnir á hótelinu höfðu
haft rétt fyrir sér um fólksmergðina á götunum.
Brátt komum við að götu, sem var lokuð fyrir
bílaumferð, og þá var þröngin orðin svo mikil, að
við komumst hvorki fram eða aftur. En það sem
okkur þótti óhugnanlegast var, að mannfjöldinn
virtist allur vera á leið frá miðborginni. — „.Tá,“
sagði bílstjórinn, „það er sjálfsagt öllu lokið.“
Loksins náðum við í lögregluþjón, sem ruddi
okkur braut í gegnum mannfjöldann.
Borgin Kandy er uppi á hálendi eyjarinnar og
er byggð í kring um nokkuð stórt vatn, sem gert
er af mannahöndum, einn af hinum svonefndu
„tanks“, sem mikið er af á Ceylon, og með því að
fara í kringum vatnið tókst bílstjóranum að koma
okkur til hótelsins, þar sem við áttum að hitta hin-
ar fundarkonurnar. Þar var troðfullt af fólki og
allir sögðu það sama, að hátíðinni væri lokið.
Þegar ég spurði dyravörðinn um gistingu, fórn-
aði hann höndum og sagði, að hver smuga hefði
verið lofuð fyrir tveim mánuðum. -— Vitið þér það,
„lady“ (á Ceylon eru allar hvítar konur titlaðar
,,lady“), að Ameríkanar panta gistingu hér þessa
nótt með árs fyrirvara? — Bílstjórinn okkar frá
Colombo vildi endilega, að við kæmum aftur til
baka með sér, en það tókum við ekki i mál.
Ekki gátum við í öllum þeim fjölda, sem fyllti
forsal hótelsins, komið auga á neinn sem við þekkt-
um og fórum því til herbergis formanns félagsins,
Ester Graf. Þar var María systir hennar og var
háttuð. „Nei, eruð þið komnar!“ hrópaði hún, „og
19. JtJNl
13