19. júní - 19.06.1956, Síða 30
Svo voru formenn sendinefnda kallaðar upp á
sviðið eftir stafrófsröð til að heilsa landsstjóranum
og formanni, og fengum við allar blómsveig úr
jasmínublómum um hálsinn, en það er siður í
Austurlöndum, þegar fagna skal góðum gestum,
að hengja sveig um hálsinn á þeim. — Að lokum
var kveikt á háum stjaka, „pana“, úr bronce; ofar-
lega á honum var skál með kókósolíu og mörgum
kveikjum. Tendraði landstjórinn fyxsta ljósið og
svo formaður fél. og heiðursformenn hver af öðr-
um, en bumbumar vom barðar meðan á því stóð.
Þetta var hátíðleg og ógleymanleg athöfn, sérstak-
lega fyrir Vesturlanda konur, sem aldrei áður
höfðu séð neitt þessu líkt.
Sjálft afmælishófið var haldið hátíðlegt með te-
drykkju í undurfögrum klúbbgarði. Þar var líka
kveikt á panastjakanum um leið og sólin hvarf
rauðglóandi við sjóndeildarhring. Við sátum undir
hrikastórum banyan trjám við blómskreytt borð,
og fengum stóra afmælisköku, sem ein fundarkon-
an hafði bakað, og meðal réttanna var Betel, sem
hún hafði einnig búið til, en það eru m. a. rauð
blöð er nefnast surebulath, vafin utan um areca-
hnetur, og eitthvað fleira, sem ég kann ekki að
nefna. Þetta er feykilega mikið jórtrað í Asíu, og
fá þeir rauðar tennur, sem tyggja mikið af því.
Var mér sagt, að áður fyrr hefðu útlendingar, sem
komu til Colombo, undrazt stórlega hve margir
væru berklaveikir þar, vegna þess að þeir sáu svo
oft fólk spýta rauðu og héldu að það væri með
blóðspýting.
Þarna voru svo fluttar afmæliskveðjur og lesin
símskeyti frá þeim, sem ekki höfðu getað verið við-
staddir, og að lokum minntist frú Corbett Ashby
ýmissa skemmtilegra atvika úr 50 ára ævi félags-
ins. En hún var sú eina af viðstöddum, sem hafði
verið á stofnfundinum í Berlín 1904. Hver hefði
þá getað ímyndað sér, sagði hún, að 50 ára afmælið
yrði haldið hátíðlegt í trópiskum garði undir
blómguðum trjám, með hið táknræna „Pana“-
ljós skínandi að bakgrunni.
Fundir byrjuðu alltaf kl. 8,45 og stóðu með
tveggja tíma matarhléi til kl. 17, og á kvöldin voru
oftastnær kvöldboð eða aðrar skemmtanir, svo að
margir gengu þreyttir til hvíldar. Einn morgun
sagði svissnesk kona, sem bjó á sama hóteli og ég,
þegar við stóðum upp frá morgunverði kl. 7,30, að
hún væri svo þreytt og niðurdregin, að hún ætlaði
að halla sér svolitla stund. Hún svaf í einum dúr
til kl. 4 um eftirmiðdaginn. Hitinn var venjulega
32—34 stig á Celsíus, minni þó á kvöldin, en rak-
inn í loftinu var svo mikill, að maður notaði hvert
tækifæri til að fara í kalt bað.
UPPELDISMÁL.
Fyrsta fyrirlesturinn flutti próf. Green uppeld-
isfræðingur við háskólann i Colombo. Gerði hann
grein fyrir því, hverra grundvallaratriða þyrfti að
gæta, þegar skipuleggja ætti fræðslukerfi. Taka
þyrfti tillit til einstaklingsins eigi síður en þjóð-
félagsins. Sérstakra hæfileika og áhugamál stúlkna
og æskulýðsins yfirleitt, bæði í bæjum og sveitum.
Begum Mahmood frá Pakistan (begum er titill
heldri kvenna í P.) lýsti ástandinu þar, taldi hún,
að til þessa hefði kennsla verið óhagstæðari stúlk-
um en piltum. Samskólar eru þar á barna- og há-
skólastigi, en í miðskólunum eru kynin aðskilin.
Hinar mörgu mállýzkur valda líka miklum örðug-
leikum nú, þegar verið er að útrýma enskunni úr
öllum lægri skólum. En kennsla við háskólana fer
enn fram á ensku, sömuleiðis umræður í þinginu
á Ceylon, og þótti mér það undarlegt, en það kem-
ur til af því, að þar skilja Singhalesar og Tamilar
ekki hvorir aðra nema með því að tala ensku.
UPPELDISMÁLASÝNING.
I sambandi við þessa fyrirlestra um uppeldis-
mál var opnuð uppeldismálasýning fyrir forgöngu
Mrs. Bush, formanns uppeldismálanefndar.
Höfðu fulltrúarnir verið beðnir að hafa með sér
myndir í því skyni. Af þeim myndum, sem ég
lagði til sýningarinnar, vöktu sérstaka aðdáun
brúðarkaka frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur og
hveitiuppskera frá Sámsstöðum. Þótti flestum ótrú-
legt, að hægt skyldi vera að rækta hveiti á íslandi.
Hitt þótti þeim ekki skrítið, að íslendingar mokuðu
síld og þorski upp úr sjónum við strendur landsins.
UNESCO hafði þarna stóra sýningu á útbreiðslu-
starfi sínu. Þ. á. m. myndirnar um þróun kven-
réttindahreyfingarinnar, sem ég sýndi fyrir nokkr-
um árum í Skemmuglugga Haraldar á degi S. Þ.
þann 24. október. — Ástralía hafði fjölbreytta sýn-
ingu, þ. á. m. myndir af þeim dýrum „sem hann
Nói gleymdi að taka með sér í örkina“. Pakistan
sýndi kvikmynd af lestrarkennslu, en það er flókið
fyrirtæki, að læra að lesa í Austurlöndum. Maður
þarf að þekkja á þriðja hundrað stafi og tákn til
þess að geta talizt læs. Óskað hafði verið eftir kvik •
myndum úr lífi sveitakvenna, svo að ég hafði með
mér mynd Ósvalds Rnudsens um jurtalitunina
hennar Matthildar í Garði. Mátti oft heyra hrifn-
18
19. JÚNl