19. júní - 19.06.1956, Side 34
GUÐN'Í HELGADÓTTIR:
Atvinnuleysistryggingar og vinnumiðlun
Síðastliðinn vetur voru á Alþingi samþykkt lög
um atvinnuleysistryggingar.
Með gildistöku laga þessara er stigið enn eitt
spor í framfaraátt á sviði félagsmála hér á landi.
Samskonar tryggingar eru til í einhverri mynd
víða um lönd, t. d. á Norðurlöndum, Bretlandi og
fleiri Evrópulöndum, einnig i Bandaríkjunum og
Kanada. Víðast eru þær tengdar við einstakar stétt-
ir eða starfsgreinar, ýmist lögboðnar eða frjálsar
tryggingar, sem verkalýðsfélög eða verkalýðssam-
bönd gangast fyrir, og njóta þá venjulega styrks úr
ríkissjóði.
Eins og nafnið ber með sér eiga þessar trygg-
ingar að bæta að nokkru það tjón, sem hinn vinn-
andi maður bíður við það, að starfsorka hans verð-
ur verðlaus, vegna þess að enga vinnu er að fá.
Þær eru því hliðstæðar slysa- og sjúkratrygging-
um, því að í öllum þessiun tilfellum verður við-
komandi einstaklingi ókleyft að selja vinnu sína
vegna orsaka, sem eigi er á hans valdi að ráða við.
Það er því aðeins eðlilegt, er þannig stendur á, að
þjóðfélagið komi til aðstoðar.
AÐDRAGANDI MÁLSINS.
Eins og að líkum lætur, átti svo merkilegt mál,
sem hér er um að ræða, sér nokkum aðdraganda.
Vil ég reyna að rekja gang þess hér í aðalatriðum.
Það mun hafa verið á Alþingi 1931, að Har-
aldur Guðmundsson alþingismaður og síðar for-
stjóri Tryggingastofnunar ríkisins, flutti fmmvarp
um almannatryggingar, og voru atvinnuleysis-
tryggingar teknar þar með. Frumvarpið hlaut ekki
afgreiðslu á því þingi (dagaði uppi i nefnd).
I lögum um alþýðutryggingar frá 1936 var kafli
um atvinnuleysistryggingar, en hann var svo gall-
aður, að hann kom aldrei til framkvæmda.
f milliþinganefndinni, sem fjallaði um lögin um
almannatryggingar frá 1946 var mikið rætt um
22
það, að setja á stofn atvinnustofnun samhliða
Tryggingastofnun rikisins. Skyldi þá sú stofnun
hafa með höndum allt það, er snertir atvinnuleys-
ismál og stjórna ýmiskonar aðgerðum til þess að
fyrirbyggja atvinnuleysi, ásamt víðtækri vinnu-
miðlun. Samkomulag um þetta náðist ekki í milli-
þinganefndinni. Síðan hafa oftsinnis verið flutt á
Alþingi frumvörp um atvinnustofnun ríkisins, af
Alþýðuflokknum, og þingsályktunartillögur um at-
vinnuleysistryggingar, af Alþýðuflokknum og Só-
cíalistaflokknum, en ekki náð samþykki. Svo gerð-
ist það í sambandi við lausn vinnudeilunnar í apríl
1955, að ríkisstjórnin hét því að gangast fyrir því,
að sett yrðu lög um atvinnuleysistryggingar þeg-
ar á næsta þingi. Félagsmálaráðherra skipaði sið-
an 5 manna nefnd til þess að undirbúa málið.
Þessir menn voru í nefndinni: Hjálmar Vilhjálms-
son, skrifstofustjóri, sem jafnframt var formaður
nefndarinnar, Gunnar J. Möller, hæstaréttarlög-
maður, Haraldur Guðmundsson, forstjóri, Björg-
vin Sigurðsson, framkvæmdastjóri, skipaður eftir
tilnefningu Vinnuveitendasambands íslands, og
Eðvarð Sigurðsson, varaforseti Alþýðusambands Is-
lands, skipaður eftir tilnefningu þess. Nefndin lauk
störfum á tilsettum tíma og lagði ríkisstjórnin
frumvarp til laga þessara fyrir Alþingi nú í vetur.
Frumvarpið var samþykkt og lögin öðluðust þegar
gildi, en ákvæði þeirra um bætur koma eigi til
framkvæmda fyrr en 1. október 1956. Lögin skulu
endurskoðuð eftir tvö ár í samráði við verkalýðs-
samtökin og samtök atvinnurekenda.
Skal nú vikið nokkuð að einstökum atriðum
frumvarpsins.
FJÁRMÁL OG STJÓRN.
I fyrstu gr. laganna segir, að stofna skuli at-
vinnuleysistryggingasjóð. Stofnfé sjóðsins er hluti
af verðlækkunarskatti samkvæmt lögum nr. 42 14.
19. JtJNl