19. júní


19. júní - 19.06.1956, Side 33

19. júní - 19.06.1956, Side 33
sögunni,“ sagði hún, „höfum við fengið vopn, sem hægt er að snúa við. Áður höfum við verið fær um að sjóða sverð úr plógi. 1 dag getum við gert sverð- ið að plógi.“ Hver er nú árangurinn af þessum fundi? spurði margur, og ef það var karlmaður, þá kannske stundum í háði. Þeir hugsuðu að ef til vill mundi árangurinn verða sá, að til þeirra yrðu gerðar ó- þægilegar kröfur. Það gæti vel verið, að hinir 108 þátttakendur svöruðu allir þessari spurningu mis- munandi. En það er líka árangur á sinn hátt. — Það er óhætt að segja, að sú uppörvun, sem var að hlusta á ræður og tala við fólk með svo ólik sjónar- mið, hefði ekki getað átt sér stað nema af því að fundurinn var haldinn i Asíu. 1 fyrsta skipti skild- ist líklega flestum okkar mikilvægi Asíu og Afríku- þjóða í heiminum nú á dögum. Okkur skildist, hve feykileg áhrif það hefur á fjárhag, stjórnmál og hamingju alls heimsins, að þessi meirihluti mann- kynsins á að miklu leyti við þau lifskjör að búa, sem við teljum ekki mannsæmandi. Yið vildum kynnast högum þeirra, og þeir vildu fræða okkur. Fulltrúar frá Vesturlöndum hlutu að hlusta í auð- mýkt á þau vandamál, sem austurlenzkar konur eiga við að stríða, en þær hófu vonglaðar sína bar- áttu og halda henni áfram. Og það þótti mér undravert, hvað allir voru glaðlegir og brosandi. Ef maður spurði einhvern til vegar á götunni, mætti manni hlýlegt bros, og það engu síður, þótt hvor- ugur skildi mál hins. Ceylonbúar hafa sannarlega tileinkað sér vísupartinn hans Stefáns frá Hvíta- dal: „Það er ekki þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín“. Einn daginn skoðuðum við þjóðminjasafnið und- ir leiðsögn þjóðminjavarðarins, sem er mikill vís- indamaður og hefur skrifað bækur um dýralif á Ceylon. Þar sáum við m. a. fagra eðalsteina, sem grafnir eru þar úr jörðu. En áhrifamest af öllu, sem þar var að sjá, þótti mér samt höfuðkúpa af hval, sem forstjórinn hafði grafið upp langt inni í eyðimörkinni Sahara. Hvalurinn hafði strandað þar fyrir svona hér um bil 40 milljónum ára. Garðveizlur héldu bæði landstjórinn og borgar- stjórinn í Colombo á sveitasetri sínu skammt frá borginni. Þar gafst konum kostur á að skreppa á bak fílum og liorfa á Kandy-dansmenn. Stundum var sungið fyrir dansinum, og voru sum lögin hér um bil alveg eins og íslenzk rímnalög. Fólk frá mannmörgum þjóðum á það næstum því víst, hvar sem það kemur í stórborgir, í hvaða heimsálfu sem er, að hitta fyrir konsúl frá heima- landi sinu, sem þá greiðir götu þess ef með þarf. Þessu láni eigum við fslendingar ekki að fagna. Því skemmtilegra var það fyrir okkur Hólmfríði að hitta í Colombo þau Einar Kvaran verkfræðing, Clöru konu hans og Jón Sæmundsson skipstjóra. Þeir vinna þar á vegum S. þ. við að kenna Ceylon- búum nýtízku fiskveiðar. Þau spöruðu enga fyrir- liöfn við að skemmta okkur, óku með okkur um borgina, en hún er 7 mílur á lengd, svo að sein- legt er að skoða hana gangandi. Þar eru víða vötn og fagrir trjágarðar. Einn sunnudag fór Jón með okkur til Galle á suðurenda eyjarinnar, 72 mílur frá Colombo. Bar margt skemmtilegt fyrir augu á þeirri leið, m. a. hvernig farið er að safna cocos- mjólk, sem tekin er úr blómunum í toppi pálm- anna, og búið til úr Arrak, sem er þeirra brenni- vín, er ríkis einokun á þeim iðnaði. Of seinlegt er að klifra upp og niður stofnana, sem eru mjög háir, þess vegna eru strengd reipi á milli trjátoppanna og gengið eftir þeim, svigna trén við minnstu hreyfingu, og er því mjög erfitt að ganga á kaðl- inum. Við sáum líka, hvernig spunnið er í þessi reipi, það gera konur og börn. Konan sat við þann einfaldasta rokk, sem ég hef séð, eiginlega var hann ekki annað en hjól með teini, sem liamp- vöndullinn, búinn til úr cocostrefjum, var festur við. Hún sneri hjólinu, en tvær telpur tóku svo vöndulinn undir handlegg sér, gengu aftur á bak 6—8 metra og teygðu úr hampinum jafnótt og snúðurinn kom á. Þá tók önnur telpan við báðum endunum og svo voru þeir tvinnaðir, undnir upp í hönk og byrjað á nýjan leik. Á sama hátt er spunn- ið netagarn og allskonar kaðlar. Bátar Ceylonmanna eru tvenns konar, annað- hvort nokkrir plankar, reyrðir saman með cocos- böndum, og gat í einn plankann fyrir mastrið, eða holaðir eintrjánungar, varla meira en hálfur metri á breidd, en geysilangir. Til þess að halda þeim á réttum kili er annar trjábolur festur við hliðina á hinum með tveggja til þriggja metra löngum trjá- renglum, svo að þeim getur alls ekki hvolft. Stór segl eru höfð á bátunum og sigla þeir prýðilega. Hér verður að láta staðar numið, þótt margt mætti enn segja um þetta dásamlega land, þar sem talið er, að einni fjölskyldu nægi til lífsframsfæris að eiga 5—6 cocospálma, 1 brauðaldintré, 1 hris- akur og nokkra banana- og ananasrunna, og þar sem hávaðinn af íbúunum kann til fullnustu þá list að „láta hverjum degi nægja sína þjáning“. 19. JtJNl 21

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.